Fífldjarfur ferðamaður í Reynisfjöru: „Tímaspursmál hvenær verður stórslys þarna“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. febrúar 2015 13:30 Þýski leiðsögumaðurinn Ulrich Pittroff var með hóp ferðamanna í fjörunni á þriðjudaginn þegar ferðamaðurinn óð út í eins og sjá má á myndinni. Mynd/Ulrich Pittroff Leiðsögumanni blöskraði hátterni erlends ferðamanns við Reynisfjöru á þriðjudaginn. Ferðamaðurinn hafði þá vaðið út í sjóinn til að ná sem bestum myndum. Mikil mildi þykir að öldurnar hafi ekki tekið manninn með sér. Fjölmörg dæmi eru um að ferðamenn hafi komið sér í hættu og jafnvel látið lífið í fjörunni. „Þetta er sérlega hættuleg fjara og alltof algengt að menn fari of nálægt. Ölduútsogið er með því meira sem gerist á byggðu bóli í heiminum held ég,“ segir Bjarnheiður Hallsdóttir, framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Kötlu DMI. Leiðsögumaður á hennar vegum varð vitni að hátterni fyrrnefnds ferðamanns á þriðjudaginn og tók myndir.Frá björgunaraðgerðum þegar kona lét lífið í maí 2007.„Líklega var hann á eigin vegum. Ég trúi ekki að neinn leiðsögumaður hefði látið þetta viðgangast,“ segir Bjarnheiður. Dæmin sanni að öldur hafi tekið fólk út í sjóinn. Orð að sönnu ef rýnt er í fjölmiðlaumfjöllun undanfarinna ára. Bandarísk kona á áttræðisaldri beið bana þegar brimalda hrifsaði hana út á dýpið árið 2007. Ári síðar voru þýsk hjón hætt komin á sömu slóðum þegar alda tóku þau með sér. Sama ár reyndi hópur ferðamanna að koma hval til bjargar sem rekið hafði á land. Voru þau búin að vaða sjó allt upp að mitti þegar Ólafur Björnsson, bóndi á Reyni, kom þeim til bjargar. „Það getur verið stórhættulegt að vaða þarna út í,“ sagði Ólafur við það tilefni.Ferðamaðurinn í fjörunni áður en hann hætti sér út í sjóinn.Mynd/Ulrich PittroffLeiðsögumaðurinn Ingólfur Bruun kom erlendri ferðakonu til bjargar í janúar fyrir tveimur árum á sömu slóðum. Sumarið 2013 tók brimalda erlendan ferðamann út í sjóinn í fjörunni og rak hann upp í fjöru við Reynisfjall eftir að hafa verið í sjónum í um hálftíma. „Aðstæður þarna eru gríðarlega hættulegar. Fólk hundsar viðvaranir,“ segir Bjarnheiður. Viðvörunarskilti var komið upp í fjörunni í apríl 2009. Fimm aðilar kostuðu gerð og uppsetningu þess en það voru Ferðamálastofa, Kynnisferðir, Mýrdalshreppur, Hótel Dyrhólaey og Landsbjörg.Frá uppsetningu skiltisins í Reynisfjöru árið 2009.Mynd/LandsbjörgÁ skiltinu eru ýmsar áhugaverðar upplýsingar fyrir ferðamenn og á gulum bakgrunni standa varnaðarorð þar sem fram kemur að öldurnar geta verið ófyrirsjáanlegar og óvæntar og sjávarstraumar séu einstaklega sterkir. Því eigi fólk ekki að fara nærri sjónum. Í fyrra var svo að frumkvæði Landsbjargar gengið í að bæta slysavarnir á staðnum enn frekar. Bílastæðið var girt af til að beina fólki niður stíginn framhjá skiltinu. Öryggishluti skiltisins var endurgerður og leiðbeiningar settar fram á myndrænan hátt. Að síðustu var settur upp staur í fjörunni og á hann sett Björgvinsbelti (kastlína og björgunarlykkja). Allt í allt kostuðu framkvæmdirnar um hálfa milljón og að verkefninu komu auk félagsins, björgunarsveitin á staðnum, sveitarfélagið, sjóvá, Vegagerðin, kynnisferðir og lögregan á suðurlandi. Bjarnheiður segir Reynisfjöru einn vinsælasta viðkomustað ferðamanna á Suðurströndinni. Hundruð þúsunda ferðamanna komi þar við árlega. Sumir með leiðsögumenn en margir á eigin vegum. „Það er tímaspursmál hvenær verður stórslys þarna miðað við hegðun á borð við þessa,“ segir Bjarnheiður og vísar í ferðamanninn í fjörunni á þriðjudaginn.Uppfært 20. febrúar klukkan 12 Upplýsingum um frekari uppsetningu viðvaranaskilta við Reynisfjöru hefur verið bætt við fréttina.Myndbandið að neðan er tekið af Roland A. Mores í Reynisfjöru í janúar 2013.Neðra myndbandið er birt í desember 2014 en kemur ekki fram hvenær það er tekið. Bæði myndböndin sýna glögglega hve mikill öldugangurinn getur verið í fjörunni. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Erlendur ferðamaður heppinn að sleppa úr sjálfheldu Erlendur ferðamaður lenti í sjálfheldu í Reynisfjöru um helgina og var heppinn að sleppa ómeiddur að sögn vitnis. 15. júlí 2008 15:14 Kona lét lífið þegar brimskafl tók hana Bandarísk kona lést í fjörunni við Vík í Mýrdal eftir að alda skall á henni og hreif frá landi. Mildi þykir að dóttir konunnar hafi sloppið. Formaður björgunarsveitarinnar í Vík segir að unnið hafi verið að því að koma upp aðvörunarskilti. 20. maí 2007 00:01 Ferðamenn hætt komnir við Reynisfjöru þegar þeir reyndu að bjarga hval Erlendir ferðamenn voru hætt komnir þegar þeir reyndu að koma hval til bjargar sem hafði rekið á land við Reynisfjöru við Vík rétt fyrir hádegið í dag. Ólafur Björnsson, bóndi á Reyni, segir að sér hafi ekkert litist á blikuna þegar hann hafi séð að fólkið hafi verið búið að vaða í fjöruna allt upp að mitti. 22. ágúst 2008 13:22 Kanar eru ólmir í að gifta sig á Íslandi Hjónin Ann og Chris Peters halda úti vefsíðunni icelandweddingplanner.com. 28. júlí 2014 10:30 Mest lesið Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fleiri fréttir Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Sjá meira
Leiðsögumanni blöskraði hátterni erlends ferðamanns við Reynisfjöru á þriðjudaginn. Ferðamaðurinn hafði þá vaðið út í sjóinn til að ná sem bestum myndum. Mikil mildi þykir að öldurnar hafi ekki tekið manninn með sér. Fjölmörg dæmi eru um að ferðamenn hafi komið sér í hættu og jafnvel látið lífið í fjörunni. „Þetta er sérlega hættuleg fjara og alltof algengt að menn fari of nálægt. Ölduútsogið er með því meira sem gerist á byggðu bóli í heiminum held ég,“ segir Bjarnheiður Hallsdóttir, framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Kötlu DMI. Leiðsögumaður á hennar vegum varð vitni að hátterni fyrrnefnds ferðamanns á þriðjudaginn og tók myndir.Frá björgunaraðgerðum þegar kona lét lífið í maí 2007.„Líklega var hann á eigin vegum. Ég trúi ekki að neinn leiðsögumaður hefði látið þetta viðgangast,“ segir Bjarnheiður. Dæmin sanni að öldur hafi tekið fólk út í sjóinn. Orð að sönnu ef rýnt er í fjölmiðlaumfjöllun undanfarinna ára. Bandarísk kona á áttræðisaldri beið bana þegar brimalda hrifsaði hana út á dýpið árið 2007. Ári síðar voru þýsk hjón hætt komin á sömu slóðum þegar alda tóku þau með sér. Sama ár reyndi hópur ferðamanna að koma hval til bjargar sem rekið hafði á land. Voru þau búin að vaða sjó allt upp að mitti þegar Ólafur Björnsson, bóndi á Reyni, kom þeim til bjargar. „Það getur verið stórhættulegt að vaða þarna út í,“ sagði Ólafur við það tilefni.Ferðamaðurinn í fjörunni áður en hann hætti sér út í sjóinn.Mynd/Ulrich PittroffLeiðsögumaðurinn Ingólfur Bruun kom erlendri ferðakonu til bjargar í janúar fyrir tveimur árum á sömu slóðum. Sumarið 2013 tók brimalda erlendan ferðamann út í sjóinn í fjörunni og rak hann upp í fjöru við Reynisfjall eftir að hafa verið í sjónum í um hálftíma. „Aðstæður þarna eru gríðarlega hættulegar. Fólk hundsar viðvaranir,“ segir Bjarnheiður. Viðvörunarskilti var komið upp í fjörunni í apríl 2009. Fimm aðilar kostuðu gerð og uppsetningu þess en það voru Ferðamálastofa, Kynnisferðir, Mýrdalshreppur, Hótel Dyrhólaey og Landsbjörg.Frá uppsetningu skiltisins í Reynisfjöru árið 2009.Mynd/LandsbjörgÁ skiltinu eru ýmsar áhugaverðar upplýsingar fyrir ferðamenn og á gulum bakgrunni standa varnaðarorð þar sem fram kemur að öldurnar geta verið ófyrirsjáanlegar og óvæntar og sjávarstraumar séu einstaklega sterkir. Því eigi fólk ekki að fara nærri sjónum. Í fyrra var svo að frumkvæði Landsbjargar gengið í að bæta slysavarnir á staðnum enn frekar. Bílastæðið var girt af til að beina fólki niður stíginn framhjá skiltinu. Öryggishluti skiltisins var endurgerður og leiðbeiningar settar fram á myndrænan hátt. Að síðustu var settur upp staur í fjörunni og á hann sett Björgvinsbelti (kastlína og björgunarlykkja). Allt í allt kostuðu framkvæmdirnar um hálfa milljón og að verkefninu komu auk félagsins, björgunarsveitin á staðnum, sveitarfélagið, sjóvá, Vegagerðin, kynnisferðir og lögregan á suðurlandi. Bjarnheiður segir Reynisfjöru einn vinsælasta viðkomustað ferðamanna á Suðurströndinni. Hundruð þúsunda ferðamanna komi þar við árlega. Sumir með leiðsögumenn en margir á eigin vegum. „Það er tímaspursmál hvenær verður stórslys þarna miðað við hegðun á borð við þessa,“ segir Bjarnheiður og vísar í ferðamanninn í fjörunni á þriðjudaginn.Uppfært 20. febrúar klukkan 12 Upplýsingum um frekari uppsetningu viðvaranaskilta við Reynisfjöru hefur verið bætt við fréttina.Myndbandið að neðan er tekið af Roland A. Mores í Reynisfjöru í janúar 2013.Neðra myndbandið er birt í desember 2014 en kemur ekki fram hvenær það er tekið. Bæði myndböndin sýna glögglega hve mikill öldugangurinn getur verið í fjörunni.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Erlendur ferðamaður heppinn að sleppa úr sjálfheldu Erlendur ferðamaður lenti í sjálfheldu í Reynisfjöru um helgina og var heppinn að sleppa ómeiddur að sögn vitnis. 15. júlí 2008 15:14 Kona lét lífið þegar brimskafl tók hana Bandarísk kona lést í fjörunni við Vík í Mýrdal eftir að alda skall á henni og hreif frá landi. Mildi þykir að dóttir konunnar hafi sloppið. Formaður björgunarsveitarinnar í Vík segir að unnið hafi verið að því að koma upp aðvörunarskilti. 20. maí 2007 00:01 Ferðamenn hætt komnir við Reynisfjöru þegar þeir reyndu að bjarga hval Erlendir ferðamenn voru hætt komnir þegar þeir reyndu að koma hval til bjargar sem hafði rekið á land við Reynisfjöru við Vík rétt fyrir hádegið í dag. Ólafur Björnsson, bóndi á Reyni, segir að sér hafi ekkert litist á blikuna þegar hann hafi séð að fólkið hafi verið búið að vaða í fjöruna allt upp að mitti. 22. ágúst 2008 13:22 Kanar eru ólmir í að gifta sig á Íslandi Hjónin Ann og Chris Peters halda úti vefsíðunni icelandweddingplanner.com. 28. júlí 2014 10:30 Mest lesið Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fleiri fréttir Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Sjá meira
Erlendur ferðamaður heppinn að sleppa úr sjálfheldu Erlendur ferðamaður lenti í sjálfheldu í Reynisfjöru um helgina og var heppinn að sleppa ómeiddur að sögn vitnis. 15. júlí 2008 15:14
Kona lét lífið þegar brimskafl tók hana Bandarísk kona lést í fjörunni við Vík í Mýrdal eftir að alda skall á henni og hreif frá landi. Mildi þykir að dóttir konunnar hafi sloppið. Formaður björgunarsveitarinnar í Vík segir að unnið hafi verið að því að koma upp aðvörunarskilti. 20. maí 2007 00:01
Ferðamenn hætt komnir við Reynisfjöru þegar þeir reyndu að bjarga hval Erlendir ferðamenn voru hætt komnir þegar þeir reyndu að koma hval til bjargar sem hafði rekið á land við Reynisfjöru við Vík rétt fyrir hádegið í dag. Ólafur Björnsson, bóndi á Reyni, segir að sér hafi ekkert litist á blikuna þegar hann hafi séð að fólkið hafi verið búið að vaða í fjöruna allt upp að mitti. 22. ágúst 2008 13:22
Kanar eru ólmir í að gifta sig á Íslandi Hjónin Ann og Chris Peters halda úti vefsíðunni icelandweddingplanner.com. 28. júlí 2014 10:30
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels