Íslenski boltinn

Nýir leikmenn með mikil áhrif

Óskar Ófeigur Jónsson og Tómas Þór Þórðarson skrifa
Indriði Sigurðsson er einn af nýju mönnunum í Pepsi-deildinni næsta sumar.
Indriði Sigurðsson er einn af nýju mönnunum í Pepsi-deildinni næsta sumar. vísir/vilhelm
Leikmannamarkaður Pepsi-deildar karla hefur verið líflegur í vetur og margir sterkir leikmenn munu klæðast nýjum búningum í sumar.

Fréttablaðið hefur farið yfir félagsskiptin sem hafa verið staðfest og flokkað þau niður eftir mögulegum áhrifum sem leikmennirnir munu hafa innan sinna nýju liða.

KR-ingar kræktu sér í tvo af fjórum öflugustu leikmönnunum en þeir misstu líka einn í Víking og misstu ennfremur af gömlum félaga í Stjörnuna.

Það hefur verið mikið í gangi í kringum KR í vetur eftir vonbrigði síðasta sumars og KR-ingar á förum eða nýir KR-ingar eru mjög áberandi í samantekt okkar.

FH-ingar urðu Íslandsmeistarar síðasta sumar og þeir hafa lagt ofurkapp á að styrkja varnarlínu sína. Stjarnan hefur einnig gert góð kaup í vetur og fleiri lið hafa einnig nýja menn sem eru líklegir til afreka.

Við flokkum athyglisverðustu félagaskiptin í fjóra flokka og það er vert að taka það fram að hér eru aðeins teknir fyrir leikmenn sem hafa spilað á Íslandi áður.

Það eru líka nýir erlendir leikmenn á leiðinni í deildina og þeir eru ekki hluti af þessari samantekt.

Hér má sjá umfjöllunina í Fréttablaðinu í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×