Rúnar tók Jacob Schoop af velli eftir aðeins tuttugu mínútur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. febrúar 2016 16:42 Jacob Schoop. Vísir/Stefán Jacob Schoop var í byrjunarliði norska úrvalsdeildarliðsins Lilleström í æfingaleik á móti Bodö/Glimt í kvöld en þessi fyrrum KR-ingur þurfti að yfirgefa völlinn í fyrri hálfleiknum. Danski miðjumaðurinn er að reyna að sanna sig hjá norska úrvalsdeildarliðinu en það er ekki hægt að segja að hlutirnir séu að ganga upp hjá honum í byrjun. Leikurinn í kvöld fór fram á Aspmyra Stadion í Bodö í norður Noregi en liðin eru bæði að gera allt klárt fyrir norsku deildina sem hefst eftir aðeins tvær vikur. Rúnar Kristinsson, þjálfari Lilleström, byrjaði með Jacob Schoop út á hægri kantinum í leiknum á móti Bodö/Glimt en varð að taka Danann út á 21. mínútu. Jacob Schoop fékk þá högg og varð að yfirgefa völlinn meiddur. Hann fékk ekki því mikinn tíma til að sanna sig fyrir Rúnari. Staðan var markalaus þegar hann fór af velli. Jacob Schoop er að leita sér að nýju félagi en hann lék með KR síðasta sumar. Jacob Schoop hefur farið á reynslu til Bandaríkjanna en hann fékk ekki samning hjá MLS-liðinu Orlando City í janúar. Schoop er nú kominn til Noregs þar sem hann fékk tækifæri til að sýna sig hjá Rúnari Kristinssyni hjá Lilleström. Rúnar ætti að geta sótt sér upplýsingar um Schoop hjá kunningjum sínum í KR og því eru þessi meiðsli í kvöld enginn endapunktur fyrir danska miðjumanninn þótt að þau séu óheppileg.Prøvespiller Jacob Schoop har fått en smell og må gå ut. Petter Mathias Olsen kommer inn.#LSKLIVE— Lillestrøm SK (@LillestromSK) 29 February 2016 Fótbolti Íslenski boltinn Fótbolti á Norðurlöndum Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport Fleiri fréttir Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Sjá meira
Jacob Schoop var í byrjunarliði norska úrvalsdeildarliðsins Lilleström í æfingaleik á móti Bodö/Glimt í kvöld en þessi fyrrum KR-ingur þurfti að yfirgefa völlinn í fyrri hálfleiknum. Danski miðjumaðurinn er að reyna að sanna sig hjá norska úrvalsdeildarliðinu en það er ekki hægt að segja að hlutirnir séu að ganga upp hjá honum í byrjun. Leikurinn í kvöld fór fram á Aspmyra Stadion í Bodö í norður Noregi en liðin eru bæði að gera allt klárt fyrir norsku deildina sem hefst eftir aðeins tvær vikur. Rúnar Kristinsson, þjálfari Lilleström, byrjaði með Jacob Schoop út á hægri kantinum í leiknum á móti Bodö/Glimt en varð að taka Danann út á 21. mínútu. Jacob Schoop fékk þá högg og varð að yfirgefa völlinn meiddur. Hann fékk ekki því mikinn tíma til að sanna sig fyrir Rúnari. Staðan var markalaus þegar hann fór af velli. Jacob Schoop er að leita sér að nýju félagi en hann lék með KR síðasta sumar. Jacob Schoop hefur farið á reynslu til Bandaríkjanna en hann fékk ekki samning hjá MLS-liðinu Orlando City í janúar. Schoop er nú kominn til Noregs þar sem hann fékk tækifæri til að sýna sig hjá Rúnari Kristinssyni hjá Lilleström. Rúnar ætti að geta sótt sér upplýsingar um Schoop hjá kunningjum sínum í KR og því eru þessi meiðsli í kvöld enginn endapunktur fyrir danska miðjumanninn þótt að þau séu óheppileg.Prøvespiller Jacob Schoop har fått en smell og må gå ut. Petter Mathias Olsen kommer inn.#LSKLIVE— Lillestrøm SK (@LillestromSK) 29 February 2016
Fótbolti Íslenski boltinn Fótbolti á Norðurlöndum Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport Fleiri fréttir Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn