Verja 132 milljörðum í landbúnað á tíu árum Ingvar Haraldsson skrifar 20. febrúar 2016 07:00 Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra og Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna, kynntu nýja búvörusamninga fyrir fjölmiðlamönnum í gær. vísir/anton brink Ríkið mun leggja 132 milljarða króna í landbúnaðarkerfið á árunum 2017-2026 samkvæmt búvörusamningum sem undirritaðir voru í gær. Framlag ríkisins mun hækka um tæpan milljarð á næsta ári og nema tæpum 13,8 milljörðum króna en fer svo lækkandi á næstu árum þar á eftir og verða álíka og hann er á þessu ári í lok samningstímans. Styrkir til landbúnaðarins munu nema um 12,8 milljörðum króna á þessu ári. Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra segir að taka verði mið af því að stuðningur ríkisins til landbúnaðarins hafi verið lækkaðar um 1.200 milljónir króna á ári eftir hrunið. „Þetta er verulegur umbreytingasamningur. Það er ein af ástæðunum fyrir því hvað hann er langur. Það eru miklar breytingar sem taka langan tíma,“ segir Sigurður Ingi. Ráðherra bendir einnig á að endurskoðunarákvæði séu í samningnum árið 2019 og 2023. Þá segir landbúnaðarráðherra að einnig hafi verið tekin upp ný dýravelferðarreglugerð. „Þannig að í öllum samningunum er fjárfestingastuðningur,“ segir hann. „Hin stóra breytan er að verið er að auka athafnafrelsi bænda til að nýta landið,“ segir Sigurður Ingi. Samningarnir hafi það að markmiði að losa um styrkjafyrirkomulagið þannig að greiðslur verði ekki bundnar við framleiðslu á mjólk eða kjöti eins og verið hefur. „Meginhugmyndin þar er að stuðningurinn verði fjölbreyttari og almennari, en ekki eins bundinn ákveðnum greinum eins og verið hefur,“ segir Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna. Sindri á von á því að hagur bænda batni við hinn nýja samning. „Þessi breyting kemur misjafnlega niður á bændum eftir því hvernig þeir hafa kosið að haga sínum búskap. Sumir verða í betri stöðu og aðrir verða að gera einhverjar breytingar,“ segir Sindri. Ákvörðun um afnám mjólkurkvóta var frestað fram til 2019. Í fyrri drögum samningsins stóð til að ákveða að afnema kvótann við undirritun samninganna en fallið var frá því vegna óánægju sumra kúabænda. „Auðvitað kemur það við menn, kvótarnir eru búnir að vera framseljanlegir og menn verið misjafnlega staddir á spori hvað það varðar,“ segir Sigurður Loftsson, formaður Landsambands kúabænda. Engu að síður standi enn til að afnema kvótakerfið. Búvörusamningar Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Innlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira
Ríkið mun leggja 132 milljarða króna í landbúnaðarkerfið á árunum 2017-2026 samkvæmt búvörusamningum sem undirritaðir voru í gær. Framlag ríkisins mun hækka um tæpan milljarð á næsta ári og nema tæpum 13,8 milljörðum króna en fer svo lækkandi á næstu árum þar á eftir og verða álíka og hann er á þessu ári í lok samningstímans. Styrkir til landbúnaðarins munu nema um 12,8 milljörðum króna á þessu ári. Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra segir að taka verði mið af því að stuðningur ríkisins til landbúnaðarins hafi verið lækkaðar um 1.200 milljónir króna á ári eftir hrunið. „Þetta er verulegur umbreytingasamningur. Það er ein af ástæðunum fyrir því hvað hann er langur. Það eru miklar breytingar sem taka langan tíma,“ segir Sigurður Ingi. Ráðherra bendir einnig á að endurskoðunarákvæði séu í samningnum árið 2019 og 2023. Þá segir landbúnaðarráðherra að einnig hafi verið tekin upp ný dýravelferðarreglugerð. „Þannig að í öllum samningunum er fjárfestingastuðningur,“ segir hann. „Hin stóra breytan er að verið er að auka athafnafrelsi bænda til að nýta landið,“ segir Sigurður Ingi. Samningarnir hafi það að markmiði að losa um styrkjafyrirkomulagið þannig að greiðslur verði ekki bundnar við framleiðslu á mjólk eða kjöti eins og verið hefur. „Meginhugmyndin þar er að stuðningurinn verði fjölbreyttari og almennari, en ekki eins bundinn ákveðnum greinum eins og verið hefur,“ segir Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna. Sindri á von á því að hagur bænda batni við hinn nýja samning. „Þessi breyting kemur misjafnlega niður á bændum eftir því hvernig þeir hafa kosið að haga sínum búskap. Sumir verða í betri stöðu og aðrir verða að gera einhverjar breytingar,“ segir Sindri. Ákvörðun um afnám mjólkurkvóta var frestað fram til 2019. Í fyrri drögum samningsins stóð til að ákveða að afnema kvótann við undirritun samninganna en fallið var frá því vegna óánægju sumra kúabænda. „Auðvitað kemur það við menn, kvótarnir eru búnir að vera framseljanlegir og menn verið misjafnlega staddir á spori hvað það varðar,“ segir Sigurður Loftsson, formaður Landsambands kúabænda. Engu að síður standi enn til að afnema kvótakerfið.
Búvörusamningar Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Innlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira