Heilbrigðisþjónusta til framtíðar Oddur Steinarsson skrifar 25. febrúar 2016 07:00 Þann 13. janúar síðastliðinn kom út rúmlega 800 síðna skýrsla í Svíþjóð um hvernig móta ætti heilbrigðisþjónustu til framtíðar. Þessi skýrsla var unnin af stórum þverfaglegum hópi fyrir sænsk stjórnvöld og var tvö ár í vinnslu. Meginniðurstaðan er sú að enn frekari efling heilsugæslu er mikilvægasta aðgerðin í því að gera heilbrigðiskerfið skilvirkara. Að auka samfellu, gera skjólstæðingana virkari þátttakendur í sinni meðferð og innleiðing tækninýjunga er það sem stefna þarf að. Svíar hafa verið að efla heilsugæslu undanfarin ár, en betur má ef duga skal. Þeir hafa verið að fylgja eftir Dönum og Norðmönnum í því að byggja upp öflugri heilsugæslu. Á Íslandi hefur því miður ríkt stöðnun í málefnum heilsugæslunnar allt of lengi. Tíu ár eru síðan síðast var opnuð ný heilsugæsla á höfuðborgarsvæðinu og á sama tíma hefur íbúum fjölgað um yfir 20 þúsund á svæðinu. Það er því mikið fagnaðarefni að ráðgert sé að opna þrjár nýjar heilsugæslur á höfuðborgarsvæðinu á þessu ári. Samhliða þessu er komið á gæða- og greiðslukerfi að sænskri fyrirmynd, þar sem markmiðið er að sinna þeim betur sem mest þurfa á þjónustunni að halda. Heilsugæslan vinnur mjög mikilvægt starf í dag, svo sem í ungbarnavernd og bólusetningum, mæðravernd, heilsuvernd og heimilislækningum. Með breyttu samfélagi, svo sem hærra hlutfalli eldri borgara þar sem fólk lifir lengur og oftar en ekki með einn eða fleiri undirliggjandi sjúkdóma, er þörfin fyrir öfluga samræmda heilsugæslu á landsvísu mjög mikil. Því er mikilvægt að heilsugæslan verði efld með aukinni áherslu á samvinnu og aðkomu fleiri fagstétta til viðbótar þeim sem starfa í dag innan heilsugæslunnar. Þannig er hægt að efla til dæmis sykursýkismeðferð, meðferð við lungnasjúkdómum, þunglyndi, kvíða, lífsstílsráðgjöf og fleira. Jafnframt að fjölbreytni verði aukin í rekstri, að skjólstæðingar okkar geti valið hvert þeir sæki þjónustu og fjármagnið fylgi þeim, enda eru þeir skattborgararnir sem borga þjónustuna. Með þessu er hægt að byggja upp öfluga heilsugæslu á landsvísu og ná árangri í forvörnum og snemmgreiningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddur Steinarsson Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Þann 13. janúar síðastliðinn kom út rúmlega 800 síðna skýrsla í Svíþjóð um hvernig móta ætti heilbrigðisþjónustu til framtíðar. Þessi skýrsla var unnin af stórum þverfaglegum hópi fyrir sænsk stjórnvöld og var tvö ár í vinnslu. Meginniðurstaðan er sú að enn frekari efling heilsugæslu er mikilvægasta aðgerðin í því að gera heilbrigðiskerfið skilvirkara. Að auka samfellu, gera skjólstæðingana virkari þátttakendur í sinni meðferð og innleiðing tækninýjunga er það sem stefna þarf að. Svíar hafa verið að efla heilsugæslu undanfarin ár, en betur má ef duga skal. Þeir hafa verið að fylgja eftir Dönum og Norðmönnum í því að byggja upp öflugri heilsugæslu. Á Íslandi hefur því miður ríkt stöðnun í málefnum heilsugæslunnar allt of lengi. Tíu ár eru síðan síðast var opnuð ný heilsugæsla á höfuðborgarsvæðinu og á sama tíma hefur íbúum fjölgað um yfir 20 þúsund á svæðinu. Það er því mikið fagnaðarefni að ráðgert sé að opna þrjár nýjar heilsugæslur á höfuðborgarsvæðinu á þessu ári. Samhliða þessu er komið á gæða- og greiðslukerfi að sænskri fyrirmynd, þar sem markmiðið er að sinna þeim betur sem mest þurfa á þjónustunni að halda. Heilsugæslan vinnur mjög mikilvægt starf í dag, svo sem í ungbarnavernd og bólusetningum, mæðravernd, heilsuvernd og heimilislækningum. Með breyttu samfélagi, svo sem hærra hlutfalli eldri borgara þar sem fólk lifir lengur og oftar en ekki með einn eða fleiri undirliggjandi sjúkdóma, er þörfin fyrir öfluga samræmda heilsugæslu á landsvísu mjög mikil. Því er mikilvægt að heilsugæslan verði efld með aukinni áherslu á samvinnu og aðkomu fleiri fagstétta til viðbótar þeim sem starfa í dag innan heilsugæslunnar. Þannig er hægt að efla til dæmis sykursýkismeðferð, meðferð við lungnasjúkdómum, þunglyndi, kvíða, lífsstílsráðgjöf og fleira. Jafnframt að fjölbreytni verði aukin í rekstri, að skjólstæðingar okkar geti valið hvert þeir sæki þjónustu og fjármagnið fylgi þeim, enda eru þeir skattborgararnir sem borga þjónustuna. Með þessu er hægt að byggja upp öfluga heilsugæslu á landsvísu og ná árangri í forvörnum og snemmgreiningum.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar