Breytast í hústökufólk um páskana Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. febrúar 2016 10:31 Samningur við styrkaraðila hátíðarinnar í ár var "undirritaður“ með því að smella merki hátíðarinnar á handlegg allra í formi tímabundsins húðflúrs. Vísir/KTD Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður verður haldin í þrettánda skiptið um páskana og í nýju húsnæði. Það er viðeigandi að hátíðin í ár fer fram í skemmu sem allajafna er notuð undir rækjuvinnslu enda er Ísafjörður „mekka rækjunnar á Íslandi“ eins og kom fram í máli Kristjáns Freys Halldórssonar, kynningarstjóra hátíðarinnar, á blaðamannafundi á Ísafjarðarflugvelli í morgun. Að neðan má sjá myndband með nýja húsnæðinu en undanfarin sjö ár hefur hátíðin farið fram í skemmu á Grænagarði en færir sig nú um set og verður nær miðbænum. „Það verður engin afsökun að koma á bíl núna,“ sagði Kristján en aðeins fimm mínútna gangur er í nýju skemmuna sem er við hliðina á Tjöruhúsinu. Meðal listamanna sem koma fram í ár eru Emilíana Torrini, Agent Fresco, Úlfur Úlfur, Glowie, Risaeðlan, Mamma hestur, Strigaskór 42 og Sykur. Þá er Laddi heiðurslistamaður hátíðarinnar í ár og hlakkar, líkt og Emilía og fleiri, mikið til að koma vestur.Myndband af nýja húsnæðinu og Ísafirði má sjá að neðan. NÝ STÓRFRÉTT ÚR HERBÚÐUM ALDREI FÓR ÉG SUÐUR! - DEILIÐ ÞESSU G...NÝ STÓRFRÉTT ÚR HERBÚÐUM ALDREI FÓR ÉG SUÐUR!- DEILIÐ ÞESSU GJARNAN ÁFRAM!Posted by Aldrei Fór Ég Suður on Monday, January 18, 2016 Örn Elías Guðmundsson, upphafsmaður hátíðarinnar sem betur er þekktur sem Mugison, sagði frábær að annað árið í röð fengju listamennirnir greitt fyrir að koma fram. Það væri mikið fagnaðarefni. Margt hefði breyst frá því hátíðinni var komið á fót. Þá var ein önnur árleg sambærileg tónlistarhátíð á Íslandi, Iceland Airwaves, en nú væru tímarnir breyttir. Kristján Freyr benti á að stærsta vandamálið væri að koma listamönnunum fyrir. Skaut Birna Jónsdóttir rokkstýra inn í að vandamálið væri líka hve fljótir gestir væru að bóka gistingu. „Gestirnir eru skipulagðari en við,“ sagði Birna og hló. Hafði Kristján Freyr orð á því að um lúxusvandamál væri að ræða og mjög gleðilegt hve margir kæmu vestur á hátíðina. „En ferlega slæmt fyrir okkur sem verðum að hústökufólki um páskana,“ sagði Kristján Freyr og uppskrar hlátur viðstaddra. Airwaves Aldrei fór ég suður Tengdar fréttir Emilíana Torrini kemur í fyrsta skipti fram á Aldrei fór ég suður Söngkonan Emilíana Torrini kemur fram á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður á Ísafirði nú um páskana. 5. febrúar 2016 10:54 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður verður haldin í þrettánda skiptið um páskana og í nýju húsnæði. Það er viðeigandi að hátíðin í ár fer fram í skemmu sem allajafna er notuð undir rækjuvinnslu enda er Ísafjörður „mekka rækjunnar á Íslandi“ eins og kom fram í máli Kristjáns Freys Halldórssonar, kynningarstjóra hátíðarinnar, á blaðamannafundi á Ísafjarðarflugvelli í morgun. Að neðan má sjá myndband með nýja húsnæðinu en undanfarin sjö ár hefur hátíðin farið fram í skemmu á Grænagarði en færir sig nú um set og verður nær miðbænum. „Það verður engin afsökun að koma á bíl núna,“ sagði Kristján en aðeins fimm mínútna gangur er í nýju skemmuna sem er við hliðina á Tjöruhúsinu. Meðal listamanna sem koma fram í ár eru Emilíana Torrini, Agent Fresco, Úlfur Úlfur, Glowie, Risaeðlan, Mamma hestur, Strigaskór 42 og Sykur. Þá er Laddi heiðurslistamaður hátíðarinnar í ár og hlakkar, líkt og Emilía og fleiri, mikið til að koma vestur.Myndband af nýja húsnæðinu og Ísafirði má sjá að neðan. NÝ STÓRFRÉTT ÚR HERBÚÐUM ALDREI FÓR ÉG SUÐUR! - DEILIÐ ÞESSU G...NÝ STÓRFRÉTT ÚR HERBÚÐUM ALDREI FÓR ÉG SUÐUR!- DEILIÐ ÞESSU GJARNAN ÁFRAM!Posted by Aldrei Fór Ég Suður on Monday, January 18, 2016 Örn Elías Guðmundsson, upphafsmaður hátíðarinnar sem betur er þekktur sem Mugison, sagði frábær að annað árið í röð fengju listamennirnir greitt fyrir að koma fram. Það væri mikið fagnaðarefni. Margt hefði breyst frá því hátíðinni var komið á fót. Þá var ein önnur árleg sambærileg tónlistarhátíð á Íslandi, Iceland Airwaves, en nú væru tímarnir breyttir. Kristján Freyr benti á að stærsta vandamálið væri að koma listamönnunum fyrir. Skaut Birna Jónsdóttir rokkstýra inn í að vandamálið væri líka hve fljótir gestir væru að bóka gistingu. „Gestirnir eru skipulagðari en við,“ sagði Birna og hló. Hafði Kristján Freyr orð á því að um lúxusvandamál væri að ræða og mjög gleðilegt hve margir kæmu vestur á hátíðina. „En ferlega slæmt fyrir okkur sem verðum að hústökufólki um páskana,“ sagði Kristján Freyr og uppskrar hlátur viðstaddra.
Airwaves Aldrei fór ég suður Tengdar fréttir Emilíana Torrini kemur í fyrsta skipti fram á Aldrei fór ég suður Söngkonan Emilíana Torrini kemur fram á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður á Ísafirði nú um páskana. 5. febrúar 2016 10:54 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Emilíana Torrini kemur í fyrsta skipti fram á Aldrei fór ég suður Söngkonan Emilíana Torrini kemur fram á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður á Ísafirði nú um páskana. 5. febrúar 2016 10:54