Ríkið ræðst til atlögu við einkarekstur og neytendur Skjóðan skrifar 23. mars 2016 10:00 Í síðustu viku samþykkti Alþingi lög sem heimila fjármálaráðherra að setja á fót eignarhaldsfélag til að fara með þær framsalseignir, sem ríkið tekur við frá slitabúum gömlu bankanna og fleiri fjármálastofnunum sem hluta af stöðugleikasamkomulagi, en sem kunnugt er var mjög stór hluti stöðugleikaframlagsins í raun eins konar dótakassi með eignarhlutum í fyrirtækjum sem ríkið þarf svo að koma í verð. Alþingi ætlar ríkinu þrjú ár til að selja þessar eignir en vert er að geta þess að þó að Íslandsbanki hafi fylgt í heilu lagi sem stöðugleikaframlag fer hann ekki undir þetta eignarhaldsfélag heldur undir Bankasýslu ríkisins. Sá langi tími sem ríkið ætlar sér til að losa sig við eignirnar vekur athygli. Næstu þrjú árin ætlar ríkið sem sagt að vera á fullu í blússandi samkeppni við einkafyrirtæki á flestum mörkuðum hér á landi. Í dótakassanum kennir ýmissa grasa. Ríkið á nú Lyfju og mun því næstu árin keppa við Hagkaup, Krónuna og Nettó um sölu á sólarvörn og vellyktandi. Fyrir er ríkið í umfangsmikilli samkeppni við einkageirann. Það rekur Fríhöfn í Keflavík og hefur m.a. einkarétt á áfengissölu hér á landi. Á fjölmiðlamarkaði keppir ríkið af mikilli hörku við einkarekna fjölmiðla og á síðustu 16 mánuðum hefur ríkið lagt RÚV til 4,9 milljarða ofan á auglýsingatekjur. Nú á ríkið eignaleigufyrirtækið Lýsingu í gegnum Klakka. Í gegnum ýmis fasteignafélög er ríkið orðið umfangsmikið í rekstri skrifstofuhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu. Ef einhver vill skrá lén með endingunni .is verður viðkomandi að versla við ríkið. Þeir sem kaupa flugmiða í gegnum DOHOP eða flytja vörur með Eimskip eru nú viðskiptavinir íslenska ríkisins. Verðmæti dótakassans er mjög á reiki og veltur mikið á því hvernig ríkinu tekst að hámarka virði þessara eigna á næstu þremur árum. Varla mun ríkið standa fyrir virku verðlagseftirliti, sem getur bitnað á hagnaði allra þessara nýju ríkisfyrirtækja. Fram undan eru því viðsjárverðir tímar fyrir íslenska neytendur. Stærstu aðilar í íslensku atvinnulífi eru annars vegar lífeyrissjóðirnir og hins vegar ríkið, aðilar sem undir eðlilegum kringumstæðum eiga að standa vörð um hagsmuni neytenda og launafólks en verja nú allt aðra hagsmuni. Fjármálaráðherra á að hafa forystu um að slíkt ástand sem lýst er hér að ofan skapist ekki. Ríkinu duga sex mánuðir til að selja þessar eignir sem það fékk frá slitabúum gömlu bankanna. Þrjú ár eru ávísun á frekari spillingu og tjón fyrir hagkerfið í heild sinni. Nóg er komið af ríkisrekstri í samkeppni við einkarekstur með skelfilegum afleiðingum fyrir neytendur og launafólk. Skjóðan Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Sjá meira
Í síðustu viku samþykkti Alþingi lög sem heimila fjármálaráðherra að setja á fót eignarhaldsfélag til að fara með þær framsalseignir, sem ríkið tekur við frá slitabúum gömlu bankanna og fleiri fjármálastofnunum sem hluta af stöðugleikasamkomulagi, en sem kunnugt er var mjög stór hluti stöðugleikaframlagsins í raun eins konar dótakassi með eignarhlutum í fyrirtækjum sem ríkið þarf svo að koma í verð. Alþingi ætlar ríkinu þrjú ár til að selja þessar eignir en vert er að geta þess að þó að Íslandsbanki hafi fylgt í heilu lagi sem stöðugleikaframlag fer hann ekki undir þetta eignarhaldsfélag heldur undir Bankasýslu ríkisins. Sá langi tími sem ríkið ætlar sér til að losa sig við eignirnar vekur athygli. Næstu þrjú árin ætlar ríkið sem sagt að vera á fullu í blússandi samkeppni við einkafyrirtæki á flestum mörkuðum hér á landi. Í dótakassanum kennir ýmissa grasa. Ríkið á nú Lyfju og mun því næstu árin keppa við Hagkaup, Krónuna og Nettó um sölu á sólarvörn og vellyktandi. Fyrir er ríkið í umfangsmikilli samkeppni við einkageirann. Það rekur Fríhöfn í Keflavík og hefur m.a. einkarétt á áfengissölu hér á landi. Á fjölmiðlamarkaði keppir ríkið af mikilli hörku við einkarekna fjölmiðla og á síðustu 16 mánuðum hefur ríkið lagt RÚV til 4,9 milljarða ofan á auglýsingatekjur. Nú á ríkið eignaleigufyrirtækið Lýsingu í gegnum Klakka. Í gegnum ýmis fasteignafélög er ríkið orðið umfangsmikið í rekstri skrifstofuhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu. Ef einhver vill skrá lén með endingunni .is verður viðkomandi að versla við ríkið. Þeir sem kaupa flugmiða í gegnum DOHOP eða flytja vörur með Eimskip eru nú viðskiptavinir íslenska ríkisins. Verðmæti dótakassans er mjög á reiki og veltur mikið á því hvernig ríkinu tekst að hámarka virði þessara eigna á næstu þremur árum. Varla mun ríkið standa fyrir virku verðlagseftirliti, sem getur bitnað á hagnaði allra þessara nýju ríkisfyrirtækja. Fram undan eru því viðsjárverðir tímar fyrir íslenska neytendur. Stærstu aðilar í íslensku atvinnulífi eru annars vegar lífeyrissjóðirnir og hins vegar ríkið, aðilar sem undir eðlilegum kringumstæðum eiga að standa vörð um hagsmuni neytenda og launafólks en verja nú allt aðra hagsmuni. Fjármálaráðherra á að hafa forystu um að slíkt ástand sem lýst er hér að ofan skapist ekki. Ríkinu duga sex mánuðir til að selja þessar eignir sem það fékk frá slitabúum gömlu bankanna. Þrjú ár eru ávísun á frekari spillingu og tjón fyrir hagkerfið í heild sinni. Nóg er komið af ríkisrekstri í samkeppni við einkarekstur með skelfilegum afleiðingum fyrir neytendur og launafólk.
Skjóðan Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Sjá meira