Hlutabréf í Evrópu og Asíu hafa hækkað það sem af er degi. Eftir miklar hækkanir í Evrópu á föstudag hafa hlutabréf þar haldið áfram að hækka í morgun.
Dax vísitalan í Evrópu hefur hækkað um 1,6 prósent það sem af er degi, en FTSE 100 í London hefur hækkað um 0,6 prósent.
Við lokun markaða í Asíu hafði Nikkei 225 vísitalan í Japan hækkað um 1,74 prósent, en Shanghai vísitalan um 1,75 prósent.
Hlutabréf halda áfram að hækka

Tengdar fréttir

Markaðir komnir í ró
Síðustu mánuði hafa hlutabréfavísitölur í Evrópu og Bandaríkjunum hækkað um rúmlega tíu prósent og markaðir í Asíu tekið við sér eftir miklar lægðir.