Flug í boði 25 félaga – voru átta fyrir áratug Svavar Hávarðsson skrifar 27. febrúar 2016 06:00 Aldrei hafa eins mörg flugfélög ákveðið að fljúga til og frá Íslandi og á þessu ári. Björn Óli Kárason er forstjóri ISAVIA. Á þessu ári munu fjórfalt fleiri flugfélög bjóða upp á áætlunarflug til og frá Keflavíkurflugvelli en árin fyrir hrun. Alls bjóða níu félög flug til fjölda áfangastaða frá Keflavík allt árið, en önnur sextán félög frá vormánuðum til hausts – eða alls 25. Árið 2005 voru flugfélögin sex alls sem buðu þessa þjónustu, þar af fjögur heilsársflugfélög. Þetta kemur fram í tölfræði sem Isavia tók saman fyrir Fréttablaðið. Ferðamálastofa greindi frá því um miðjan mánuðinn að fjöldi ferðamanna um Seyðisfjörð, Keflavíkurflugvöll og aðra flugvelli hefði verið um 1,3 milljónir árið 2015 eða 291 þúsund fleiri ferðamenn en árið 2014. Aukningin milli ára nemur 29,2 prósentum. Þessar tölur komu fram á sama tíma og öryggismál erlendra ferðamanna voru í hámæli, en í kjölfar þess mátti í ræðu og riti greina áhyggjur af þróuninni. Edward H. Huijbens, prófessor við Háskólann á Akureyri, benti á í viðtali við Fréttablaðið að gestir okkar yrðu örugglega 1,6 milljónir í ár og tvær milljónir árið 2017. „Fjölgun ferðafólks er beintengd vexti alþjóðlegra flugsamgangna og þar er mikil uppsveifla í gangi sem ekki sér fyrir endann á. Landið er klárlega komið í vitund mun stærri hóps fólks um allan heim og með vexti flugsins er alltaf ódýrara og auðveldara að komast hingað,“ sagði Edward. Þegar tölfræði Isavia er greind kemur í ljós hvernig áhugi erlendra flugfélaga á Íslandi sem áfangastað hefur þróast á stuttum tíma. Litið aftur til ársins 2011 voru félögin tólf en eru nú rúmlega helmingi fleiri. Þrefalt til fjórfalt fleiri félög beina vélum sínum hingað á þessu ári en var árin 2005 til 2007, svo eitthvað sé tínt til. Sætaframboð gefur aðra mynd af því sama. Árið 2011 voru 3,4 milljónir sæta í boði en tæplega 6,1 milljón í fyrra. Lendingar í Keflavík fóru úr 12.430 í 19.769 á sama tímabili. Í samantekt turisti.is fyrir um ári kom fram að þegar sumardagskrá flugfélaganna hófst í lok mars í fyrra var boðið upp á áætlunarflug frá Íslandi til 64 flugvalla í 59 borgum og var þá leiguflug á vegum ferðaskrifstofa til sólarstranda ótalið. Tölfræði Ferðamálastofu sýnir enn fremur að fjöldamet voru slegin í öllum mánuðum ársins 2015 á Keflavíkurflugvelli. Aukning milli ára fór yfir 30 prósent fyrstu átta mánuði ársins en hlutfallslega var hún mest milli ára í október 49,3 prósent, september 39,4 prósent og maí 36,4 prósent. Þá liggur fyrir að janúarmet ársins 2015 hefur verið slegið myndarlega og enn svo tugprósentum skiptir – flugfarþegar í Keflavík í janúar voru rúmlega 290.000 eða um 60.000 fleiri en 2015. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
Björn Óli Kárason er forstjóri ISAVIA. Á þessu ári munu fjórfalt fleiri flugfélög bjóða upp á áætlunarflug til og frá Keflavíkurflugvelli en árin fyrir hrun. Alls bjóða níu félög flug til fjölda áfangastaða frá Keflavík allt árið, en önnur sextán félög frá vormánuðum til hausts – eða alls 25. Árið 2005 voru flugfélögin sex alls sem buðu þessa þjónustu, þar af fjögur heilsársflugfélög. Þetta kemur fram í tölfræði sem Isavia tók saman fyrir Fréttablaðið. Ferðamálastofa greindi frá því um miðjan mánuðinn að fjöldi ferðamanna um Seyðisfjörð, Keflavíkurflugvöll og aðra flugvelli hefði verið um 1,3 milljónir árið 2015 eða 291 þúsund fleiri ferðamenn en árið 2014. Aukningin milli ára nemur 29,2 prósentum. Þessar tölur komu fram á sama tíma og öryggismál erlendra ferðamanna voru í hámæli, en í kjölfar þess mátti í ræðu og riti greina áhyggjur af þróuninni. Edward H. Huijbens, prófessor við Háskólann á Akureyri, benti á í viðtali við Fréttablaðið að gestir okkar yrðu örugglega 1,6 milljónir í ár og tvær milljónir árið 2017. „Fjölgun ferðafólks er beintengd vexti alþjóðlegra flugsamgangna og þar er mikil uppsveifla í gangi sem ekki sér fyrir endann á. Landið er klárlega komið í vitund mun stærri hóps fólks um allan heim og með vexti flugsins er alltaf ódýrara og auðveldara að komast hingað,“ sagði Edward. Þegar tölfræði Isavia er greind kemur í ljós hvernig áhugi erlendra flugfélaga á Íslandi sem áfangastað hefur þróast á stuttum tíma. Litið aftur til ársins 2011 voru félögin tólf en eru nú rúmlega helmingi fleiri. Þrefalt til fjórfalt fleiri félög beina vélum sínum hingað á þessu ári en var árin 2005 til 2007, svo eitthvað sé tínt til. Sætaframboð gefur aðra mynd af því sama. Árið 2011 voru 3,4 milljónir sæta í boði en tæplega 6,1 milljón í fyrra. Lendingar í Keflavík fóru úr 12.430 í 19.769 á sama tímabili. Í samantekt turisti.is fyrir um ári kom fram að þegar sumardagskrá flugfélaganna hófst í lok mars í fyrra var boðið upp á áætlunarflug frá Íslandi til 64 flugvalla í 59 borgum og var þá leiguflug á vegum ferðaskrifstofa til sólarstranda ótalið. Tölfræði Ferðamálastofu sýnir enn fremur að fjöldamet voru slegin í öllum mánuðum ársins 2015 á Keflavíkurflugvelli. Aukning milli ára fór yfir 30 prósent fyrstu átta mánuði ársins en hlutfallslega var hún mest milli ára í október 49,3 prósent, september 39,4 prósent og maí 36,4 prósent. Þá liggur fyrir að janúarmet ársins 2015 hefur verið slegið myndarlega og enn svo tugprósentum skiptir – flugfarþegar í Keflavík í janúar voru rúmlega 290.000 eða um 60.000 fleiri en 2015.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira