Stjórnarherrarnir hafa hlunnfarið aldraða og öryrkja! Björgvin Guðmundsson skrifar 18. febrúar 2016 07:00 Hvaða leyfi hafa stjórnarherrarnir, Sigmundur Davíð og Bjarni, til þess að halda kjörum lífeyrisþega niðri? Fengu þeir eitthvert umboð til þess í síðustu kosningum að hlunnfara aldraða og öryrkja á sama tíma og allir aðrir í þjóðfélaginu fá miklar kjarabætur? Var það ekki þveröfugt? Sögðust þeir ekki ætla að stórbæta kjör lífeyrisþega? Ég man ekki betur. Bjarni Benediktsson skrifaði eldri borgurum bréf fyrir síðustu alþingiskosningar og lofaði, að afnema allar tekjutengingar í kerfi almannatrygginga. Hvað þýddi það? Jú, það þýddi eftirfarandi: Að hætta að skerða tryggingabætur TR vegna greiðslna úr lífeyrissjóði. Það hefði verið mikil kjarabót, ef hann hefði staðið við það. Bjarni sveik loforðið! Hætta að skerða tryggingabætur hjá TR vegna fjármagnstekna. Sveik það loforð líka. Afnema alla skerðingu tryggingabóta vegna atvinnutekna. En hann sveik það líka!Lofað að leiðrétta kjaragliðnunina Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins 2013 var eftirfarandi samþykkt: Ellilífeyrir verði leiðréttur strax til samanburðar við þær hækkanir,sem orðið hafa á lægstu launum frá 2009. Þarna er engin tæpitunga töluð. Því er lofað, að ellilífeyrir verði leiðréttur vegna launahækkana, ekki seinna heldur strax. En núna tæplega þremur árum seinna er ekkert farið að gera í að efna þetta loforð. Bjarni Benediktsson var formaður Sjálfstæðisflokksins, þegar þetta var samþykkt 2013 og hann er formaður flokksins enn þá. Hann ber því fulla ábyrgð á þessu loforði og efndum þess. M.ö.o. Bjarni lofaði að hækka lífeyri aldraðra til samræmis við þær hækkanir, sem orðið hefðu á lægstu launum 2009-2013. En hann hefur ekki aðeins svikið það heldur einnig bætt um betur og haldið kjörum aldraðra og öryrkja niðri á síðasta ári, þegar allar aðrar stéttir fengu miklar launahækkanir. Bjarni lét sem fjármálaráðherra framhaldsskólakennara fá 44% launahækkun!Hann lét lækna fá 40% kauphækkun og þannig mætti áfram telja.Hungurlús afgreidd Ríkið ruddi brautina fyrir gífurlegum launahækkunum. En þegar kom að öldruðum og öryrkjum var fyrst sagt nei en síðan afgreidd hungurlús. Þó voru það einmitt lífeyrisþegar, sem Bjarni og raunar Sigmundur einnig lofuðu að bæta kjörin mest hjá í þingkosningunum 2013. Verkafólk fékk 14,5% hækkun lágmarkslauna 1. maí 2015. Fiskvinnslufólk fékk 30% hækkun byrjunarlauna og ráðherrarnir sjálfir, þingmenn og embættismenn fengu mikla launahækkun frá 1. mars 2015. (Ráðh. 116 þús. kr. á mánuði.) En þeir Bjarni og Sigmundur Davíð ákváðu, að aldraðir og öryrkjar skyldu ekki fá neina hækkun í 8 mánuði eftir launahækkanir vorsins 2015. Þeir skyldu fyrst fá hækkun 2016 og þá miklu minni hækkun en launþegar eða 9,7% hækkun í stað 14,5%. Með þessari ákvörðun var verið að stórskerða kjör lífeyrisþega og í rauninni að framkvæma nýja kjaragliðnun. Þannig „efndu“ leiðtogarnir öll loforðin, sem þeir gáfu kjósendum fyrir kosningar 2013. Í stað þess að efna loforðin við lífeyrisþega voru aldraðir og öryrkjar hlunnfarnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Sjá meira
Hvaða leyfi hafa stjórnarherrarnir, Sigmundur Davíð og Bjarni, til þess að halda kjörum lífeyrisþega niðri? Fengu þeir eitthvert umboð til þess í síðustu kosningum að hlunnfara aldraða og öryrkja á sama tíma og allir aðrir í þjóðfélaginu fá miklar kjarabætur? Var það ekki þveröfugt? Sögðust þeir ekki ætla að stórbæta kjör lífeyrisþega? Ég man ekki betur. Bjarni Benediktsson skrifaði eldri borgurum bréf fyrir síðustu alþingiskosningar og lofaði, að afnema allar tekjutengingar í kerfi almannatrygginga. Hvað þýddi það? Jú, það þýddi eftirfarandi: Að hætta að skerða tryggingabætur TR vegna greiðslna úr lífeyrissjóði. Það hefði verið mikil kjarabót, ef hann hefði staðið við það. Bjarni sveik loforðið! Hætta að skerða tryggingabætur hjá TR vegna fjármagnstekna. Sveik það loforð líka. Afnema alla skerðingu tryggingabóta vegna atvinnutekna. En hann sveik það líka!Lofað að leiðrétta kjaragliðnunina Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins 2013 var eftirfarandi samþykkt: Ellilífeyrir verði leiðréttur strax til samanburðar við þær hækkanir,sem orðið hafa á lægstu launum frá 2009. Þarna er engin tæpitunga töluð. Því er lofað, að ellilífeyrir verði leiðréttur vegna launahækkana, ekki seinna heldur strax. En núna tæplega þremur árum seinna er ekkert farið að gera í að efna þetta loforð. Bjarni Benediktsson var formaður Sjálfstæðisflokksins, þegar þetta var samþykkt 2013 og hann er formaður flokksins enn þá. Hann ber því fulla ábyrgð á þessu loforði og efndum þess. M.ö.o. Bjarni lofaði að hækka lífeyri aldraðra til samræmis við þær hækkanir, sem orðið hefðu á lægstu launum 2009-2013. En hann hefur ekki aðeins svikið það heldur einnig bætt um betur og haldið kjörum aldraðra og öryrkja niðri á síðasta ári, þegar allar aðrar stéttir fengu miklar launahækkanir. Bjarni lét sem fjármálaráðherra framhaldsskólakennara fá 44% launahækkun!Hann lét lækna fá 40% kauphækkun og þannig mætti áfram telja.Hungurlús afgreidd Ríkið ruddi brautina fyrir gífurlegum launahækkunum. En þegar kom að öldruðum og öryrkjum var fyrst sagt nei en síðan afgreidd hungurlús. Þó voru það einmitt lífeyrisþegar, sem Bjarni og raunar Sigmundur einnig lofuðu að bæta kjörin mest hjá í þingkosningunum 2013. Verkafólk fékk 14,5% hækkun lágmarkslauna 1. maí 2015. Fiskvinnslufólk fékk 30% hækkun byrjunarlauna og ráðherrarnir sjálfir, þingmenn og embættismenn fengu mikla launahækkun frá 1. mars 2015. (Ráðh. 116 þús. kr. á mánuði.) En þeir Bjarni og Sigmundur Davíð ákváðu, að aldraðir og öryrkjar skyldu ekki fá neina hækkun í 8 mánuði eftir launahækkanir vorsins 2015. Þeir skyldu fyrst fá hækkun 2016 og þá miklu minni hækkun en launþegar eða 9,7% hækkun í stað 14,5%. Með þessari ákvörðun var verið að stórskerða kjör lífeyrisþega og í rauninni að framkvæma nýja kjaragliðnun. Þannig „efndu“ leiðtogarnir öll loforðin, sem þeir gáfu kjósendum fyrir kosningar 2013. Í stað þess að efna loforðin við lífeyrisþega voru aldraðir og öryrkjar hlunnfarnir.
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar