Isavia spáir 470.000 fleiri ferðamönnum Svavar Hávarðsson skrifar 29. febrúar 2016 06:00 Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia, segir tíðindin gleðileg og mikilvægt að þessi mikla viðbót ferðafólks stefnir hingað að mestu leyti utan háannatíma. Uppfærð farþegaspá Isavia fyrir Keflavíkurflugvöll gerir ráð fyrir að erlendir ferðamenn verði 1,73 milljónir á þessu ári – eða 37% fleiri en komu hingað til lands í fyrra. Fyrri farþegaspá Isavia er innan við þriggja mánaða gömul, en í lok nóvember gerði félagið ráð fyrir því að erlendum ferðamönnum myndi fjölga um rúm 22% og þeir yrðu 1,54 milljónir. Frá staðfestum tölum Ferðamálastofu fyrir árið 2015 gerði fyrri farþegaspá ráð fyrir að 282 þúsund fleiri kæmu í ár, en ný spá gerir ráð fyrir að 468 þúsund erlendir ferðamenn bætist við hóp sem taldi tæplega 1,29 milljónir árið 2015. Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia, segir tíðindin gleðileg og mikilvægt að þessi mikla viðbót ferðafólks stefnir hingað að mestu leyti utan háannatíma, sem beri þess glöggt vitni að markaðssetning Isavia og ferðaþjónustunnar allrar hafi borið tilætlaðan árangur. „Flugfélögin hafa vaxið mjög hratt og framkvæmdir á flugvöllum eru í eðli sínu tímafrekar. Þær geta því illa haldist í hendur við svo mikla aukningu sem raun ber vitni nema hún verði utan mestu álagstímanna. Flugvöllurinn er þétt setinn á álagstímum en nóg pláss er utan þeirra. Það er því ánægjulegt að tekist hafi að dreifa álaginu betur þar sem þannig er hægt að mæta fjölguninni,“ segir Björn Óli. Fyrri farþegaspá gerði ráð fyrir að heildarfjöldi gesta í Keflavík yrði 6,25 milljónir í ár, en þeir voru 4,85 milljónir í fyrra. Ný spá gerir ráð fyrir að 6,66 milljónir ferðalanga fari um völlinn – sem er 37% aukning á milli ára. Isavia hefur gripið til ýmissa ráðstafana til að anna aukinni umferð. Fleira starfsfólk hefur verið ráðið og flugstöðin verið stækkuð, en hún er nú 10 þúsund fermetrum stærri en í fyrra. Á árinu 2016 verður farið í framkvæmdir fyrir um 20 milljarða króna, sem mun auka afköst og bæta flæðið innan flugstöðvarinnar. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Tvöfalt fleiri farþegar á þremur árum Samkvæmt spá Isavia munu 6,25 milljónir fara um Keflavíkurflugvöll á næsta ári. Ef spár standast mun ferðamet Íslendinga frá árinu 2007 verða slegið. 26. nóvember 2015 07:00 Flug í boði 25 félaga – voru átta fyrir áratug Aldrei hafa eins mörg flugfélög ákveðið að fljúga til og frá Íslandi og á þessu ári. 27. febrúar 2016 06:00 6,25 milljón farþegar um Keflavíkurflugvöll árið 2016 Búist er við að um 28,4 prósent fleiri farþegar muni fara um Keflavíkurflugvelli á næsta ári en þessu. 25. nóvember 2015 10:41 Mest lesið Sefur í tjaldi í hverjum mánuði Atvinnulíf Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Fleiri fréttir Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Sjá meira
Uppfærð farþegaspá Isavia fyrir Keflavíkurflugvöll gerir ráð fyrir að erlendir ferðamenn verði 1,73 milljónir á þessu ári – eða 37% fleiri en komu hingað til lands í fyrra. Fyrri farþegaspá Isavia er innan við þriggja mánaða gömul, en í lok nóvember gerði félagið ráð fyrir því að erlendum ferðamönnum myndi fjölga um rúm 22% og þeir yrðu 1,54 milljónir. Frá staðfestum tölum Ferðamálastofu fyrir árið 2015 gerði fyrri farþegaspá ráð fyrir að 282 þúsund fleiri kæmu í ár, en ný spá gerir ráð fyrir að 468 þúsund erlendir ferðamenn bætist við hóp sem taldi tæplega 1,29 milljónir árið 2015. Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia, segir tíðindin gleðileg og mikilvægt að þessi mikla viðbót ferðafólks stefnir hingað að mestu leyti utan háannatíma, sem beri þess glöggt vitni að markaðssetning Isavia og ferðaþjónustunnar allrar hafi borið tilætlaðan árangur. „Flugfélögin hafa vaxið mjög hratt og framkvæmdir á flugvöllum eru í eðli sínu tímafrekar. Þær geta því illa haldist í hendur við svo mikla aukningu sem raun ber vitni nema hún verði utan mestu álagstímanna. Flugvöllurinn er þétt setinn á álagstímum en nóg pláss er utan þeirra. Það er því ánægjulegt að tekist hafi að dreifa álaginu betur þar sem þannig er hægt að mæta fjölguninni,“ segir Björn Óli. Fyrri farþegaspá gerði ráð fyrir að heildarfjöldi gesta í Keflavík yrði 6,25 milljónir í ár, en þeir voru 4,85 milljónir í fyrra. Ný spá gerir ráð fyrir að 6,66 milljónir ferðalanga fari um völlinn – sem er 37% aukning á milli ára. Isavia hefur gripið til ýmissa ráðstafana til að anna aukinni umferð. Fleira starfsfólk hefur verið ráðið og flugstöðin verið stækkuð, en hún er nú 10 þúsund fermetrum stærri en í fyrra. Á árinu 2016 verður farið í framkvæmdir fyrir um 20 milljarða króna, sem mun auka afköst og bæta flæðið innan flugstöðvarinnar.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Tvöfalt fleiri farþegar á þremur árum Samkvæmt spá Isavia munu 6,25 milljónir fara um Keflavíkurflugvöll á næsta ári. Ef spár standast mun ferðamet Íslendinga frá árinu 2007 verða slegið. 26. nóvember 2015 07:00 Flug í boði 25 félaga – voru átta fyrir áratug Aldrei hafa eins mörg flugfélög ákveðið að fljúga til og frá Íslandi og á þessu ári. 27. febrúar 2016 06:00 6,25 milljón farþegar um Keflavíkurflugvöll árið 2016 Búist er við að um 28,4 prósent fleiri farþegar muni fara um Keflavíkurflugvelli á næsta ári en þessu. 25. nóvember 2015 10:41 Mest lesið Sefur í tjaldi í hverjum mánuði Atvinnulíf Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Fleiri fréttir Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Sjá meira
Tvöfalt fleiri farþegar á þremur árum Samkvæmt spá Isavia munu 6,25 milljónir fara um Keflavíkurflugvöll á næsta ári. Ef spár standast mun ferðamet Íslendinga frá árinu 2007 verða slegið. 26. nóvember 2015 07:00
Flug í boði 25 félaga – voru átta fyrir áratug Aldrei hafa eins mörg flugfélög ákveðið að fljúga til og frá Íslandi og á þessu ári. 27. febrúar 2016 06:00
6,25 milljón farþegar um Keflavíkurflugvöll árið 2016 Búist er við að um 28,4 prósent fleiri farþegar muni fara um Keflavíkurflugvelli á næsta ári en þessu. 25. nóvember 2015 10:41