Óásættanleg tillaga Bryndís Snæbjörnsdóttir og Friðrik Sigurðsson skrifar 21. mars 2016 09:00 Landssamtökin Þroskahjálp tóku þátt í vinnu nefndar um endurskoðun á almannatryggingum en nefndin skilaði nýlega áliti til félagsmálaráðherra. Samtökin studdu þá stefnumörkun sem fram kemur í tillögum meirihluta nefndarinnar um einföldun á bótakerfinu, með fækkun bótaflokka, samræmingu á skerðingarhlutfalli vegna tekna og einföldun á frítekjumarki. Landssamtökin Þroskahjálp kynntu sér og eru efnislega sammála mörgum þeim atriðum sem fram koma í séráliti Öryrkjabandalags Íslands og stjórnarandstöðuflokkanna við niðurstöðu meirihlutans en töldu hins vegar að margt í tillögum nefndarinnar sé það mikilvægt að réttara væri að standa að nefndaráliti meirihlutans með afdráttarlausri bókun með það að leiðarljósi að á seinni stigum megi leiðrétta augljósa galla á tilllögunum. Efnislegar athugasemdir Landssamtökin Þroskahjálp komu því margítrekað á framfæri í umræddri nefnd að sú einföldun sem hægt væri að ná fram á lífeyrisbótakerfinu mætti ekki leiða til þess að almannatryggingakerfi gegndi síður því hlutverki sínu að tryggja fólki með engar eða litlar tekjur, aðrar en bætur almannatrygginga, viðunandi lífskjör. Einnig var lögð áhersla á það af hálfu samtakanna að tryggingabótakerfið virkaði atvinnuhvetjandi fyrir alla og þá ekki síst fyrir lífeyrisþega með lágar atvinnutekjur, t.d. undir 100.000 krónum á mánuði. Í tillögum meirihluta nefndarinnar er gert ráð fyrir því að afnema öll frítekjumörk, þar með talið frítekjumark vegna atvinnutekna. Þessar hugmyndir leiða til þess að öryrkjar með lágar atvinnutekjur munu margir hverjir bera minna úr býtum en nú er. Þær hugmyndir sem fram hafa verið settar um einhvers konar sérreglu/ákvæði til bráðabirgða til að tryggja að þessir einstaklingar beri ekki minna úr býtum er allsendis ófullnægjandi að mati samtakanna, ekki síst í því ljósi að nýtt almannatryggingakerfi samkvæmt tillögum nefndarinnar mun kosta umtalsvert meira en núverandi kerfi. Landssamtökin Þroskahjálp geta því ekki staðið að tillögu sem hefur þessar afleiðingar og leggja samtökin til að viðhaldið verði frítekjumarki vegna atvinnutekna hjá öryrkjum. Þeir einstaklingar sem hafa atvinnutekjur undir 100 þús. krónum á mánuði eru í langflestum tilvikum fólk sem þrátt fyrir verulega skerta vinnugetu er að reyna að taka þátt á vinnumarkaði oft með töluverðri fyrirhöfn og einnig fólk sem stundar vinnu á vernduðum vinnustöðum sem hluta af starfsþjálfun og almennri endurhæfingu. Er ástæða til að draga úr þeim hvata sem þetta fólk hefur til atvinnuþátttöku? Rýr ef nokkur ávinningur Þá ber að hafa í huga að margir einstaklingar sem eru á leið út á vinnumarkað byrja í hlutastörfum þegar þeir fara að feta sig til aukinnar atvinnuþátttöku. Það er augljóslega letjandi og ósanngjarnt að þeim mæti skerðingar upp á 45-52,5% og því til viðbótar tekjuskattur sem samtals þýðir um 70% skerðingu á atvinnutekjum. Í þessu sambandi þarf einnig að hafa í huga að umtalsverður kostnaður fylgir því að koma sér til og frá vinnu, auk annars kostnaðar sem fylgir atvinnuþátttöku. Hætt er því við að efnahagslegur ávinningur fyrir þetta fólk, gangi tillögur nefndarinnar fram óbreyttar, verði afar rýr ef nokkur af atvinnuþátttöku. Félags- og húsnæðismálaráðherra hefur, eftir að henni barst umrædd skýrsla í hendur, velt því upp opinberlega hvort heppilegra væri að gera skýrari greinarmun á almannatryggingabótum örorkulífeyrisþega annars vegar og ellilífeyrirþega hins vegar. Landssamtökin Þroskahjálp eru sömu skoðunar og benda á ólíka tekjudreifingu þessara hópa nú þegar. Sá mismunur á eftir að aukast með aukinni hlutdeild lífeyrissjóðsgreiðslna hjá ellilífeyrisþegum. Lítil atvinnuþátttaka öryrkja og það að margir verða öryrkjar ungir veldur því að annað er upp á teningnum hvað þann hóp varðar. Grunnskylda almannatryggingakerfis er að tryggja sómasamlega framfærslu þeirra sem vegna skertrar starfsgetu geta ekki tryggt afkomu sína með öðrum hætti. Á það leggja Landssamtökin Þroskahjálp höfuðáherslu. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. mars. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Snæbjörnsdóttir Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Sjá meira
Landssamtökin Þroskahjálp tóku þátt í vinnu nefndar um endurskoðun á almannatryggingum en nefndin skilaði nýlega áliti til félagsmálaráðherra. Samtökin studdu þá stefnumörkun sem fram kemur í tillögum meirihluta nefndarinnar um einföldun á bótakerfinu, með fækkun bótaflokka, samræmingu á skerðingarhlutfalli vegna tekna og einföldun á frítekjumarki. Landssamtökin Þroskahjálp kynntu sér og eru efnislega sammála mörgum þeim atriðum sem fram koma í séráliti Öryrkjabandalags Íslands og stjórnarandstöðuflokkanna við niðurstöðu meirihlutans en töldu hins vegar að margt í tillögum nefndarinnar sé það mikilvægt að réttara væri að standa að nefndaráliti meirihlutans með afdráttarlausri bókun með það að leiðarljósi að á seinni stigum megi leiðrétta augljósa galla á tilllögunum. Efnislegar athugasemdir Landssamtökin Þroskahjálp komu því margítrekað á framfæri í umræddri nefnd að sú einföldun sem hægt væri að ná fram á lífeyrisbótakerfinu mætti ekki leiða til þess að almannatryggingakerfi gegndi síður því hlutverki sínu að tryggja fólki með engar eða litlar tekjur, aðrar en bætur almannatrygginga, viðunandi lífskjör. Einnig var lögð áhersla á það af hálfu samtakanna að tryggingabótakerfið virkaði atvinnuhvetjandi fyrir alla og þá ekki síst fyrir lífeyrisþega með lágar atvinnutekjur, t.d. undir 100.000 krónum á mánuði. Í tillögum meirihluta nefndarinnar er gert ráð fyrir því að afnema öll frítekjumörk, þar með talið frítekjumark vegna atvinnutekna. Þessar hugmyndir leiða til þess að öryrkjar með lágar atvinnutekjur munu margir hverjir bera minna úr býtum en nú er. Þær hugmyndir sem fram hafa verið settar um einhvers konar sérreglu/ákvæði til bráðabirgða til að tryggja að þessir einstaklingar beri ekki minna úr býtum er allsendis ófullnægjandi að mati samtakanna, ekki síst í því ljósi að nýtt almannatryggingakerfi samkvæmt tillögum nefndarinnar mun kosta umtalsvert meira en núverandi kerfi. Landssamtökin Þroskahjálp geta því ekki staðið að tillögu sem hefur þessar afleiðingar og leggja samtökin til að viðhaldið verði frítekjumarki vegna atvinnutekna hjá öryrkjum. Þeir einstaklingar sem hafa atvinnutekjur undir 100 þús. krónum á mánuði eru í langflestum tilvikum fólk sem þrátt fyrir verulega skerta vinnugetu er að reyna að taka þátt á vinnumarkaði oft með töluverðri fyrirhöfn og einnig fólk sem stundar vinnu á vernduðum vinnustöðum sem hluta af starfsþjálfun og almennri endurhæfingu. Er ástæða til að draga úr þeim hvata sem þetta fólk hefur til atvinnuþátttöku? Rýr ef nokkur ávinningur Þá ber að hafa í huga að margir einstaklingar sem eru á leið út á vinnumarkað byrja í hlutastörfum þegar þeir fara að feta sig til aukinnar atvinnuþátttöku. Það er augljóslega letjandi og ósanngjarnt að þeim mæti skerðingar upp á 45-52,5% og því til viðbótar tekjuskattur sem samtals þýðir um 70% skerðingu á atvinnutekjum. Í þessu sambandi þarf einnig að hafa í huga að umtalsverður kostnaður fylgir því að koma sér til og frá vinnu, auk annars kostnaðar sem fylgir atvinnuþátttöku. Hætt er því við að efnahagslegur ávinningur fyrir þetta fólk, gangi tillögur nefndarinnar fram óbreyttar, verði afar rýr ef nokkur af atvinnuþátttöku. Félags- og húsnæðismálaráðherra hefur, eftir að henni barst umrædd skýrsla í hendur, velt því upp opinberlega hvort heppilegra væri að gera skýrari greinarmun á almannatryggingabótum örorkulífeyrisþega annars vegar og ellilífeyrirþega hins vegar. Landssamtökin Þroskahjálp eru sömu skoðunar og benda á ólíka tekjudreifingu þessara hópa nú þegar. Sá mismunur á eftir að aukast með aukinni hlutdeild lífeyrissjóðsgreiðslna hjá ellilífeyrisþegum. Lítil atvinnuþátttaka öryrkja og það að margir verða öryrkjar ungir veldur því að annað er upp á teningnum hvað þann hóp varðar. Grunnskylda almannatryggingakerfis er að tryggja sómasamlega framfærslu þeirra sem vegna skertrar starfsgetu geta ekki tryggt afkomu sína með öðrum hætti. Á það leggja Landssamtökin Þroskahjálp höfuðáherslu. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. mars.
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar