Inflúensa herjar á landann: Mikið álag á Landspítala og fjöldi starfsmanna rúmliggjandi sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 25. febrúar 2016 12:44 Nokkuð er um veikindi meðal landsmanna þessa dagana. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Mikið er um veikindi meðal starfsmanna Landspítalans þessa dagana, líkt og á öðrum vinnustöðum landsins. Þrjár tegundir inflúensu hrjá landann og hefur spítalinn vart haft undan við að sinna öllum þeim sem leita á bráðamóttökuna. „Það ganga svona faraldrar yfir starfsfólkið líka enda margir starfsmenn sem komast í snertingu við sjúklingana. Þannig að þetta er alveg áskorun að takast á við en við köllum út aukavaktir og reynum að bregðast við,” segir Ásta Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Landspítalans. Álagið hefur verið svo mikið að fólki hefur verið ráðlagt að leita frekar á heilsugæslu en bráðamóttöku. Ásta segir álagið enn mikið, en að viðeigandi ráðstafanir hafi verið gerðar, enda um árlegan viðburð að ræða. „Flensan er árviss viðburður og til að undirbúa það og gera okkur í stakk búin til að taka á móti sjúklingum sem koma á hverjum vetri þá reynum við að leggja mikla áherslu á bólusetningar starfsmanna. Við náðum mjög góðum árangri með það í ár en þó eru aðeins tveir þriðju starfsmanna bólusettir, en þó flestir sem eru í framlínunni. Við leggjum líka mikla áherslu á handþvotta því það er góð sýkingavörn og síðan að fólk sé heima þegar það er lasið. Þannig reynum við að hámarka þann fjölda þeirra sem eru tilbúnir að taka á móti sjúklingum þegar flensan leggst yfir.” Hún segir mikið álag á hvern starfsmann þessa dagana. „Þetta er álag, og eins og fram hefur komið þá er álag á Landspítalann, og þess vegna hvetjum við að fólk til að leita til heilsugæslunnar eða á læknavaktina heldur en að koma á spítalann,” segir Ásta. Virkni inflúensunnar hefur aukist mikið á síðastliðnum vikum en á sjöttu viku ársins voru alls fjörutíu manns með staðfesta greiningu á inflúensu, samkvæmt upplýsingum frá landlæknisembættinu. Heilbrigðismál Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Mikið er um veikindi meðal starfsmanna Landspítalans þessa dagana, líkt og á öðrum vinnustöðum landsins. Þrjár tegundir inflúensu hrjá landann og hefur spítalinn vart haft undan við að sinna öllum þeim sem leita á bráðamóttökuna. „Það ganga svona faraldrar yfir starfsfólkið líka enda margir starfsmenn sem komast í snertingu við sjúklingana. Þannig að þetta er alveg áskorun að takast á við en við köllum út aukavaktir og reynum að bregðast við,” segir Ásta Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Landspítalans. Álagið hefur verið svo mikið að fólki hefur verið ráðlagt að leita frekar á heilsugæslu en bráðamóttöku. Ásta segir álagið enn mikið, en að viðeigandi ráðstafanir hafi verið gerðar, enda um árlegan viðburð að ræða. „Flensan er árviss viðburður og til að undirbúa það og gera okkur í stakk búin til að taka á móti sjúklingum sem koma á hverjum vetri þá reynum við að leggja mikla áherslu á bólusetningar starfsmanna. Við náðum mjög góðum árangri með það í ár en þó eru aðeins tveir þriðju starfsmanna bólusettir, en þó flestir sem eru í framlínunni. Við leggjum líka mikla áherslu á handþvotta því það er góð sýkingavörn og síðan að fólk sé heima þegar það er lasið. Þannig reynum við að hámarka þann fjölda þeirra sem eru tilbúnir að taka á móti sjúklingum þegar flensan leggst yfir.” Hún segir mikið álag á hvern starfsmann þessa dagana. „Þetta er álag, og eins og fram hefur komið þá er álag á Landspítalann, og þess vegna hvetjum við að fólk til að leita til heilsugæslunnar eða á læknavaktina heldur en að koma á spítalann,” segir Ásta. Virkni inflúensunnar hefur aukist mikið á síðastliðnum vikum en á sjöttu viku ársins voru alls fjörutíu manns með staðfesta greiningu á inflúensu, samkvæmt upplýsingum frá landlæknisembættinu.
Heilbrigðismál Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira