Sendi héraðssaksóknara póst vegna athugasemda lögreglumanna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. febrúar 2016 15:22 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Ernir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, upplýsti Ólaf Þór Hauksson sérstakan saksóknara um að lögreglumenn væru ósáttir við að Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá héraðssaksóknara, kæmi að rannsókn á lögreglufulltrúa sem grunaður er um óeðlileg samskipti við aðila innan fíkniefnaheimsins. Eftir að hafa komið að rannsókninni, sem hófst þann 11. janúar, í tæpar þrjár vikur vék Grímur frá rannsókninni. Ólafur Þór segir í samtali við Vísi að það hafi verið að frumkvæði Gríms. Hann virðist þó ekki hafa talið sig óhæfan til að fara fyrir rannsókninni til að byrja með þrátt fyrir nána og áralanga vináttu við báða fyrrverandi yfirmenn lögreglufulltrúans sem þykja að margra mati hafa brugðist óeðlilega við ásökunum á hendur fulltrúanum í gegnum árin.Sendi tvo tölvupóstaRÚV greinir frá því að Sigríður Björk hafi sent héraðssaksóknara tvo tölvupósta sem snúið hafi að vanhæfi Gríms í rannsókninni. Titringur væri á lögreglustöðinni og öðrum tölvupóstinum fylgdu athugasemdir lögreglumanns sem hafði verið yfirheyrður í tengslum við rannsóknina. Fleiri ábendingar bárust héraðssaksóknara um að óeðlilegt þætti að Grímur kæmi að rannsókninni samkvæmt heimildum RÚV. Grímur var yfirmaður rannsóknarinnar, sem yfirmaður þeirrar deildar sem rannsóknin heyrði undir, og steig einnig inn í yfirheyrslur í fjarveru annars tveggja rannsakenda. Þótti sumum sem voru yfirheyrðir sem spurningar Gríms væru óeðlilegar og tengdu við nána vináttu hans við Aldísi Hilmarsdóttur og Karl Steinar Valsson. Lögreglufulltrúinn sem til rannsóknar er var nánasti undirmaður Karls Steinars, á árunum 2007-2014 sem Karl Steinar var yfirmaður fíkniefnadeildar, og svo Aldísar sem tók við deildinni af Karli Steinari og stýrði þar til hún var tímabundið flutt til í starfi í janúar. Fullyrti að ásakanir hefðu verið rannsakaðar Hvorki Aldís né Karl Steinar hafa stöðu sakbornings í málinu en lögreglumenn sem hafa verið kallaðir til skýrslutöku telja þau ekki hafa staðið í stykkinu sem yfirmenn þegar kom að málefnum lögreglufulltrúans. Bæði þykja að margra mati hafa ekki brugðist við ásökunum á hendur lögreglufulltrúanum sem ná mörg ár aftur í tímann. Þannig fullyrti Karl Steinar eitt sinn á fundi með starfsmönnum fíkniefnadeildar að ásakanir á hendur fulltrúanum hefðu verið rannsakaðar og ættu ekki við rök að styðjast. Aldís hreyfði við miklum mótmælum þegar fulltrúinn var færður úr deildinni á síðasta ári. Þá hafði meirihluti fíkniefnadeildar gert alvarlegar athugasemdir við störf fulltrúans og farið með þær til ríkislögreglustjóra. Gengu þeir framhjá Aldísi þar sem þeir treystu sér ekki til að fara með málið til hennar. Þá fengu þeir engin viðbrögð við athugasemdunum frá Friðriki Smára Björgvinssyni, yfirlögregluþjóni. Ekki náðist í Sigríði Björk við vinnslu fréttarinnar. Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Rannsakar fyrrverandi undirmann Vararíkissaksóknari segir rannsóknir á lögreglumönnum erfiðar, ekki aðeins vegna mögulegs vanhæfis heldur séu menn settir í óþægilega stöðu. 16. febrúar 2016 18:30 Rannsókn á lögreglufulltrúa: Yfirlögregluþjónn færður úr rannsóknarteyminu Grímur Grímsson er náinn samstarfsmaður og vinur síðustu tveggja yfirmanna fíkniefnadeildar, Aldísar Hilmarsdóttur og Karls Steinars Valssonar. 16. febrúar 2016 12:30 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Sjá meira
Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, upplýsti Ólaf Þór Hauksson sérstakan saksóknara um að lögreglumenn væru ósáttir við að Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá héraðssaksóknara, kæmi að rannsókn á lögreglufulltrúa sem grunaður er um óeðlileg samskipti við aðila innan fíkniefnaheimsins. Eftir að hafa komið að rannsókninni, sem hófst þann 11. janúar, í tæpar þrjár vikur vék Grímur frá rannsókninni. Ólafur Þór segir í samtali við Vísi að það hafi verið að frumkvæði Gríms. Hann virðist þó ekki hafa talið sig óhæfan til að fara fyrir rannsókninni til að byrja með þrátt fyrir nána og áralanga vináttu við báða fyrrverandi yfirmenn lögreglufulltrúans sem þykja að margra mati hafa brugðist óeðlilega við ásökunum á hendur fulltrúanum í gegnum árin.Sendi tvo tölvupóstaRÚV greinir frá því að Sigríður Björk hafi sent héraðssaksóknara tvo tölvupósta sem snúið hafi að vanhæfi Gríms í rannsókninni. Titringur væri á lögreglustöðinni og öðrum tölvupóstinum fylgdu athugasemdir lögreglumanns sem hafði verið yfirheyrður í tengslum við rannsóknina. Fleiri ábendingar bárust héraðssaksóknara um að óeðlilegt þætti að Grímur kæmi að rannsókninni samkvæmt heimildum RÚV. Grímur var yfirmaður rannsóknarinnar, sem yfirmaður þeirrar deildar sem rannsóknin heyrði undir, og steig einnig inn í yfirheyrslur í fjarveru annars tveggja rannsakenda. Þótti sumum sem voru yfirheyrðir sem spurningar Gríms væru óeðlilegar og tengdu við nána vináttu hans við Aldísi Hilmarsdóttur og Karl Steinar Valsson. Lögreglufulltrúinn sem til rannsóknar er var nánasti undirmaður Karls Steinars, á árunum 2007-2014 sem Karl Steinar var yfirmaður fíkniefnadeildar, og svo Aldísar sem tók við deildinni af Karli Steinari og stýrði þar til hún var tímabundið flutt til í starfi í janúar. Fullyrti að ásakanir hefðu verið rannsakaðar Hvorki Aldís né Karl Steinar hafa stöðu sakbornings í málinu en lögreglumenn sem hafa verið kallaðir til skýrslutöku telja þau ekki hafa staðið í stykkinu sem yfirmenn þegar kom að málefnum lögreglufulltrúans. Bæði þykja að margra mati hafa ekki brugðist við ásökunum á hendur lögreglufulltrúanum sem ná mörg ár aftur í tímann. Þannig fullyrti Karl Steinar eitt sinn á fundi með starfsmönnum fíkniefnadeildar að ásakanir á hendur fulltrúanum hefðu verið rannsakaðar og ættu ekki við rök að styðjast. Aldís hreyfði við miklum mótmælum þegar fulltrúinn var færður úr deildinni á síðasta ári. Þá hafði meirihluti fíkniefnadeildar gert alvarlegar athugasemdir við störf fulltrúans og farið með þær til ríkislögreglustjóra. Gengu þeir framhjá Aldísi þar sem þeir treystu sér ekki til að fara með málið til hennar. Þá fengu þeir engin viðbrögð við athugasemdunum frá Friðriki Smára Björgvinssyni, yfirlögregluþjóni. Ekki náðist í Sigríði Björk við vinnslu fréttarinnar.
Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Rannsakar fyrrverandi undirmann Vararíkissaksóknari segir rannsóknir á lögreglumönnum erfiðar, ekki aðeins vegna mögulegs vanhæfis heldur séu menn settir í óþægilega stöðu. 16. febrúar 2016 18:30 Rannsókn á lögreglufulltrúa: Yfirlögregluþjónn færður úr rannsóknarteyminu Grímur Grímsson er náinn samstarfsmaður og vinur síðustu tveggja yfirmanna fíkniefnadeildar, Aldísar Hilmarsdóttur og Karls Steinars Valssonar. 16. febrúar 2016 12:30 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Sjá meira
Rannsakar fyrrverandi undirmann Vararíkissaksóknari segir rannsóknir á lögreglumönnum erfiðar, ekki aðeins vegna mögulegs vanhæfis heldur séu menn settir í óþægilega stöðu. 16. febrúar 2016 18:30
Rannsókn á lögreglufulltrúa: Yfirlögregluþjónn færður úr rannsóknarteyminu Grímur Grímsson er náinn samstarfsmaður og vinur síðustu tveggja yfirmanna fíkniefnadeildar, Aldísar Hilmarsdóttur og Karls Steinars Valssonar. 16. febrúar 2016 12:30