Vill endurnýja forystu Samfylkingarinnar Snærós Sindradóttir skrifar 12. mars 2016 00:01 Magnús Orri Schram er búinn að koma sér vel fyrir í Kópavogi með börnum, eiginkonu og hundum. Þessa dagana fer mikill tími í að hlúa að átta nýfæddum hvolpum sem tík heimilisins gaut. VÍSIR/stefán Það þarf endurnýjun í þingflokki Samfylkingarinnar,“ segir Magnús Orri Schram, fyrrum þingmaður Samfylkingarinnar og ráðgjafi hjá Capacent. Magnús sat á þingi á síðasta kjörtímabili og var meðal annars varaformaður viðskiptanefndar. Hann býður sig fram til formanns flokksins eftir margar áskoranir flokksmanna. „Þegar fólk fór að hringja sagði ég nei í fyrstu, ég var ekki í þessum pælingum. Svo þegar hringingarnar fóru að ágerast þá varð svarið: „Ég er til í þetta ef þið komið líka.“ Það breytist ekkert með einum manni sem situr á stól heldur þurfum við að vera hópur af fólki. Ég er í raun og veru að segja að ef okkur tekst að breyta þá kemur fullt af fólki með. Ég finn það að að baki mér stendur fólk sem þyrstir í breytingar. Ég hef trú á því að þetta unga fólk muni ná miklum árangri í prófkjörum. Við þurfum blöndu af reynslu og ferskum blæ.“ Magnús segir að Samfylkinguna vanti traust og þurfi að skýra stefnuna betur. „Ég tel að stór hluti fólks sé að miklu leyti sammála okkur. Fólk sem ég hitti spyr mig fyrir hvað við stöndum. Það þarf að meitla skilaboðin og hafa það alveg skýrt fyrir hverju við erum að berjast. Hvaða flokkur leggur jöfnum höndum áherslu á velferðarmál og verðmætasköpun, er grænn, vill samkeppni, vill útboð á aflaheimildum, vill horfa til útlanda og er ófeiminn við það, vill nálgast flóttamenn og berst fyrir jafnrétti? Ég held að það sé enginn annar flokkur sem tikkar í öll þau box. Ég er grænn femínisti sem kemur úr atvinnulífinu. Ég veit að þaðan koma peningarnir til þess að borga fyrir velferðina. En verðmætasköpunin gengur ekki upp án þess að það sé velferðarkerfi sem menntar börnin og grípur mann þegar maður veikist. Ef við getum komið þessu á framfæri þá veitir fólkið okkur traust á nýjan leik. Ég held að þar sé fullt af tækifærum.“KR-ingur úr KraganumMagnús Orri býr í Kópavogi en er alinn upp á Álftanesi. Hann spilaði knattspyrnu með KR frá því hann var krakki og fram á fullorðinsár, meðal annars sem fyrirliði liðsins. „Eftir að ég hætti í boltanum hef ég verið að hlaupa maraþon og svo hljóp ég Laugaveginn. Það er mikil svölun, mætti jafnvel kalla fróun, að hlaupa úti með hundana og finna hvað það gerir líkamanum og andlegu hliðinni gott. Þegar ég hleyp er ég að hugsa og velta fyrir mér hlutunum sem er ofboðslega gott og gefandi.“ Hann segist hlusta töluvert á tónlist á hlaupunum. „Ég er með hálf skrýtinn tónlistarsmekk því ég blanda öllu saman. Allt frá splunkunýrri íslenskri tónlist og í gamla sálarmúsík. Ef ég heyri gott lag þá hendi ég því á hlaupalagalistann. Ég er með allt frá Mammút til Pauls Weller og Bobs Dylan og frá Sam Smith til Ninu Simone og Joni Mitchell. En svo er ég að fara í gegnum Bowie-tímabil núna eins og svo margir.“ Eftir grunnskóla lá leiðin í MH, sem Magnús segir að hafi verið hálfgerð uppreisn frá Garðabænum. Áður en hann fór að læra sagnfræði við Háskóla Íslands fór hann í bakpokaferðalag um Austur-Evrópu og svo vann hann í fiski í Bolungarvík. „Það var hrikalega skemmtilegt og ég eignaðist fullt af nýjum vinum. Mér fannst nauðsynlegt að prófa að vinna í fiski og vita út á hvað það gengur.“Stoltur af eiginkonunni Í háskólanum tók Magnús þátt í stúdentapólitíkinni með Röskvu og kynntist þar eiginkonu sinni, Herdísi Hallmarsdóttur. Herdís átti þá eins og hálfs árs dóttur, Sigríði Maríu Egilsdóttur, sem hefur vakið mikla athygli fyrir baráttu sína fyrir menntun stúlkna. Sigríður hefur meðal annars talað fyrir jafnrétti á ráðstefnu BBC sem heitir 100 Women. „Ég lít á hana sem mína eigin dóttur. Hún er alveg hrikalega flott,“ segir Magnús. Þau hjónin eiga saman soninn Hallmar Orra sem er á fyrsta ári við Kvennaskólann. Herdís, eiginkona Magnúsar, sat í slitastjórn Landsbankans. „Hún tók að sér ásamt hópi fólks að leiða til lykta eitt allra stærsta gjaldþrot sögunnar. Hún er búin að vinna að því baki brotnu í sjö ár og ég er ofboðslega stoltur af því sem hún er að gera. Ég ætla ekki að draga neina fjöður yfir það. Konan mín hefur unnið þrekvirki á þessum vettvangi, meðal annars með því að safna upp í IceSave-skuldina.“ Mikil gagnrýni hefur ríkt á há laun slitastjórnarmanna og Magnús segist að sumu leyti skilja það. „Ég nálgast jafnaðarstefnuna þannig að það eigi að vera frelsi til athafna og ef það gengur vel þá áttu að leggja meira til samfélagsins. Það hefur hún sannarlega gert. Gleymum því ekki að það eru útlendingar sem borga kaupið hennar og það er ekki tekið af íslenskum fjármunum. Ég er ofsalega stoltur af því hvernig hún hefur höndlað þetta verkefni sem henni var treysti fyrir.“ Herdís tók meðal annars þátt í því að verja neyðarlögin fyrir Hæstarétti. „Við eigum öll gríðarlega mikið undir því. Ég efast um að það hafi verið meiri fjárhagslegir hagsmunir í neinu dómsmáli sem hefur verið rekið fyrir íslenskum dómstólum.“„Það er gott að fullt af fólki sé að senda stjórnmálamönnum skilaboð um ný og betri vinnubrögð.“Vísir/StefánRíkir eiga að leggja meira tilMagnús sækist eftir formennsku í Samfylkingunni og mun í kjölfarið falast eftir stuðningi á þing. „Formaður í stjórnmálaflokki á að vera á þingi. Ég er hins vegar þeirrar skoðunar að ráðherrar eigi ekki að sitja á þingi.“ Hann segist verða öðruvísi þingmaður en síðast. „Ég fór í frí og með meðvituðum hætti hef ég haldið mig frá þingsalnum. Ég finn það núna að þegar ég var þarna þá gekk ég einhvern veginn kerfinu á hönd. Nú mun ég miklu fremur spyrja spurninga sem ég gerði ekki þegar ég fór inn fyrst. Barnið spyr spurningar um keisarann sem er ekki í neinum fötum." „Ef ég fer inn í pólitík aftur og það er vilji til að taka á móti þessum hugmyndum og pælingum sem ég legg fram þá held ég að ég verði betri þingmaður en ég var. Það er bæði blanda af reynslu sem ég fékk þegar ég kynntist þessum vinnubrögðum en svo fékk ég góða fjarlægð líka. Mig langar ekki að fara aftur í sömu fötin." „Ég held að fólk vilji sjá jafnvægi á milli verðmætasköpunar og velferðar. Það vill ekki ójafna skiptingu á tekjunum og það vill nútímavæða ákvarðanatökuna. Ríkasta prósentið á að borga hærri skatta og við eigum að lækka skatta á venjulega fólkið." „Ég held að umhverfismál séu sífellt stærri hluti af því sem fólk vill leggja upp úr. Umhverfismál eru í raun atvinnumál og þau eru ekki einkamál Vinstri grænna. Forsenda allrar verðmætasköpunar í landinu er náttúran. Fiskurinn, orkan, náttúran og ferðamaðurinn – þetta byggir allt á umhverfisvernd. Ef þetta væri spurning um tekjur og störf þá ættum við öll að vera græn,“ segir Magnús.Ferðaþjónustan þarf stýringu„Ef við náum að gera miðhálendið að þjóðgarði þá erum við að vinna stórkostlega sigra í þágu umhverfisverndar,“ segir Magnús. Hann leggur áherslu á að ferðaþjónustan stóli á umhverfisverndina. „Ég hef í raun og veru áhyggjur af ferðaþjónustunni. Áður en ég fór á þing vann ég í Bláa lóninu og lærði mikið því þar voru stjórnendur sem skildu mikilvægi þess að leggja áherslu á gæði en ekki magn. Svo var komið á þann tímapunkt að ásóknin var svo mikil að upplifun ferðamannsins var ekki nógu góð. Hvað gerðu þeir þá? Þeir tóku upp fyrirframbókanir, fækkuðu fólkinu en dreifðu því meira yfir árið. Frábær pæling.“ Ótrúlegt sé hversu illa hafi gengið að byggja upp innviði og öryggismál á ferðamannastöðum. „Við eigum að fara í betri stýringu og flokka áfangastaðina þannig að sumir áfangastaðir séu með mikla þjónustu og geti tekið á móti miklum massa en aðrir áfangastaðir séu með litla þjónustu og þannig að við förum ekki að brúa árnar, eins og til dæmis fjallaskálarnir. Við eigum að fara í gjaldtöku með komugjöldum, gistináttagjöldum og aðgangseyri. Ég held að það sé best að fara blandaða leið. Þú átt hins vegar ekki að láta Íslendinginn greiða.“ Þetta vill Magnús gera með því að milliliðir ferðamanna við áfangastaðina innheimti gjaldið hverju sinni. Íslendingar þyrftu eftir sem áður að panta tíma á hina ýmsu ferðamannastaði eða í fjölförnustu gönguleiðirnar. Þannig mætti stýra fjöldanum sem er á svæðinu hverju sinni og koma í veg fyrir að upplifun ferðamannsins sé neikvæð. „Ef við gerum þetta ekki verður Ísland Benidorm-vætt land og sterkasta atvinnugrein þjóðarinnar í dag mun verða í miklum vandræðum.“Magnús segir það góða reglu að ef fimmtán prósent þjóðarinnar fari fram á þjóðaratkvæðagreiðslu verði málið tekið fyrir og vill heimfæra það inn í starf Samfylkingarinnar.Vísir/StefánPíratar að breyta til góðsSamkvæmt nýjustu skoðanakönnun Fréttablaðsins er fylgi Samfylkingar í kringum 8 prósent. Fylgi Pírata heldur aftur á móti áfram að vera tæp fjörutíu prósent. Magnús segist vona að þetta muni breyta stjórnmálunum til hins betra. „Það er gott að fullt af fólki sé að senda stjórnmálamönnum skilaboð um ný og betri vinnubrögð, heiðarleika, auðmýkt og allt það sem mér finnst að stjórnmálin eigi að litast af. Í raun og veru snúast stjórnmálin um það hvort þú hafir eitthvað að segja og hvort fólk treysti þér til að klára það sem þú segist ætla að gera.“ Hann segir stjórnarskrárferlið vera leið til að taka utan um háværa kröfu um breytingar. „Við eigum að taka völd frá Alþingi til almennings. Fólk er orðið upplýst og vill taka virkari þátt í ákvarðanatökunni. Það þýðir ekki að spyrja spurninganna á fjögurra ára fresti heldur þarf að gera það miklu oftar og tíðar.“ Magnús segir það góða reglu að ef fimmtán prósent þjóðarinnar fari fram á þjóðaratkvæðagreiðslu verði málið tekið fyrir og vill heimfæra það inn í starf Samfylkingarinnar. „Ef fimmtán prósent flokksmanna Samfylkingar óska eftir kosningu þá vil ég að það mál verði tekið til atkvæðagreiðslu. Þannig opnum við ferlið til ákvarðanatöku innan flokksins líka. Auðvitað eru þingmenn bundnir af sannfæringu sinni einni en við vitum það hins vegar í raun og sann að þeir verða að hlusta á flokksmenn. Ég held að þetta verði mjög hollt fyrir lýðræðið og umræðuna. Við eigum að tappa af þessari visku sem býr í fjöldanum en ekki loka okkur inni í húsi við Austurvöll.“„Við eigum að móta hér heilbrigðisþjónustu sem er ókeypis.“Vísir/StefánHeilbrigðiskerfið í forgangiTengdafaðir Magnúsar Orra, Hallmar Sigurðsson leikstjóri, lést í janúar úr krabbameini. „Þess vegna er ég svona upptekinn af heilbrigðiskerfinu. Við vorum á Landspítalanum meira og minna á meðan hann gekk í gegnum sína erfiðu sjúkdómslegu. Þar fékk ég djúpan skilning á því hvað spítalinn er hart keyrður, hvað álagið er gríðarlegt á starfsfólk og hvað aðstaðan er óviðunandi.“ Magnús segir óforsvaranlegt hversu dýrt það er fyrir fólk að veikjast. „Við eigum að móta hér heilbrigðisþjónustu sem er ókeypis. Við þurfum að byggja nýjan spítala og endurreisa heilsugæsluna. Mér finnst fáránlegt að við séum að láta veika fólkið borga fyrir eitthvað sem við hin ættum að leggja til í gegnum samneysluna. Við höfum alveg efni á þessu og það eru til peningar í þessu þjóðfélagi til að taka þetta skref.“Klúðrið á síðasta kjörtímabiliMagnús Orri sat á þingi eitt kjörtímabil í kjölfar hrunsins. „Kjörtímabilið 2009 til 2013 færðumst við of mikið í fang. Við áttum ekki að vera svona upptekin af því að það væri bara eitt kjörtímabil sem við hefðum til að gera þessa hluti. Ef við hefðum fækkað atriðunum er ég viss um að það hefði gengið betur. „Við hefðum átt að taka fleiri að stjórninni og treysta grundvöll hennar. Stjórnin var í raun og veru orðin minnihlutastjórn og allt of erfitt að koma öllu í gegn.“ Eitt það mál sem Magnús er stoltastur yfir eru kynjakvótar í stjórnum fyrirtækja. „Sennurnar sem maður tók í þinginu við andstæðinga stjórnarinnar og atvinnulífið til að berjast fyrir þessu réttlætismáli. Í dag eru allir búnir að átta sig á því að þetta var frábært mál. Það er hægt að gera eitthvað og breyta einhverju.“ Hann segist ekki vilja staðfesta kosningabandalag á vinstrivængnum eins og Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hefur talað fyrir. „Ég horfi á þetta svona: Fyrsta verkefnið er að Samfylkingin nái utan um það hver hún er, hvað hún ætli að gera og hvernig hún ætli að gera það. Hún hefur ekki mikinn tíma til þess. Það getur vel verið að það komi til kosningabandalags eftir það en mér finnst það ekki aðalatriðið.“ Magnús segir koma til greina að vinna með öllum flokkum. „Við ætlum að breyta kvótanum og bjóða út aflaheimildir, spyrja þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort við eigum að sækja um ESB, móta heilbrigðisþjónustu sem er ókeypis, breyta húsnæðiskerfinu fyrir unga fólkið, hækka skatta á ríka fólkið og lækka skatta á venjulega fólkið og við ætlum að búa til þjóðgarð á miðhálendinu. Svo getum við skoðað hvort Sjálfstæðisflokkurinn vill vinna með okkur, eða hvort Viðreisn, VG eða Björt framtíð vilji vinna með okkur. Ég er miklu uppteknari af því að við gerum þetta svona en sjáum svo til hverjir vilja vinna með okkur.“ Mest lesið Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjá meira
Það þarf endurnýjun í þingflokki Samfylkingarinnar,“ segir Magnús Orri Schram, fyrrum þingmaður Samfylkingarinnar og ráðgjafi hjá Capacent. Magnús sat á þingi á síðasta kjörtímabili og var meðal annars varaformaður viðskiptanefndar. Hann býður sig fram til formanns flokksins eftir margar áskoranir flokksmanna. „Þegar fólk fór að hringja sagði ég nei í fyrstu, ég var ekki í þessum pælingum. Svo þegar hringingarnar fóru að ágerast þá varð svarið: „Ég er til í þetta ef þið komið líka.“ Það breytist ekkert með einum manni sem situr á stól heldur þurfum við að vera hópur af fólki. Ég er í raun og veru að segja að ef okkur tekst að breyta þá kemur fullt af fólki með. Ég finn það að að baki mér stendur fólk sem þyrstir í breytingar. Ég hef trú á því að þetta unga fólk muni ná miklum árangri í prófkjörum. Við þurfum blöndu af reynslu og ferskum blæ.“ Magnús segir að Samfylkinguna vanti traust og þurfi að skýra stefnuna betur. „Ég tel að stór hluti fólks sé að miklu leyti sammála okkur. Fólk sem ég hitti spyr mig fyrir hvað við stöndum. Það þarf að meitla skilaboðin og hafa það alveg skýrt fyrir hverju við erum að berjast. Hvaða flokkur leggur jöfnum höndum áherslu á velferðarmál og verðmætasköpun, er grænn, vill samkeppni, vill útboð á aflaheimildum, vill horfa til útlanda og er ófeiminn við það, vill nálgast flóttamenn og berst fyrir jafnrétti? Ég held að það sé enginn annar flokkur sem tikkar í öll þau box. Ég er grænn femínisti sem kemur úr atvinnulífinu. Ég veit að þaðan koma peningarnir til þess að borga fyrir velferðina. En verðmætasköpunin gengur ekki upp án þess að það sé velferðarkerfi sem menntar börnin og grípur mann þegar maður veikist. Ef við getum komið þessu á framfæri þá veitir fólkið okkur traust á nýjan leik. Ég held að þar sé fullt af tækifærum.“KR-ingur úr KraganumMagnús Orri býr í Kópavogi en er alinn upp á Álftanesi. Hann spilaði knattspyrnu með KR frá því hann var krakki og fram á fullorðinsár, meðal annars sem fyrirliði liðsins. „Eftir að ég hætti í boltanum hef ég verið að hlaupa maraþon og svo hljóp ég Laugaveginn. Það er mikil svölun, mætti jafnvel kalla fróun, að hlaupa úti með hundana og finna hvað það gerir líkamanum og andlegu hliðinni gott. Þegar ég hleyp er ég að hugsa og velta fyrir mér hlutunum sem er ofboðslega gott og gefandi.“ Hann segist hlusta töluvert á tónlist á hlaupunum. „Ég er með hálf skrýtinn tónlistarsmekk því ég blanda öllu saman. Allt frá splunkunýrri íslenskri tónlist og í gamla sálarmúsík. Ef ég heyri gott lag þá hendi ég því á hlaupalagalistann. Ég er með allt frá Mammút til Pauls Weller og Bobs Dylan og frá Sam Smith til Ninu Simone og Joni Mitchell. En svo er ég að fara í gegnum Bowie-tímabil núna eins og svo margir.“ Eftir grunnskóla lá leiðin í MH, sem Magnús segir að hafi verið hálfgerð uppreisn frá Garðabænum. Áður en hann fór að læra sagnfræði við Háskóla Íslands fór hann í bakpokaferðalag um Austur-Evrópu og svo vann hann í fiski í Bolungarvík. „Það var hrikalega skemmtilegt og ég eignaðist fullt af nýjum vinum. Mér fannst nauðsynlegt að prófa að vinna í fiski og vita út á hvað það gengur.“Stoltur af eiginkonunni Í háskólanum tók Magnús þátt í stúdentapólitíkinni með Röskvu og kynntist þar eiginkonu sinni, Herdísi Hallmarsdóttur. Herdís átti þá eins og hálfs árs dóttur, Sigríði Maríu Egilsdóttur, sem hefur vakið mikla athygli fyrir baráttu sína fyrir menntun stúlkna. Sigríður hefur meðal annars talað fyrir jafnrétti á ráðstefnu BBC sem heitir 100 Women. „Ég lít á hana sem mína eigin dóttur. Hún er alveg hrikalega flott,“ segir Magnús. Þau hjónin eiga saman soninn Hallmar Orra sem er á fyrsta ári við Kvennaskólann. Herdís, eiginkona Magnúsar, sat í slitastjórn Landsbankans. „Hún tók að sér ásamt hópi fólks að leiða til lykta eitt allra stærsta gjaldþrot sögunnar. Hún er búin að vinna að því baki brotnu í sjö ár og ég er ofboðslega stoltur af því sem hún er að gera. Ég ætla ekki að draga neina fjöður yfir það. Konan mín hefur unnið þrekvirki á þessum vettvangi, meðal annars með því að safna upp í IceSave-skuldina.“ Mikil gagnrýni hefur ríkt á há laun slitastjórnarmanna og Magnús segist að sumu leyti skilja það. „Ég nálgast jafnaðarstefnuna þannig að það eigi að vera frelsi til athafna og ef það gengur vel þá áttu að leggja meira til samfélagsins. Það hefur hún sannarlega gert. Gleymum því ekki að það eru útlendingar sem borga kaupið hennar og það er ekki tekið af íslenskum fjármunum. Ég er ofsalega stoltur af því hvernig hún hefur höndlað þetta verkefni sem henni var treysti fyrir.“ Herdís tók meðal annars þátt í því að verja neyðarlögin fyrir Hæstarétti. „Við eigum öll gríðarlega mikið undir því. Ég efast um að það hafi verið meiri fjárhagslegir hagsmunir í neinu dómsmáli sem hefur verið rekið fyrir íslenskum dómstólum.“„Það er gott að fullt af fólki sé að senda stjórnmálamönnum skilaboð um ný og betri vinnubrögð.“Vísir/StefánRíkir eiga að leggja meira tilMagnús sækist eftir formennsku í Samfylkingunni og mun í kjölfarið falast eftir stuðningi á þing. „Formaður í stjórnmálaflokki á að vera á þingi. Ég er hins vegar þeirrar skoðunar að ráðherrar eigi ekki að sitja á þingi.“ Hann segist verða öðruvísi þingmaður en síðast. „Ég fór í frí og með meðvituðum hætti hef ég haldið mig frá þingsalnum. Ég finn það núna að þegar ég var þarna þá gekk ég einhvern veginn kerfinu á hönd. Nú mun ég miklu fremur spyrja spurninga sem ég gerði ekki þegar ég fór inn fyrst. Barnið spyr spurningar um keisarann sem er ekki í neinum fötum." „Ef ég fer inn í pólitík aftur og það er vilji til að taka á móti þessum hugmyndum og pælingum sem ég legg fram þá held ég að ég verði betri þingmaður en ég var. Það er bæði blanda af reynslu sem ég fékk þegar ég kynntist þessum vinnubrögðum en svo fékk ég góða fjarlægð líka. Mig langar ekki að fara aftur í sömu fötin." „Ég held að fólk vilji sjá jafnvægi á milli verðmætasköpunar og velferðar. Það vill ekki ójafna skiptingu á tekjunum og það vill nútímavæða ákvarðanatökuna. Ríkasta prósentið á að borga hærri skatta og við eigum að lækka skatta á venjulega fólkið." „Ég held að umhverfismál séu sífellt stærri hluti af því sem fólk vill leggja upp úr. Umhverfismál eru í raun atvinnumál og þau eru ekki einkamál Vinstri grænna. Forsenda allrar verðmætasköpunar í landinu er náttúran. Fiskurinn, orkan, náttúran og ferðamaðurinn – þetta byggir allt á umhverfisvernd. Ef þetta væri spurning um tekjur og störf þá ættum við öll að vera græn,“ segir Magnús.Ferðaþjónustan þarf stýringu„Ef við náum að gera miðhálendið að þjóðgarði þá erum við að vinna stórkostlega sigra í þágu umhverfisverndar,“ segir Magnús. Hann leggur áherslu á að ferðaþjónustan stóli á umhverfisverndina. „Ég hef í raun og veru áhyggjur af ferðaþjónustunni. Áður en ég fór á þing vann ég í Bláa lóninu og lærði mikið því þar voru stjórnendur sem skildu mikilvægi þess að leggja áherslu á gæði en ekki magn. Svo var komið á þann tímapunkt að ásóknin var svo mikil að upplifun ferðamannsins var ekki nógu góð. Hvað gerðu þeir þá? Þeir tóku upp fyrirframbókanir, fækkuðu fólkinu en dreifðu því meira yfir árið. Frábær pæling.“ Ótrúlegt sé hversu illa hafi gengið að byggja upp innviði og öryggismál á ferðamannastöðum. „Við eigum að fara í betri stýringu og flokka áfangastaðina þannig að sumir áfangastaðir séu með mikla þjónustu og geti tekið á móti miklum massa en aðrir áfangastaðir séu með litla þjónustu og þannig að við förum ekki að brúa árnar, eins og til dæmis fjallaskálarnir. Við eigum að fara í gjaldtöku með komugjöldum, gistináttagjöldum og aðgangseyri. Ég held að það sé best að fara blandaða leið. Þú átt hins vegar ekki að láta Íslendinginn greiða.“ Þetta vill Magnús gera með því að milliliðir ferðamanna við áfangastaðina innheimti gjaldið hverju sinni. Íslendingar þyrftu eftir sem áður að panta tíma á hina ýmsu ferðamannastaði eða í fjölförnustu gönguleiðirnar. Þannig mætti stýra fjöldanum sem er á svæðinu hverju sinni og koma í veg fyrir að upplifun ferðamannsins sé neikvæð. „Ef við gerum þetta ekki verður Ísland Benidorm-vætt land og sterkasta atvinnugrein þjóðarinnar í dag mun verða í miklum vandræðum.“Magnús segir það góða reglu að ef fimmtán prósent þjóðarinnar fari fram á þjóðaratkvæðagreiðslu verði málið tekið fyrir og vill heimfæra það inn í starf Samfylkingarinnar.Vísir/StefánPíratar að breyta til góðsSamkvæmt nýjustu skoðanakönnun Fréttablaðsins er fylgi Samfylkingar í kringum 8 prósent. Fylgi Pírata heldur aftur á móti áfram að vera tæp fjörutíu prósent. Magnús segist vona að þetta muni breyta stjórnmálunum til hins betra. „Það er gott að fullt af fólki sé að senda stjórnmálamönnum skilaboð um ný og betri vinnubrögð, heiðarleika, auðmýkt og allt það sem mér finnst að stjórnmálin eigi að litast af. Í raun og veru snúast stjórnmálin um það hvort þú hafir eitthvað að segja og hvort fólk treysti þér til að klára það sem þú segist ætla að gera.“ Hann segir stjórnarskrárferlið vera leið til að taka utan um háværa kröfu um breytingar. „Við eigum að taka völd frá Alþingi til almennings. Fólk er orðið upplýst og vill taka virkari þátt í ákvarðanatökunni. Það þýðir ekki að spyrja spurninganna á fjögurra ára fresti heldur þarf að gera það miklu oftar og tíðar.“ Magnús segir það góða reglu að ef fimmtán prósent þjóðarinnar fari fram á þjóðaratkvæðagreiðslu verði málið tekið fyrir og vill heimfæra það inn í starf Samfylkingarinnar. „Ef fimmtán prósent flokksmanna Samfylkingar óska eftir kosningu þá vil ég að það mál verði tekið til atkvæðagreiðslu. Þannig opnum við ferlið til ákvarðanatöku innan flokksins líka. Auðvitað eru þingmenn bundnir af sannfæringu sinni einni en við vitum það hins vegar í raun og sann að þeir verða að hlusta á flokksmenn. Ég held að þetta verði mjög hollt fyrir lýðræðið og umræðuna. Við eigum að tappa af þessari visku sem býr í fjöldanum en ekki loka okkur inni í húsi við Austurvöll.“„Við eigum að móta hér heilbrigðisþjónustu sem er ókeypis.“Vísir/StefánHeilbrigðiskerfið í forgangiTengdafaðir Magnúsar Orra, Hallmar Sigurðsson leikstjóri, lést í janúar úr krabbameini. „Þess vegna er ég svona upptekinn af heilbrigðiskerfinu. Við vorum á Landspítalanum meira og minna á meðan hann gekk í gegnum sína erfiðu sjúkdómslegu. Þar fékk ég djúpan skilning á því hvað spítalinn er hart keyrður, hvað álagið er gríðarlegt á starfsfólk og hvað aðstaðan er óviðunandi.“ Magnús segir óforsvaranlegt hversu dýrt það er fyrir fólk að veikjast. „Við eigum að móta hér heilbrigðisþjónustu sem er ókeypis. Við þurfum að byggja nýjan spítala og endurreisa heilsugæsluna. Mér finnst fáránlegt að við séum að láta veika fólkið borga fyrir eitthvað sem við hin ættum að leggja til í gegnum samneysluna. Við höfum alveg efni á þessu og það eru til peningar í þessu þjóðfélagi til að taka þetta skref.“Klúðrið á síðasta kjörtímabiliMagnús Orri sat á þingi eitt kjörtímabil í kjölfar hrunsins. „Kjörtímabilið 2009 til 2013 færðumst við of mikið í fang. Við áttum ekki að vera svona upptekin af því að það væri bara eitt kjörtímabil sem við hefðum til að gera þessa hluti. Ef við hefðum fækkað atriðunum er ég viss um að það hefði gengið betur. „Við hefðum átt að taka fleiri að stjórninni og treysta grundvöll hennar. Stjórnin var í raun og veru orðin minnihlutastjórn og allt of erfitt að koma öllu í gegn.“ Eitt það mál sem Magnús er stoltastur yfir eru kynjakvótar í stjórnum fyrirtækja. „Sennurnar sem maður tók í þinginu við andstæðinga stjórnarinnar og atvinnulífið til að berjast fyrir þessu réttlætismáli. Í dag eru allir búnir að átta sig á því að þetta var frábært mál. Það er hægt að gera eitthvað og breyta einhverju.“ Hann segist ekki vilja staðfesta kosningabandalag á vinstrivængnum eins og Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hefur talað fyrir. „Ég horfi á þetta svona: Fyrsta verkefnið er að Samfylkingin nái utan um það hver hún er, hvað hún ætli að gera og hvernig hún ætli að gera það. Hún hefur ekki mikinn tíma til þess. Það getur vel verið að það komi til kosningabandalags eftir það en mér finnst það ekki aðalatriðið.“ Magnús segir koma til greina að vinna með öllum flokkum. „Við ætlum að breyta kvótanum og bjóða út aflaheimildir, spyrja þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort við eigum að sækja um ESB, móta heilbrigðisþjónustu sem er ókeypis, breyta húsnæðiskerfinu fyrir unga fólkið, hækka skatta á ríka fólkið og lækka skatta á venjulega fólkið og við ætlum að búa til þjóðgarð á miðhálendinu. Svo getum við skoðað hvort Sjálfstæðisflokkurinn vill vinna með okkur, eða hvort Viðreisn, VG eða Björt framtíð vilji vinna með okkur. Ég er miklu uppteknari af því að við gerum þetta svona en sjáum svo til hverjir vilja vinna með okkur.“
Mest lesið Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjá meira