Inflúensa herjar á landann: Mikið álag á Landspítala og fjöldi starfsmanna rúmliggjandi sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 25. febrúar 2016 12:44 Nokkuð er um veikindi meðal landsmanna þessa dagana. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Mikið er um veikindi meðal starfsmanna Landspítalans þessa dagana, líkt og á öðrum vinnustöðum landsins. Þrjár tegundir inflúensu hrjá landann og hefur spítalinn vart haft undan við að sinna öllum þeim sem leita á bráðamóttökuna. „Það ganga svona faraldrar yfir starfsfólkið líka enda margir starfsmenn sem komast í snertingu við sjúklingana. Þannig að þetta er alveg áskorun að takast á við en við köllum út aukavaktir og reynum að bregðast við,” segir Ásta Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Landspítalans. Álagið hefur verið svo mikið að fólki hefur verið ráðlagt að leita frekar á heilsugæslu en bráðamóttöku. Ásta segir álagið enn mikið, en að viðeigandi ráðstafanir hafi verið gerðar, enda um árlegan viðburð að ræða. „Flensan er árviss viðburður og til að undirbúa það og gera okkur í stakk búin til að taka á móti sjúklingum sem koma á hverjum vetri þá reynum við að leggja mikla áherslu á bólusetningar starfsmanna. Við náðum mjög góðum árangri með það í ár en þó eru aðeins tveir þriðju starfsmanna bólusettir, en þó flestir sem eru í framlínunni. Við leggjum líka mikla áherslu á handþvotta því það er góð sýkingavörn og síðan að fólk sé heima þegar það er lasið. Þannig reynum við að hámarka þann fjölda þeirra sem eru tilbúnir að taka á móti sjúklingum þegar flensan leggst yfir.” Hún segir mikið álag á hvern starfsmann þessa dagana. „Þetta er álag, og eins og fram hefur komið þá er álag á Landspítalann, og þess vegna hvetjum við að fólk til að leita til heilsugæslunnar eða á læknavaktina heldur en að koma á spítalann,” segir Ásta. Virkni inflúensunnar hefur aukist mikið á síðastliðnum vikum en á sjöttu viku ársins voru alls fjörutíu manns með staðfesta greiningu á inflúensu, samkvæmt upplýsingum frá landlæknisembættinu. Heilbrigðismál Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Mikið er um veikindi meðal starfsmanna Landspítalans þessa dagana, líkt og á öðrum vinnustöðum landsins. Þrjár tegundir inflúensu hrjá landann og hefur spítalinn vart haft undan við að sinna öllum þeim sem leita á bráðamóttökuna. „Það ganga svona faraldrar yfir starfsfólkið líka enda margir starfsmenn sem komast í snertingu við sjúklingana. Þannig að þetta er alveg áskorun að takast á við en við köllum út aukavaktir og reynum að bregðast við,” segir Ásta Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Landspítalans. Álagið hefur verið svo mikið að fólki hefur verið ráðlagt að leita frekar á heilsugæslu en bráðamóttöku. Ásta segir álagið enn mikið, en að viðeigandi ráðstafanir hafi verið gerðar, enda um árlegan viðburð að ræða. „Flensan er árviss viðburður og til að undirbúa það og gera okkur í stakk búin til að taka á móti sjúklingum sem koma á hverjum vetri þá reynum við að leggja mikla áherslu á bólusetningar starfsmanna. Við náðum mjög góðum árangri með það í ár en þó eru aðeins tveir þriðju starfsmanna bólusettir, en þó flestir sem eru í framlínunni. Við leggjum líka mikla áherslu á handþvotta því það er góð sýkingavörn og síðan að fólk sé heima þegar það er lasið. Þannig reynum við að hámarka þann fjölda þeirra sem eru tilbúnir að taka á móti sjúklingum þegar flensan leggst yfir.” Hún segir mikið álag á hvern starfsmann þessa dagana. „Þetta er álag, og eins og fram hefur komið þá er álag á Landspítalann, og þess vegna hvetjum við að fólk til að leita til heilsugæslunnar eða á læknavaktina heldur en að koma á spítalann,” segir Ásta. Virkni inflúensunnar hefur aukist mikið á síðastliðnum vikum en á sjöttu viku ársins voru alls fjörutíu manns með staðfesta greiningu á inflúensu, samkvæmt upplýsingum frá landlæknisembættinu.
Heilbrigðismál Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira