Engar forsendur fyrir riftunarmáli Höskuldur Kári Schram skrifar 16. febrúar 2016 18:30 Forstjóri Borgunar segir engar forsendur fyrir riftunarmáli af hálfu Landsbankans vegna sölunnar á fyrirtækinu. Þingmenn kölluðu eftir því á Alþingi í dag að yfirstjórn bankans víki vegna málsins og telja að það hafi skaðað trúverðugleika bankans. Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, hefur lýst því yfir í fjölmiðlum að bankinn hafi ekki haft upplýsingar um greiðslur til Borgunar vegna yfirtöku Vísa í Ameríku á Vísa í Evrópu. Bankinn hefur verið harðlega gagnrýndur vegna málsins en forsætisráðherra og fjármálaráðherra hafa báðir sagt að hann hafi klúðrar sölunni. Landsbankinn hefur ekki útlokað að höfða riftunarmál ef í ljós kemur að stjórnendur fyrirtækisins hafi leynt upplýsingum. Haukur Oddsson forstjóri Borgunar hafnar í samtali við fréttastofu í dag öllum ásökunum um að upplýsingum hafi verið leynt. Þvert á móti segir hann að bankinn hafi haft aðgang að öllum upplýsingum um málið. Hann segir engar forsendur fyrir riftunarmáli af hálfu bankans vegna sölunnar. Hann segir ennfremur óskiljanlegt að bankinn hafi komist að þeirri niðurstöðu, eftir að hafa að eigin sögn kynnt sér gögn um valréttinn, að Borgun, einn allra leyfishafa, hefði ekki rétt á greiðslum kæmi til þess að valrétturinn yrði nýttur. Þá kallar hann eftir því að Landsbankinn upplýsi um þá fyrirvara sem hann setti vegna sölunnar á Valitor út af umræddum greiðslum. Í svari frá Landsbankanum segir að upplýsingar um fyrirvarann um greiðslur frá Valitor til Landsbankans vegna valréttarins á milli Visa Europe og Visa Inc. sé að finna í svari bankans til Bankasýslu ríkisins frá 11. febrúar 2016. Þar kemur fram að viðbótargreiðslur, sem Landsbankinn kann að fá frá Arion banka vegna valréttarins, svara til 38% af andvirði greiðslna sem berast VISA Ísland (dótturfélag Valitor) að teknu tilliti til skatta, gjalda og kostnaðar sem slíkum greiðslum kann að fylgja. Viðbótargreiðslur lækka í 20% ef, og frá og með þeim tíma sem, Landsbankinn gengur úr viðskiptum við Valitor. Bankasýsla ríkisins og Fjármálaeftirlitið skoða nú málið en þingmenn kölluðu eftir því á Alþingi í dag að yfirstjórn bankans víki. „Dag eftir dag er okkur boðið upp á farsa, farsa í boði Landsbankans og Borgunar. Það er ekki boðlegt hvernig þessir aðilar hegða sér og koma fram. Að mínu viti eiga bæði stjórn og bankastjóri að víkja. Ég tel líka að stjórn Borgunar komist ekki undan því að takast á við sinn þátt málsins. Það má vel vera að þessi gjörningur sé löglegur en hann er algerlega siðlaus,“ sagði Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingmaður Vinstri grænna. Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Framsóknarflokks tók í svipaðan streng. „Málið er núna hins vegar farið að snúast um allt annað og meira en sölu Landsbankans á Borgun. Hún er farin að snúast um traust og trúverðugleika Landsbankans sjálfs. Það þarf að koma í veg fyrir að Landsbankinn verði fyrir tjóni og að virði hans rýrni út af þessu máli. Það þarf einfaldlega að taka þannig til hendi að Alþingi taki þetta mál til gaumgæfilegrar athugunar og að yfirstjórn Landsbankans víki,“ sagði Þorsteinn Sæmundsson. Borgunarmálið Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Sjá meira
Forstjóri Borgunar segir engar forsendur fyrir riftunarmáli af hálfu Landsbankans vegna sölunnar á fyrirtækinu. Þingmenn kölluðu eftir því á Alþingi í dag að yfirstjórn bankans víki vegna málsins og telja að það hafi skaðað trúverðugleika bankans. Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, hefur lýst því yfir í fjölmiðlum að bankinn hafi ekki haft upplýsingar um greiðslur til Borgunar vegna yfirtöku Vísa í Ameríku á Vísa í Evrópu. Bankinn hefur verið harðlega gagnrýndur vegna málsins en forsætisráðherra og fjármálaráðherra hafa báðir sagt að hann hafi klúðrar sölunni. Landsbankinn hefur ekki útlokað að höfða riftunarmál ef í ljós kemur að stjórnendur fyrirtækisins hafi leynt upplýsingum. Haukur Oddsson forstjóri Borgunar hafnar í samtali við fréttastofu í dag öllum ásökunum um að upplýsingum hafi verið leynt. Þvert á móti segir hann að bankinn hafi haft aðgang að öllum upplýsingum um málið. Hann segir engar forsendur fyrir riftunarmáli af hálfu bankans vegna sölunnar. Hann segir ennfremur óskiljanlegt að bankinn hafi komist að þeirri niðurstöðu, eftir að hafa að eigin sögn kynnt sér gögn um valréttinn, að Borgun, einn allra leyfishafa, hefði ekki rétt á greiðslum kæmi til þess að valrétturinn yrði nýttur. Þá kallar hann eftir því að Landsbankinn upplýsi um þá fyrirvara sem hann setti vegna sölunnar á Valitor út af umræddum greiðslum. Í svari frá Landsbankanum segir að upplýsingar um fyrirvarann um greiðslur frá Valitor til Landsbankans vegna valréttarins á milli Visa Europe og Visa Inc. sé að finna í svari bankans til Bankasýslu ríkisins frá 11. febrúar 2016. Þar kemur fram að viðbótargreiðslur, sem Landsbankinn kann að fá frá Arion banka vegna valréttarins, svara til 38% af andvirði greiðslna sem berast VISA Ísland (dótturfélag Valitor) að teknu tilliti til skatta, gjalda og kostnaðar sem slíkum greiðslum kann að fylgja. Viðbótargreiðslur lækka í 20% ef, og frá og með þeim tíma sem, Landsbankinn gengur úr viðskiptum við Valitor. Bankasýsla ríkisins og Fjármálaeftirlitið skoða nú málið en þingmenn kölluðu eftir því á Alþingi í dag að yfirstjórn bankans víki. „Dag eftir dag er okkur boðið upp á farsa, farsa í boði Landsbankans og Borgunar. Það er ekki boðlegt hvernig þessir aðilar hegða sér og koma fram. Að mínu viti eiga bæði stjórn og bankastjóri að víkja. Ég tel líka að stjórn Borgunar komist ekki undan því að takast á við sinn þátt málsins. Það má vel vera að þessi gjörningur sé löglegur en hann er algerlega siðlaus,“ sagði Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingmaður Vinstri grænna. Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Framsóknarflokks tók í svipaðan streng. „Málið er núna hins vegar farið að snúast um allt annað og meira en sölu Landsbankans á Borgun. Hún er farin að snúast um traust og trúverðugleika Landsbankans sjálfs. Það þarf að koma í veg fyrir að Landsbankinn verði fyrir tjóni og að virði hans rýrni út af þessu máli. Það þarf einfaldlega að taka þannig til hendi að Alþingi taki þetta mál til gaumgæfilegrar athugunar og að yfirstjórn Landsbankans víki,“ sagði Þorsteinn Sæmundsson.
Borgunarmálið Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Sjá meira