Sjúkraliðar boða allsherjarverkfall Óli Kristján Ármannsson skrifar 15. mars 2016 07:00 Sjúkraliðar hafa þurft að hafa fyrir kjarabótum sínum. Hér talar Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður SLFÍ, á baráttufundi, þegar yfir stóðu verkföll sjúkraliða og fólks í SFR, í kjarabaráttu við ríkið í fyrrahaust. vísir/anton brink Samþykkt hefur verið allsherjarverkfall sjúkraliða hjá sveitarfélögum landsins frá fjórða apríl takist ekki samningar fyrir þann tíma. Undir er þjónusta sjúkraliða um allt landið þar sem sveitarfélög reka öldrunar- og hjúkrunarþjónustu, auk félagsþjónustu sem sjúkraliðar vinna við. Stærstu stofnanirnar sem verkfall myndi ná til eru Síða á Akureyri, Brákarhlíð í Borgarfirði, Höfði á Akranesi og Ísafold í Garðabæ, segir Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands (SLFÍ). Þjónusta í Reykjavík raskast ekki, en borgin semur beint við sína viðsemjendur. Samningur sjúkraliða og Reykjavíkurborgar var undirritaður 16. desember síðastliðinn. Af þeim 180 sem þátt tóku samþykktu 175, eða rúm 97 prósent, verkfallsaðgerðir í kosningu Sjúkraliðafélags Íslands. Niðurstöður kosningarinnar voru birtar í gær. Þrír kusu á móti verkfalli og tveir skiluðu auðu. Tæp 58 prósent félagsmanna tóku þátt í kosningunni. Kristín segir boðaðar aðgerðir fyrst og fremst vegna mikils dráttar sem orðið hafi á samningum. „Samningar okkar voru lausir um leið og allra annarra,“ segir hún. „Allan þann tíma var mjög lengi verið að koma samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga að borðinu.“ Síðan hafi deilunni verið vísað til ríkissáttasemjara. Í gærmorgun segir Kristín að hafi verið tíundi fundurinn í deilunni og enn beri mikið í milli. Tilboð sveitarfélaganna sem samninganefndin hafi hafnað sé langt frá því sem samið hafi verið um annars staðar. „Við gerðum þeim tilboð á móti, en því höfnuðu þau og slitu.“ Varðandi það hvort hún sé bjartsýn á að samningar náist áður en til verkfalls kemur bendir Kristín á að ríkissáttasemjari sé búinn að boða til funda í deilunni strax eftir páska. „Maður verður bara að vera bjartsýnn. Það er ekki ósk nokkurs að þetta lendi í verkföllum.“ Hjá Bandalagi háskólamanna (BHM) er einnig sagður þungur tónn í fólki og verið að íhuga aðgerðir. „Félagsmenn BHM hjá sveitarfélögunum hafa verið samningslausir í rúmt hálft ár en kjaraviðræður við Samband íslenskra sveitarfélaga hafa dregist úr hömlu,“ segir í umfjöllun á vef BHM. „Ef ekki verður gripið í taumana er grunnþjónusta sveitarfélaganna í hættu.“ Kjaramál Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sjá meira
Samþykkt hefur verið allsherjarverkfall sjúkraliða hjá sveitarfélögum landsins frá fjórða apríl takist ekki samningar fyrir þann tíma. Undir er þjónusta sjúkraliða um allt landið þar sem sveitarfélög reka öldrunar- og hjúkrunarþjónustu, auk félagsþjónustu sem sjúkraliðar vinna við. Stærstu stofnanirnar sem verkfall myndi ná til eru Síða á Akureyri, Brákarhlíð í Borgarfirði, Höfði á Akranesi og Ísafold í Garðabæ, segir Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands (SLFÍ). Þjónusta í Reykjavík raskast ekki, en borgin semur beint við sína viðsemjendur. Samningur sjúkraliða og Reykjavíkurborgar var undirritaður 16. desember síðastliðinn. Af þeim 180 sem þátt tóku samþykktu 175, eða rúm 97 prósent, verkfallsaðgerðir í kosningu Sjúkraliðafélags Íslands. Niðurstöður kosningarinnar voru birtar í gær. Þrír kusu á móti verkfalli og tveir skiluðu auðu. Tæp 58 prósent félagsmanna tóku þátt í kosningunni. Kristín segir boðaðar aðgerðir fyrst og fremst vegna mikils dráttar sem orðið hafi á samningum. „Samningar okkar voru lausir um leið og allra annarra,“ segir hún. „Allan þann tíma var mjög lengi verið að koma samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga að borðinu.“ Síðan hafi deilunni verið vísað til ríkissáttasemjara. Í gærmorgun segir Kristín að hafi verið tíundi fundurinn í deilunni og enn beri mikið í milli. Tilboð sveitarfélaganna sem samninganefndin hafi hafnað sé langt frá því sem samið hafi verið um annars staðar. „Við gerðum þeim tilboð á móti, en því höfnuðu þau og slitu.“ Varðandi það hvort hún sé bjartsýn á að samningar náist áður en til verkfalls kemur bendir Kristín á að ríkissáttasemjari sé búinn að boða til funda í deilunni strax eftir páska. „Maður verður bara að vera bjartsýnn. Það er ekki ósk nokkurs að þetta lendi í verkföllum.“ Hjá Bandalagi háskólamanna (BHM) er einnig sagður þungur tónn í fólki og verið að íhuga aðgerðir. „Félagsmenn BHM hjá sveitarfélögunum hafa verið samningslausir í rúmt hálft ár en kjaraviðræður við Samband íslenskra sveitarfélaga hafa dregist úr hömlu,“ segir í umfjöllun á vef BHM. „Ef ekki verður gripið í taumana er grunnþjónusta sveitarfélaganna í hættu.“
Kjaramál Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sjá meira