Sjúkraliðar bíða fram yfir páska Óli Kristján Ármannsson skrifar 23. mars 2016 07:00 Hefð er fyrir því að slá upp vöfflukaffi þegar skrifað er undir kjarasamninga í húsakynnum Ríkissáttasemjara. Tilefni gafst til slíkra veitinga á aðfararnótt mánudags þegar félög BHM sömdu við sveitarfélög landsins. vísir/Anton „Það hefur enginn fundur verið haldinn síðan við tilkynntum um verkfall,“ segir Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands (SLFÍ), um stöðuna í kjaraviðræðum félagsins við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga. Sjúkraliðar samþykktu boðun verkfalls um miðjan mánuðinn. „Ríkissáttasemjari ákvað að ekki væri ástæða til að vera með fund fyrr en hálfum mánuði síðar, sem er 30. mars, rétt eftir páskana,“ segir Kristín. Nýundirritaður samningur sveitarfélaganna við BHM hafi engu breytt um það. „Það hefur ekkert heyrst í þeim.“ Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir stöðuna óbreytta í viðræðum félagsins við sveitarfélögin, viðræður standi yfir. Þá séu hjúkrunarfræðingar að svo stöddu ekkert farnir að velta fyrir sér hugsanlegum aðgerðum til að þrýsta á um samning.Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands„Ætli það fari ekki að ganga hraðar núna en verið hefur hingað til,“ segir Ólafur, línur séu að skýrast í viðræðunum. „Hægt og rólega er þetta að koma.“ Samningar sem náðust á milli samninganefnda sveitarfélaganna og níu félaga Bandalags háskólamanna (BHM)og skrifað var undir á mánudagsmorgun sýna þó að skjótt getur skipast veður í lofti í viðræðunum. Fram undir síðustu viku var fremur þungt hljóð í fólki hjá BHM og rætt um að skoða aðgerðir vegna þess að kjaraviðræðurnar hefðu dregist úr hömlu. Þá sagðist Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, „hæfilega bjartsýn“ á framhaldið um miðja síðustu viku, en sagði viðræður þó þokast áfram.Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðingaPáll Halldórsson, formaður samninganefndar BHM, segir hlutina svo hafa smollið aðfaranótt mánudags. Félög BHM sem semja við sveitarfélögin eru Dýralæknafélag Íslands, Félag íslenskra félagsvísindamanna, Félag íslenskra náttúrufræðinga, Félagsráðgjafafélag Íslands, Fræðagarður, Iðjuþjálfafélag Íslands, Sálfræðingafélag Íslands, Stéttarfélag bókasafns- og upplýsingafræðinga og Þroskaþjálfafélag Íslands. Nýr samningur verður nú kynntur félagsmönnum og kosið um hann, en fram kemur á vef BHM að tilkynna þurfi niðurstöðu kosninga um samninginn ekki síðar en fimmta apríl næstkomandi. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 23. mars. Kjaramál Tengdar fréttir Sjúkraliðar boða allsherjarverkfall Öldrunar- og hjúkrunarþjónusta á vegum sveitarfélaga landsins raskast í byrjun apríl komi til verkfalls sjúkraliða. Verkfall samþykkt með 97 prósentum atkvæða. 15. mars 2016 07:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira
„Það hefur enginn fundur verið haldinn síðan við tilkynntum um verkfall,“ segir Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands (SLFÍ), um stöðuna í kjaraviðræðum félagsins við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga. Sjúkraliðar samþykktu boðun verkfalls um miðjan mánuðinn. „Ríkissáttasemjari ákvað að ekki væri ástæða til að vera með fund fyrr en hálfum mánuði síðar, sem er 30. mars, rétt eftir páskana,“ segir Kristín. Nýundirritaður samningur sveitarfélaganna við BHM hafi engu breytt um það. „Það hefur ekkert heyrst í þeim.“ Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir stöðuna óbreytta í viðræðum félagsins við sveitarfélögin, viðræður standi yfir. Þá séu hjúkrunarfræðingar að svo stöddu ekkert farnir að velta fyrir sér hugsanlegum aðgerðum til að þrýsta á um samning.Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands„Ætli það fari ekki að ganga hraðar núna en verið hefur hingað til,“ segir Ólafur, línur séu að skýrast í viðræðunum. „Hægt og rólega er þetta að koma.“ Samningar sem náðust á milli samninganefnda sveitarfélaganna og níu félaga Bandalags háskólamanna (BHM)og skrifað var undir á mánudagsmorgun sýna þó að skjótt getur skipast veður í lofti í viðræðunum. Fram undir síðustu viku var fremur þungt hljóð í fólki hjá BHM og rætt um að skoða aðgerðir vegna þess að kjaraviðræðurnar hefðu dregist úr hömlu. Þá sagðist Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, „hæfilega bjartsýn“ á framhaldið um miðja síðustu viku, en sagði viðræður þó þokast áfram.Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðingaPáll Halldórsson, formaður samninganefndar BHM, segir hlutina svo hafa smollið aðfaranótt mánudags. Félög BHM sem semja við sveitarfélögin eru Dýralæknafélag Íslands, Félag íslenskra félagsvísindamanna, Félag íslenskra náttúrufræðinga, Félagsráðgjafafélag Íslands, Fræðagarður, Iðjuþjálfafélag Íslands, Sálfræðingafélag Íslands, Stéttarfélag bókasafns- og upplýsingafræðinga og Þroskaþjálfafélag Íslands. Nýr samningur verður nú kynntur félagsmönnum og kosið um hann, en fram kemur á vef BHM að tilkynna þurfi niðurstöðu kosninga um samninginn ekki síðar en fimmta apríl næstkomandi. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 23. mars.
Kjaramál Tengdar fréttir Sjúkraliðar boða allsherjarverkfall Öldrunar- og hjúkrunarþjónusta á vegum sveitarfélaga landsins raskast í byrjun apríl komi til verkfalls sjúkraliða. Verkfall samþykkt með 97 prósentum atkvæða. 15. mars 2016 07:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira
Sjúkraliðar boða allsherjarverkfall Öldrunar- og hjúkrunarþjónusta á vegum sveitarfélaga landsins raskast í byrjun apríl komi til verkfalls sjúkraliða. Verkfall samþykkt með 97 prósentum atkvæða. 15. mars 2016 07:00