Formaður HSÍ: Þannig týnist tíminn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 31. mars 2016 16:26 Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ. Vísir/Valli Þegar Geir Sveinsson var kynntur sem nýr landsliðsþjálfari karla í handbolta voru 69 dagar liðnir frá því að Aron Kristjánsson hætti að loknu EM í Póllandi. Guðmundur sagði að það hefði verið farið vítt og breitt yfir sviðið og rætt við marga aðila, bæði íslenska þjálfara og erlenda. Meðal þeirra sem rætt var við var Ljubomir Vranjes, líkt og Fréttablaðið greindi frá á sínum tíma. „Það var haft samband við Geir í upphafi,“ sagði Guðmundur. „Við ræddum líka við umboðsmenn og fórum strax að velta fyrir okkur erlendum nöfnum.“ „Eftir það ferli var okkar niðurstaða sú að við þurftum sterkan leiðtoga sem getur hugað að þeirri endurnýjun sem þarf að eiga sér stað í landsliðinu á næstunni. Við vorum að leita að manni sem gæti stýrt þessari vinnu til frambúðar.“ „Vissulega tók þetta lengri tíma en maður ætlaði sér. Við ákváðum að fara rólega af stað og fara breitt yfir sviðið. Síðan þegar maður ætlar að fara að ræða málin nánar þá vill of dragast á svörum. Þannig týnist tíminn, eins og stendur einhversstaðar.“ Guðmundur segist ekki hafa óttast að það væri komið í óefni vegna þess hversu langan tíma ráðningaferlið tók og hversu stutt er í næsta leik en Ísland mætir Noregi ytra á sunnudag. „Það er bara þannig að þegar maður tekur viðræður eins og þessar þá tekur það tíma. Þetta var niðurstaðan eftir þetta ferli og við teljum ekki að við fórum of seint af stað í viðræður við Geir,“ sagði Guðmundur en fram kom á fundinum að HSÍ hafði fyrst samband við Geir fyrir átján dögum síðan. „Ég tel ekki að við séum of seinir núna. Ég talaði alltaf um að þessu yrði lokið fyrir 1. apríl og það stendur.“Blaðamannafundur HSÍ var í beinni útsendingu á Vísi en upptöku má honum má sjá í heild sinni hér að neðan. Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Geir Sveinsson ráðinn landsliðsþjálfari Íslands Fyrrverandi fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í handbolta tekur við keflinu hjá strákunum okkar. 31. mars 2016 15:30 HSÍ ætlaði að ráða þjálfara í síðasta lagi í dag Það er langur tími síðan Aron Kristjánsson hætti sem þjálfari A-landsliðs karla í handknattleik. Nánar tiltekið 69 dagar eða rúmlega 100.000 mínútur og um 6.000.000 sekúndur. 31. mars 2016 11:00 Tilkynnt um ráðningu Geirs í dag HSÍ hefur boðað til blaðamannafundar á Nordica Hotel klukkan 15.30. 31. mars 2016 13:20 Svona var blaðamannafundur HSÍ Geir Sveinsson var í dag ráðinn landsliðsþjálfari Íslands í handbolta til 2018. 31. mars 2016 16:00 Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti Fleiri fréttir Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjá meira
Þegar Geir Sveinsson var kynntur sem nýr landsliðsþjálfari karla í handbolta voru 69 dagar liðnir frá því að Aron Kristjánsson hætti að loknu EM í Póllandi. Guðmundur sagði að það hefði verið farið vítt og breitt yfir sviðið og rætt við marga aðila, bæði íslenska þjálfara og erlenda. Meðal þeirra sem rætt var við var Ljubomir Vranjes, líkt og Fréttablaðið greindi frá á sínum tíma. „Það var haft samband við Geir í upphafi,“ sagði Guðmundur. „Við ræddum líka við umboðsmenn og fórum strax að velta fyrir okkur erlendum nöfnum.“ „Eftir það ferli var okkar niðurstaða sú að við þurftum sterkan leiðtoga sem getur hugað að þeirri endurnýjun sem þarf að eiga sér stað í landsliðinu á næstunni. Við vorum að leita að manni sem gæti stýrt þessari vinnu til frambúðar.“ „Vissulega tók þetta lengri tíma en maður ætlaði sér. Við ákváðum að fara rólega af stað og fara breitt yfir sviðið. Síðan þegar maður ætlar að fara að ræða málin nánar þá vill of dragast á svörum. Þannig týnist tíminn, eins og stendur einhversstaðar.“ Guðmundur segist ekki hafa óttast að það væri komið í óefni vegna þess hversu langan tíma ráðningaferlið tók og hversu stutt er í næsta leik en Ísland mætir Noregi ytra á sunnudag. „Það er bara þannig að þegar maður tekur viðræður eins og þessar þá tekur það tíma. Þetta var niðurstaðan eftir þetta ferli og við teljum ekki að við fórum of seint af stað í viðræður við Geir,“ sagði Guðmundur en fram kom á fundinum að HSÍ hafði fyrst samband við Geir fyrir átján dögum síðan. „Ég tel ekki að við séum of seinir núna. Ég talaði alltaf um að þessu yrði lokið fyrir 1. apríl og það stendur.“Blaðamannafundur HSÍ var í beinni útsendingu á Vísi en upptöku má honum má sjá í heild sinni hér að neðan.
Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Geir Sveinsson ráðinn landsliðsþjálfari Íslands Fyrrverandi fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í handbolta tekur við keflinu hjá strákunum okkar. 31. mars 2016 15:30 HSÍ ætlaði að ráða þjálfara í síðasta lagi í dag Það er langur tími síðan Aron Kristjánsson hætti sem þjálfari A-landsliðs karla í handknattleik. Nánar tiltekið 69 dagar eða rúmlega 100.000 mínútur og um 6.000.000 sekúndur. 31. mars 2016 11:00 Tilkynnt um ráðningu Geirs í dag HSÍ hefur boðað til blaðamannafundar á Nordica Hotel klukkan 15.30. 31. mars 2016 13:20 Svona var blaðamannafundur HSÍ Geir Sveinsson var í dag ráðinn landsliðsþjálfari Íslands í handbolta til 2018. 31. mars 2016 16:00 Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti Fleiri fréttir Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjá meira
Geir Sveinsson ráðinn landsliðsþjálfari Íslands Fyrrverandi fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í handbolta tekur við keflinu hjá strákunum okkar. 31. mars 2016 15:30
HSÍ ætlaði að ráða þjálfara í síðasta lagi í dag Það er langur tími síðan Aron Kristjánsson hætti sem þjálfari A-landsliðs karla í handknattleik. Nánar tiltekið 69 dagar eða rúmlega 100.000 mínútur og um 6.000.000 sekúndur. 31. mars 2016 11:00
Tilkynnt um ráðningu Geirs í dag HSÍ hefur boðað til blaðamannafundar á Nordica Hotel klukkan 15.30. 31. mars 2016 13:20
Svona var blaðamannafundur HSÍ Geir Sveinsson var í dag ráðinn landsliðsþjálfari Íslands í handbolta til 2018. 31. mars 2016 16:00