Enskan í forgrunni á nýjum upplýsingaskiltum á Keflavíkurflugvelli Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. febrúar 2016 12:12 Nýju upplýsingaskiltin á Keflavíkurflugvelli vísir Það má segja að ensku sé gert hærra undir höfði en íslenskunni á nýjum upplýsingaskiltum á Keflavíkurflugvelli. Eins og sést á meðfylgjandi mynd kemur enskan feitletruð og á undan íslenskunni á skiltinu og er því meira áberandi en okkar ástkæra ylhýra. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, segir einfalda ástæðu fyrir því að enskan sé meira áberandi en íslenskan á skiltunum. „Þetta er einfaldlega vegna þess að það fara miklu fleiri erlendir ferðamenn en íslenskir ferðamenn um flugvöllinn og þeir þekkja völlinn síður en Íslendingar. Fyrir ekki svo löngu var hlutfallið jafnt, 50 prósent erlendir ferðamenn og 50 prósent Íslendingar, en nú eru erlendu ferðamennirnir orðnir 70 prósent. Hugsunin hjá okkur var því sú að hjálpa þessum farþegum að komast sem best í gegnum flugvöllinn en við höfðum fengið ábendingar um að úr þessu mætti bæta,“ segir Guðni.Guðrún Kvaran gagnrýnir að ensku sé gert hærra undir höfði á nýjum upplýsingaskiltum á Keflavíkurflugvelli.mynd/stöð 2Guðrún Kvaran, prófessor í íslensku og formaður Íslenskrar málnefndar, segist ósammála þessari nálgun Isavia. Hún segir íslenskuna eiga að ganga fyrir öðrum tungumálum og bendir á að samkvæmt íslenskri málstefnu eigi að vera hægt að nota íslensku á öllum sviðum íslensks samfélags. „Á flugvelli þurfa upplýsingar auðvitað að vera á öðrum tungumálum og þá er eðlilegt að það sé málið sem flestir tali. En það tungumál á aldrei að vera hærra sett en íslenskan,“ segir Guðrún. Aðspurð hvort að þetta geti haft áhrif til lengri tíma segir Guðrún svo vera. „Þetta getur haft þau áhrif að fólki fer að finnast sjálfsagt að hafa ensku sem allra víðast og grefur undan notkun íslensku. Við kannski lendum í því að íslenskan verði bara töluð í eldhúsinu heima en alls staðar annars staðar verði dekrað við útlendinga og enska notuð í staðinn.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Það má segja að ensku sé gert hærra undir höfði en íslenskunni á nýjum upplýsingaskiltum á Keflavíkurflugvelli. Eins og sést á meðfylgjandi mynd kemur enskan feitletruð og á undan íslenskunni á skiltinu og er því meira áberandi en okkar ástkæra ylhýra. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, segir einfalda ástæðu fyrir því að enskan sé meira áberandi en íslenskan á skiltunum. „Þetta er einfaldlega vegna þess að það fara miklu fleiri erlendir ferðamenn en íslenskir ferðamenn um flugvöllinn og þeir þekkja völlinn síður en Íslendingar. Fyrir ekki svo löngu var hlutfallið jafnt, 50 prósent erlendir ferðamenn og 50 prósent Íslendingar, en nú eru erlendu ferðamennirnir orðnir 70 prósent. Hugsunin hjá okkur var því sú að hjálpa þessum farþegum að komast sem best í gegnum flugvöllinn en við höfðum fengið ábendingar um að úr þessu mætti bæta,“ segir Guðni.Guðrún Kvaran gagnrýnir að ensku sé gert hærra undir höfði á nýjum upplýsingaskiltum á Keflavíkurflugvelli.mynd/stöð 2Guðrún Kvaran, prófessor í íslensku og formaður Íslenskrar málnefndar, segist ósammála þessari nálgun Isavia. Hún segir íslenskuna eiga að ganga fyrir öðrum tungumálum og bendir á að samkvæmt íslenskri málstefnu eigi að vera hægt að nota íslensku á öllum sviðum íslensks samfélags. „Á flugvelli þurfa upplýsingar auðvitað að vera á öðrum tungumálum og þá er eðlilegt að það sé málið sem flestir tali. En það tungumál á aldrei að vera hærra sett en íslenskan,“ segir Guðrún. Aðspurð hvort að þetta geti haft áhrif til lengri tíma segir Guðrún svo vera. „Þetta getur haft þau áhrif að fólki fer að finnast sjálfsagt að hafa ensku sem allra víðast og grefur undan notkun íslensku. Við kannski lendum í því að íslenskan verði bara töluð í eldhúsinu heima en alls staðar annars staðar verði dekrað við útlendinga og enska notuð í staðinn.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira