Ferðaþjónustufyrirtæki tekur Reynisfjöru út sem áfangastað Jóhann Óli Eiðsson skrifar 13. febrúar 2016 13:40 Úr Reynisfjöru. mynd/jakob guðjohnsen „Náttúran hefur spilað stóran þátt í að breyta svæðinu. Fjaran hefur gefið eftir af ágangi sjávar og sjórinn gengur hærra upp en áður. Þar sem áður var óhætt er fólk nú í stórhættu,“ segir Jakob Guðjohnsen vettvangsstjóri hjá Superjeep.is í samtali við Vísi en ferðaþjónustufyrirtækið hefur ákveðið að taka Reynisfjöru út sem áfangastað hjá sér. Reynisfjara hefur verið í fréttum að undanförnu en fólk hefur ítrekað komist í hann krappan í fjörunni. Tvö banaslys hafa orðið í fjörunni á undanförnum tíu árum en árið 2007 lést bandarísk kona þar eftir að alda hrifsaði hana út með sér og í vikunni fórst fertugur maður frá Kína á sama hátt. Lögreglumenn standa vaktina í fjörunni næstu daga til að tryggja öryggi ferðamanna. „Þetta hefur verið endastöðin á suðurstrandartúrnum okkar. Við höfum keyrt þangað, snúið við og farið aftur í bæinn. Þetta er fallegur staður og margt að sjá þarna. Stuðlarnir eru tilkomumiklir og fjaran sem slík er frábær. Hún er klárlega staður sem maður vill fara með ferðamenn á en eins og staðan er núna þá er það ekki boðlegt,“ segir Jakob. Sem dæmi um stað sem gjörbreyst hefur að undanförnu nefnir hann hellinn þar sem lokasenan í kvikmyndinni Noah var tekin upp. Ekki sé langt síðan þar var algerlega óhætt að vera en nú þarf fólk að hafa varann á ætli það sé þangað inn. Jakob segir að með þessu sé fyrirtækið ekki að hnýta í aðra leiðsögumenn eða fólk sem fer þangað sjálft. „Það er vel hægt að fara þangað en þá þarf að bæta aðstöðuna. Það er eitt skilti þarna sem fæstir sjá sökum ríkjandi vindáttar líklega,“ segir Jakob. „Þarna ættu að vera fleiri skilti, betri merkingar þannig að fólk viti hvað það sé að fara út í og hvað beri að varast.“ „Það er svo ótrúlegt hvernig kerfið virkar. Fólk getur látist í umföngum án þess að nokkuð sé að gert en svo loksins þegar maður hagar viðskiptum sínum öðruvísi þá loksins áttar einhver sig á því hvað þarf að gera,“ segir hann að lokum. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Alltaf einhverjir sem hunsa tilmæli lögreglu Vakt Lögreglunnar á Suðurlandi í Reynisfjörðu hefur gengið vel að mati yfirlögregluþjóns sem segir þó alltaf einhverja hunsa tilmæli lögreglu. Gera þurfi mun betur til að hafa öryggismálin í lagi. 13. febrúar 2016 12:58 Ferðamaður féll í sjóinn við Reynisfjöru Erlendur ferðamaður féll í sjóinn við Reynisfjöru í Vík í Mýrdal. 20. júní 2013 18:52 Fífldjarfur ferðamaður í Reynisfjöru: „Tímaspursmál hvenær verður stórslys þarna“ Dæmi eru um banaslys í Reynisfjöru undanfarin ár en svo virðist sem ferðamenn geri sér engan veginn grein fyrir hættunni af briminu. 19. febrúar 2015 13:30 „Ekki eins og fólk sé ekki varað við hættunum“ Upplýsingafulltrúi Landsbjargar og forstöðumaður skrifstofu Ferðamálastofu á Akureyri segja að gera þurfi betur í því að auka öryggi ferðamanna hér á landi. 24. febrúar 2015 12:45 Áhættugreining í bígerð eftir banaslys Lögregluvakt verður komið á við Reynisfjöru eftir banaslys í fjörunni í gær. Í fjörunni eru viðvörunarskilti og kastlína með björgunarhring líkt og þekkist í fjörum víða um landið. 11. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
„Náttúran hefur spilað stóran þátt í að breyta svæðinu. Fjaran hefur gefið eftir af ágangi sjávar og sjórinn gengur hærra upp en áður. Þar sem áður var óhætt er fólk nú í stórhættu,“ segir Jakob Guðjohnsen vettvangsstjóri hjá Superjeep.is í samtali við Vísi en ferðaþjónustufyrirtækið hefur ákveðið að taka Reynisfjöru út sem áfangastað hjá sér. Reynisfjara hefur verið í fréttum að undanförnu en fólk hefur ítrekað komist í hann krappan í fjörunni. Tvö banaslys hafa orðið í fjörunni á undanförnum tíu árum en árið 2007 lést bandarísk kona þar eftir að alda hrifsaði hana út með sér og í vikunni fórst fertugur maður frá Kína á sama hátt. Lögreglumenn standa vaktina í fjörunni næstu daga til að tryggja öryggi ferðamanna. „Þetta hefur verið endastöðin á suðurstrandartúrnum okkar. Við höfum keyrt þangað, snúið við og farið aftur í bæinn. Þetta er fallegur staður og margt að sjá þarna. Stuðlarnir eru tilkomumiklir og fjaran sem slík er frábær. Hún er klárlega staður sem maður vill fara með ferðamenn á en eins og staðan er núna þá er það ekki boðlegt,“ segir Jakob. Sem dæmi um stað sem gjörbreyst hefur að undanförnu nefnir hann hellinn þar sem lokasenan í kvikmyndinni Noah var tekin upp. Ekki sé langt síðan þar var algerlega óhætt að vera en nú þarf fólk að hafa varann á ætli það sé þangað inn. Jakob segir að með þessu sé fyrirtækið ekki að hnýta í aðra leiðsögumenn eða fólk sem fer þangað sjálft. „Það er vel hægt að fara þangað en þá þarf að bæta aðstöðuna. Það er eitt skilti þarna sem fæstir sjá sökum ríkjandi vindáttar líklega,“ segir Jakob. „Þarna ættu að vera fleiri skilti, betri merkingar þannig að fólk viti hvað það sé að fara út í og hvað beri að varast.“ „Það er svo ótrúlegt hvernig kerfið virkar. Fólk getur látist í umföngum án þess að nokkuð sé að gert en svo loksins þegar maður hagar viðskiptum sínum öðruvísi þá loksins áttar einhver sig á því hvað þarf að gera,“ segir hann að lokum.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Alltaf einhverjir sem hunsa tilmæli lögreglu Vakt Lögreglunnar á Suðurlandi í Reynisfjörðu hefur gengið vel að mati yfirlögregluþjóns sem segir þó alltaf einhverja hunsa tilmæli lögreglu. Gera þurfi mun betur til að hafa öryggismálin í lagi. 13. febrúar 2016 12:58 Ferðamaður féll í sjóinn við Reynisfjöru Erlendur ferðamaður féll í sjóinn við Reynisfjöru í Vík í Mýrdal. 20. júní 2013 18:52 Fífldjarfur ferðamaður í Reynisfjöru: „Tímaspursmál hvenær verður stórslys þarna“ Dæmi eru um banaslys í Reynisfjöru undanfarin ár en svo virðist sem ferðamenn geri sér engan veginn grein fyrir hættunni af briminu. 19. febrúar 2015 13:30 „Ekki eins og fólk sé ekki varað við hættunum“ Upplýsingafulltrúi Landsbjargar og forstöðumaður skrifstofu Ferðamálastofu á Akureyri segja að gera þurfi betur í því að auka öryggi ferðamanna hér á landi. 24. febrúar 2015 12:45 Áhættugreining í bígerð eftir banaslys Lögregluvakt verður komið á við Reynisfjöru eftir banaslys í fjörunni í gær. Í fjörunni eru viðvörunarskilti og kastlína með björgunarhring líkt og þekkist í fjörum víða um landið. 11. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Alltaf einhverjir sem hunsa tilmæli lögreglu Vakt Lögreglunnar á Suðurlandi í Reynisfjörðu hefur gengið vel að mati yfirlögregluþjóns sem segir þó alltaf einhverja hunsa tilmæli lögreglu. Gera þurfi mun betur til að hafa öryggismálin í lagi. 13. febrúar 2016 12:58
Ferðamaður féll í sjóinn við Reynisfjöru Erlendur ferðamaður féll í sjóinn við Reynisfjöru í Vík í Mýrdal. 20. júní 2013 18:52
Fífldjarfur ferðamaður í Reynisfjöru: „Tímaspursmál hvenær verður stórslys þarna“ Dæmi eru um banaslys í Reynisfjöru undanfarin ár en svo virðist sem ferðamenn geri sér engan veginn grein fyrir hættunni af briminu. 19. febrúar 2015 13:30
„Ekki eins og fólk sé ekki varað við hættunum“ Upplýsingafulltrúi Landsbjargar og forstöðumaður skrifstofu Ferðamálastofu á Akureyri segja að gera þurfi betur í því að auka öryggi ferðamanna hér á landi. 24. febrúar 2015 12:45
Áhættugreining í bígerð eftir banaslys Lögregluvakt verður komið á við Reynisfjöru eftir banaslys í fjörunni í gær. Í fjörunni eru viðvörunarskilti og kastlína með björgunarhring líkt og þekkist í fjörum víða um landið. 11. febrúar 2016 07:00