Rannsakar fyrrverandi undirmann Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. febrúar 2016 18:30 Ásgeir Karlsson, yfirmaður á greiningardeild ríkislögreglustjóra. Ásgeir var yfirmaður fíkniefnadeildar til 2007 þegar Karl Steinar Valsson tók við starfinu. Vísir/Pjetur Ásgeir Karlsson, yfirmaður á greiningardeild ríkislögreglustjóra, fer fyrir rannsókn á rannsóknarlögreglumanni hjá fíkniefnadeildinni. Sá var handtekinn í lok desember og var í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni í viku. Um var að ræða í fyrsta skipti í áratugi sem lögreglumaður sætti gæsluvarðhaldi. Ásgeir var yfirmaður fíkniefnadeildar í tíu ár eða fram til ársins 2007. Hann var því í skamman tíma yfirmaður lögreglumannsins sem sætir rannsókn hjá ríkissaksóknara. Vararíkissaksóknari segist meðvitaður um tengslin, sem RÚV greindi frá í dag, en langur tími sé liðinn frá því Ásgeir var yfirmaður hans. Lögreglumaðurinn er annar tveggja sem hafa stöðu grunaðs í málinu sem er hið undarlegasta þar sem upptaka með samskiptum þeirra barst ríkissaksóknara. Hinn aðilinn er góðkunningi lögreglu úr fíkniefnaheiminum en samkvæmt heimildum Vísis tók hann upp samtal þeirra tveggja. Báðir voru handteknir og sátu í gæsluvarðhaldi. Fyrst lögreglumaðurinn yfir áramótin og í kjölfarið var hinn aðilinn handtekinn. Hvers vegna samtalið var tekið upp og hvernig upptakan barst til ríkissaksóknara er á huldu.Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari.vísir/gvaRannsóknir á lögreglumönnum erfiðar Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari segist vera meðvitaður um tengsl Ásgeirs við lögreglumanninn sem er til rannsóknar. Lögreglumaðurinn var vissulega undirmaður Ásgeirs í fíkniefnadeild í skamman tíma en síðan séu liðin tíu ár. Tengslin hafi verið rædd og metið sem svo að þau hefðu engin áhrif. Þá séu brotin sem til rannsóknar séu frekar nýleg. Öðru máli gegndi ef málið teygði anga sína langt aftur í tímann. „Þá kæmi þetta aldrei til greina,“ segir Helgi Magnús. Helgi Magnús segir mál sem þessi erfið meðferðar, ekki bara sem snúi að mögulegu vanhæfi heldur sé einnig erfitt fyrir menn að vera settir í þá stöðu að rannsaka fyrrverandi samstarfsmenn eða skólafélaga. „Það eru mjög margir sem hafa unnið með viðkomandi eða verið með honum í skóla.“ Helgi Magnús segir rannsókninni miða vel, verið sé að fara í gegnum símagögn og tölvugögn og ná utan um lausa enda. Síðustu yfirheyrslur séu eftir og farið sé að sjá fyrir endann á rannsókninni. Lögreglumanninum var vikið tímabundið frá störfum á meðan mál hans er til rannsóknar. Ásakanir langt aftur í tímann til rannsóknar Málið er annað tveggja þar sem starfsmenn fíkniefnadeildar lögreglu eru til rannsóknar vegna meintra óeðlilegra samskipta við aðila í fíkniefnaheiminum. Hitt málið snýr að lögreglufulltrúa sem hefur sætt ásökunum í lengri tíma án þess að yfirmenn hans hafi séð ástæðu til að rannsaka málin. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá héraðssaksóknara, fór fyrir rannsókn þess máls sem hófst þann 11. janúar en var færður úr því hlutverki 29. janúar eins og Vísir greindi frá fyrr í dag. Samkvæmt heimildum Vísis voru lögreglumenn ósáttir að hann kæmi að rannsókninni vegna náinna tengsla hans við fyrrverandi yfirmenn lögreglufulltrúans, Aldísi Hilmarsdóttur og Karl Steinar Valsson. Bæði eru nánir vinir Gríms. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segir hann hafa óskað eftir því sjálfur að stíga til hliðar og var hann færður úr hlutverkinu samdægurs. Ólafur segir aðkomu Gríms fyrst og fremst hafa verið sem yfirmaður sviðsins og þeirra manna sem fóru fyrir rannsókninni. Hann hafi þó stigið inn fyrir annan þeirra tímabundið og tekið þátt í yfirheyrslum. Hann hafi hvorki yfirheyrt Aldísi né Karl Steinar. Samkvæmt heimildum Vísis höfðu lögreglumenn, sem kallaðir voru til yfirheyrslu, áhyggjur af því að þurfa að greina frá málum sem upp komu í tíð Aldísar og Karls Steinars vitandi af nánu sambandi Gríms við þau. Sumir hafa enn áhyggjur enda undirmenn Gríms þeir sem fara með rannsókn málsins.Aldís Hilmarsdóttir og Grímur Grímsson þekkjast vel eftir að hafa starfað saman í lengri tíma.VísirNáinn Karli Steinari og Aldísi Fyrrnefndir yfirmenn, Aldís og Karl Steinar, hafa verið gagnrýndir fyrir að hafa ekki sinnt ábendingum og ásökunum á hendur lögreglufulltrúanum árum saman. Karl Steinar fullyrti einu sinni á fundi að rannsókn hefði farið fram þegar raunin var sú að hann sjálfur tók saman greinargerð um sinn nánasta undirmann. Sú var afdráttarlaus hvað varðaði sakleysi fulltrúans og fór málið ekki lengra. Þá hreyfði Aldís, sem yfirmaður fíkniefnadeildar, við miklum mótmælum þegar ákveðið var að færa lögreglufulltrúann úr deildinni eftir athugasemdir frá meirihluta deildarinnar. Hún var í janúar færð tímabundið úr starfi sínu sem yfirmaður fíkniefnadeildar. Grímur er náinn vinur Karls Steinars og vinátta þeirra Aldísar nær sömuleiðis mörg ár aftur í tímann. Þau námu við Háskólann í Reykjavík á sama tíma, réðu sig til Deloitte á sama tíma og voru ráðin inn í efnahagsbrotadeild á sama tíma. Þar varð Grímur yfirmaður Aldísar. Sú staða að lögreglumenn rannsaki kollega sína var síðast til umræðu á fundi á vegum innanríkisráðuneytisins og lagadeilda Háskóla Íslands og Háskóla Reykjavíkur. Formaður Landsambands lögreglumanna segir ótækt að menn séu settir í þá stöðu að rannsaka kollega sína. Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Rannsókn á lögreglufulltrúa: Yfirlögregluþjónn færður úr rannsóknarteyminu Grímur Grímsson er náinn samstarfsmaður og vinur síðustu tveggja yfirmanna fíkniefnadeildar, Aldísar Hilmarsdóttur og Karls Steinars Valssonar. 16. febrúar 2016 12:30 „Ásakanirnar voru það alvarlegar að ekki var annað hægt en að vísa málinu til ríkissaksóknara“ Nánasti yfirmaður lögreglufulltrúans taldi ekkert hæft í ásökunum 2012. Þremur árum síðar var embætti ríkislögreglustjóra á allt annarri skoðun. 15. janúar 2016 10:30 Greinargerð Karls Steinars: Taldi enga ástæðu til að vantreysta lögreglufulltrúanum Jón H.B. Snorrason segir Karl Steinar Valsson hafa skoðað ásakanirnar og ályktað að ekkert væri hæft í þeim. 14. janúar 2016 13:43 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Fleiri fréttir Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Sjá meira
Ásgeir Karlsson, yfirmaður á greiningardeild ríkislögreglustjóra, fer fyrir rannsókn á rannsóknarlögreglumanni hjá fíkniefnadeildinni. Sá var handtekinn í lok desember og var í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni í viku. Um var að ræða í fyrsta skipti í áratugi sem lögreglumaður sætti gæsluvarðhaldi. Ásgeir var yfirmaður fíkniefnadeildar í tíu ár eða fram til ársins 2007. Hann var því í skamman tíma yfirmaður lögreglumannsins sem sætir rannsókn hjá ríkissaksóknara. Vararíkissaksóknari segist meðvitaður um tengslin, sem RÚV greindi frá í dag, en langur tími sé liðinn frá því Ásgeir var yfirmaður hans. Lögreglumaðurinn er annar tveggja sem hafa stöðu grunaðs í málinu sem er hið undarlegasta þar sem upptaka með samskiptum þeirra barst ríkissaksóknara. Hinn aðilinn er góðkunningi lögreglu úr fíkniefnaheiminum en samkvæmt heimildum Vísis tók hann upp samtal þeirra tveggja. Báðir voru handteknir og sátu í gæsluvarðhaldi. Fyrst lögreglumaðurinn yfir áramótin og í kjölfarið var hinn aðilinn handtekinn. Hvers vegna samtalið var tekið upp og hvernig upptakan barst til ríkissaksóknara er á huldu.Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari.vísir/gvaRannsóknir á lögreglumönnum erfiðar Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari segist vera meðvitaður um tengsl Ásgeirs við lögreglumanninn sem er til rannsóknar. Lögreglumaðurinn var vissulega undirmaður Ásgeirs í fíkniefnadeild í skamman tíma en síðan séu liðin tíu ár. Tengslin hafi verið rædd og metið sem svo að þau hefðu engin áhrif. Þá séu brotin sem til rannsóknar séu frekar nýleg. Öðru máli gegndi ef málið teygði anga sína langt aftur í tímann. „Þá kæmi þetta aldrei til greina,“ segir Helgi Magnús. Helgi Magnús segir mál sem þessi erfið meðferðar, ekki bara sem snúi að mögulegu vanhæfi heldur sé einnig erfitt fyrir menn að vera settir í þá stöðu að rannsaka fyrrverandi samstarfsmenn eða skólafélaga. „Það eru mjög margir sem hafa unnið með viðkomandi eða verið með honum í skóla.“ Helgi Magnús segir rannsókninni miða vel, verið sé að fara í gegnum símagögn og tölvugögn og ná utan um lausa enda. Síðustu yfirheyrslur séu eftir og farið sé að sjá fyrir endann á rannsókninni. Lögreglumanninum var vikið tímabundið frá störfum á meðan mál hans er til rannsóknar. Ásakanir langt aftur í tímann til rannsóknar Málið er annað tveggja þar sem starfsmenn fíkniefnadeildar lögreglu eru til rannsóknar vegna meintra óeðlilegra samskipta við aðila í fíkniefnaheiminum. Hitt málið snýr að lögreglufulltrúa sem hefur sætt ásökunum í lengri tíma án þess að yfirmenn hans hafi séð ástæðu til að rannsaka málin. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá héraðssaksóknara, fór fyrir rannsókn þess máls sem hófst þann 11. janúar en var færður úr því hlutverki 29. janúar eins og Vísir greindi frá fyrr í dag. Samkvæmt heimildum Vísis voru lögreglumenn ósáttir að hann kæmi að rannsókninni vegna náinna tengsla hans við fyrrverandi yfirmenn lögreglufulltrúans, Aldísi Hilmarsdóttur og Karl Steinar Valsson. Bæði eru nánir vinir Gríms. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segir hann hafa óskað eftir því sjálfur að stíga til hliðar og var hann færður úr hlutverkinu samdægurs. Ólafur segir aðkomu Gríms fyrst og fremst hafa verið sem yfirmaður sviðsins og þeirra manna sem fóru fyrir rannsókninni. Hann hafi þó stigið inn fyrir annan þeirra tímabundið og tekið þátt í yfirheyrslum. Hann hafi hvorki yfirheyrt Aldísi né Karl Steinar. Samkvæmt heimildum Vísis höfðu lögreglumenn, sem kallaðir voru til yfirheyrslu, áhyggjur af því að þurfa að greina frá málum sem upp komu í tíð Aldísar og Karls Steinars vitandi af nánu sambandi Gríms við þau. Sumir hafa enn áhyggjur enda undirmenn Gríms þeir sem fara með rannsókn málsins.Aldís Hilmarsdóttir og Grímur Grímsson þekkjast vel eftir að hafa starfað saman í lengri tíma.VísirNáinn Karli Steinari og Aldísi Fyrrnefndir yfirmenn, Aldís og Karl Steinar, hafa verið gagnrýndir fyrir að hafa ekki sinnt ábendingum og ásökunum á hendur lögreglufulltrúanum árum saman. Karl Steinar fullyrti einu sinni á fundi að rannsókn hefði farið fram þegar raunin var sú að hann sjálfur tók saman greinargerð um sinn nánasta undirmann. Sú var afdráttarlaus hvað varðaði sakleysi fulltrúans og fór málið ekki lengra. Þá hreyfði Aldís, sem yfirmaður fíkniefnadeildar, við miklum mótmælum þegar ákveðið var að færa lögreglufulltrúann úr deildinni eftir athugasemdir frá meirihluta deildarinnar. Hún var í janúar færð tímabundið úr starfi sínu sem yfirmaður fíkniefnadeildar. Grímur er náinn vinur Karls Steinars og vinátta þeirra Aldísar nær sömuleiðis mörg ár aftur í tímann. Þau námu við Háskólann í Reykjavík á sama tíma, réðu sig til Deloitte á sama tíma og voru ráðin inn í efnahagsbrotadeild á sama tíma. Þar varð Grímur yfirmaður Aldísar. Sú staða að lögreglumenn rannsaki kollega sína var síðast til umræðu á fundi á vegum innanríkisráðuneytisins og lagadeilda Háskóla Íslands og Háskóla Reykjavíkur. Formaður Landsambands lögreglumanna segir ótækt að menn séu settir í þá stöðu að rannsaka kollega sína.
Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Rannsókn á lögreglufulltrúa: Yfirlögregluþjónn færður úr rannsóknarteyminu Grímur Grímsson er náinn samstarfsmaður og vinur síðustu tveggja yfirmanna fíkniefnadeildar, Aldísar Hilmarsdóttur og Karls Steinars Valssonar. 16. febrúar 2016 12:30 „Ásakanirnar voru það alvarlegar að ekki var annað hægt en að vísa málinu til ríkissaksóknara“ Nánasti yfirmaður lögreglufulltrúans taldi ekkert hæft í ásökunum 2012. Þremur árum síðar var embætti ríkislögreglustjóra á allt annarri skoðun. 15. janúar 2016 10:30 Greinargerð Karls Steinars: Taldi enga ástæðu til að vantreysta lögreglufulltrúanum Jón H.B. Snorrason segir Karl Steinar Valsson hafa skoðað ásakanirnar og ályktað að ekkert væri hæft í þeim. 14. janúar 2016 13:43 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Fleiri fréttir Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Sjá meira
Rannsókn á lögreglufulltrúa: Yfirlögregluþjónn færður úr rannsóknarteyminu Grímur Grímsson er náinn samstarfsmaður og vinur síðustu tveggja yfirmanna fíkniefnadeildar, Aldísar Hilmarsdóttur og Karls Steinars Valssonar. 16. febrúar 2016 12:30
„Ásakanirnar voru það alvarlegar að ekki var annað hægt en að vísa málinu til ríkissaksóknara“ Nánasti yfirmaður lögreglufulltrúans taldi ekkert hæft í ásökunum 2012. Þremur árum síðar var embætti ríkislögreglustjóra á allt annarri skoðun. 15. janúar 2016 10:30
Greinargerð Karls Steinars: Taldi enga ástæðu til að vantreysta lögreglufulltrúanum Jón H.B. Snorrason segir Karl Steinar Valsson hafa skoðað ásakanirnar og ályktað að ekkert væri hæft í þeim. 14. janúar 2016 13:43