Bláa spjaldið og sex sendingar | Nýjar reglur í handbolta Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. mars 2016 12:13 Tveggja mínútna brottvísunin verður óbreytt í handboltareglunum. Vísir/Getty Alþjóðahandknattleikssambandið, IHF, tilkynnti í gær að fimm breytingar hafa verið gerðar á leikreglum í handbolta en þær munu taka gildi strax í sumar. Það þýðir að þær verða notaðar á Ólympíuleikunum í Ríó. Á heimasíðu sambandsins má sjá formlegar útskýringar [PDF-skjal] á reglubreytingunum sem voru prófaðar á HM yngri landsliða bæði í Brasilíu og Rússlandi. Samkvæmt tilkynningu sem sérsambönd fengu frá IHF fengu breytingar almennt góðar viðtökur, ekki síst frá leikmönnunum sjálfum.Ekkert vesti Fyrsta breytingin snýr að því að liðum er nú heimilt að tefla fram sjö útileikmönnum samtímis. Markvörðurinn er þá tekinn af velli en sjöundi útileikmaðurinn þarf ekki að klæðast vesti. Að sama skapi þýðir það að enginn útileikmannanna getur tekið að sér hlutverk markvarðar. Sé það gert og andstæðingurinn rændur upplögðu marktækifæri skal vítakast vera dæmt.Þriggja sókna bið Eftir því sem kemur fram í greinagerð IHF vill sambandið bregðast við því að leikmenn geri sér upp meiðsli á vellinum í þeim tilgangi að trufla takt leiksins og tefja hann. Telur IHF að of algengt sé að leikmenn sýni óíþróttamannslega hegðun með þessu. Til að að bregðast við þessu má leikmaður sem hefur fengið aðhlynningu á vellinum aðeins snúa aftur þegar lið hans hefur klárað þrjár heilar sóknir. Er það undir eftirlitsmanni á ritaraborði að fylgja þessu eftir.Leiktöf eftir sex sendingar Nú er það betur skilgreint hvenær dómarar geta dæmt leiktöf. Þegar höndin fer á loft til merkis um að leiktöf sé í vændum má sóknarlið að hámarki nota sex sendingar áður en skot er tekið að marki. Aukaköst eða varin skot í vörn núllstilla ekki talninguna á sendingum en ef að sóknarliðið fær aukakast eftir sex sendingar en áður en skot er tekið, fær liðið eina aukasendingu til að spila úr - eða þá að skjóta beint úr aukakastinu.Lokamínútan Árið 2010 var sú breyting gerð að harðari refsingar voru fyrir brot á lokamínútu leiks. Var það gert til að draga úr óíþróttamannslegri framkomu eða grófum brotum á lokamínútum leiks. Þessari reglu er haldið í grunninn óbreyttri nema að nú á þetta aðeins við á síðustu 30 sekúndum leiksins.Bláa spjaldið Nýtt spjald verður tekið í notkun og er það blátt. Bláa spjaldið fylgir rauða spjaldinu ef brotið er það alvarlegt að því eigi að fylgja skrifleg skýrsla sem aganefnd tekur fyrir á fundi. Getur því fylgt leikbann fyrir viðeigandi leikmenn. Að fá rauða spjaldið án þess bláa þýðir að leikmaður er útilokaður frá leiknum en tekur ekki út leikbann. Samkvæmt greinagerð er bláa spjaldið tekið í notkun til að taka af allan vafa fyrir áhorfendur og fjölmiðla hvort að skýrsla fylgi viðkomandi broti. Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Fótbolti Fleiri fréttir „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Sjá meira
Alþjóðahandknattleikssambandið, IHF, tilkynnti í gær að fimm breytingar hafa verið gerðar á leikreglum í handbolta en þær munu taka gildi strax í sumar. Það þýðir að þær verða notaðar á Ólympíuleikunum í Ríó. Á heimasíðu sambandsins má sjá formlegar útskýringar [PDF-skjal] á reglubreytingunum sem voru prófaðar á HM yngri landsliða bæði í Brasilíu og Rússlandi. Samkvæmt tilkynningu sem sérsambönd fengu frá IHF fengu breytingar almennt góðar viðtökur, ekki síst frá leikmönnunum sjálfum.Ekkert vesti Fyrsta breytingin snýr að því að liðum er nú heimilt að tefla fram sjö útileikmönnum samtímis. Markvörðurinn er þá tekinn af velli en sjöundi útileikmaðurinn þarf ekki að klæðast vesti. Að sama skapi þýðir það að enginn útileikmannanna getur tekið að sér hlutverk markvarðar. Sé það gert og andstæðingurinn rændur upplögðu marktækifæri skal vítakast vera dæmt.Þriggja sókna bið Eftir því sem kemur fram í greinagerð IHF vill sambandið bregðast við því að leikmenn geri sér upp meiðsli á vellinum í þeim tilgangi að trufla takt leiksins og tefja hann. Telur IHF að of algengt sé að leikmenn sýni óíþróttamannslega hegðun með þessu. Til að að bregðast við þessu má leikmaður sem hefur fengið aðhlynningu á vellinum aðeins snúa aftur þegar lið hans hefur klárað þrjár heilar sóknir. Er það undir eftirlitsmanni á ritaraborði að fylgja þessu eftir.Leiktöf eftir sex sendingar Nú er það betur skilgreint hvenær dómarar geta dæmt leiktöf. Þegar höndin fer á loft til merkis um að leiktöf sé í vændum má sóknarlið að hámarki nota sex sendingar áður en skot er tekið að marki. Aukaköst eða varin skot í vörn núllstilla ekki talninguna á sendingum en ef að sóknarliðið fær aukakast eftir sex sendingar en áður en skot er tekið, fær liðið eina aukasendingu til að spila úr - eða þá að skjóta beint úr aukakastinu.Lokamínútan Árið 2010 var sú breyting gerð að harðari refsingar voru fyrir brot á lokamínútu leiks. Var það gert til að draga úr óíþróttamannslegri framkomu eða grófum brotum á lokamínútum leiks. Þessari reglu er haldið í grunninn óbreyttri nema að nú á þetta aðeins við á síðustu 30 sekúndum leiksins.Bláa spjaldið Nýtt spjald verður tekið í notkun og er það blátt. Bláa spjaldið fylgir rauða spjaldinu ef brotið er það alvarlegt að því eigi að fylgja skrifleg skýrsla sem aganefnd tekur fyrir á fundi. Getur því fylgt leikbann fyrir viðeigandi leikmenn. Að fá rauða spjaldið án þess bláa þýðir að leikmaður er útilokaður frá leiknum en tekur ekki út leikbann. Samkvæmt greinagerð er bláa spjaldið tekið í notkun til að taka af allan vafa fyrir áhorfendur og fjölmiðla hvort að skýrsla fylgi viðkomandi broti.
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Fótbolti Fleiri fréttir „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Sjá meira