Völd forseta Íslands (framhald…) Michel Sallé skrifar 18. febrúar 2016 07:00 Greinin „Völd forseta Íslands“ sem birtist í Fréttablaðinu, undirrituð af Evu H. Baldursdóttur, færir í hug mér fyrstu opinberu heimsókn Ólafs Ragnars Grímssonar til Parísar í febrúar 2013. Hann hitti þá margt merkilegt fólk, þar á meðal François Hollande, og marga blaðamenn, útskýrði fyrir þeim hvernig Ísland komst út úr kreppunni. Að vísu nefndi hann aldrei að það sem viðmælendur hans litu á sem kraftaverk væri hans eigið verk, en í augum þeirra, sem eru vanir allsráðandi forseta (en því myndi ég aldrei mæla með!!!), var það sjálfgefið, og hann passaði að mótmæla því ekki. Hann nefndi aldrei ríkisstjórnina, og þó reyndist hann henni erfiður. Þetta dæmi og mörg önnur, þar má nefna hinar mörgu deilur hans við Jóhönnu S. um meira mikilvægi hans, því hann var kosinn af þjóðinni, sýnir vel hve þetta embætti er í miklu ójafnvægi. Og enn frekar þegar handhafinn notar rétt sinn til að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu þegar honum sýnist. Það hefur lítið að gera með „beint lýðræði“ eins og hann þykist vilja. Er þá þörf fyrir að minnka vald hans til að geta haft betri stjórn á því, eins og Eva H. stingur upp á? Ólafur Ragnar hefur látið embætti sitt þróast til meiri pólitískrar ábyrgðar. Hægt væri að færa það aftur í hreint sýningarhlutverk, eins og Vigdísi Finnbogadóttur fórst svo vel úr hendi. Það er þýðingarmikið þegar Ísland er í hættu að gleymast, hvað þá kremjast í látunum í heiminum. En hvers vegna er þá haft fyrir því að kjósa hann með almennri kosningu og gefa honum þetta gífurlega vald, að geta neitað að undirrita lög sem Alþingi hefur samþykkt?Skilgreina þarf forsetavaldið Til að geta haft betri stjórn á forsetavaldinu þarf að skilgreina forsetavaldið, skýra það nákvæmlega frekar en að minnka það. Ef við skoðum það sem er að gerast og hvernig ráðamenn landsins bregðast við getum við fundið leiðir. Íslenskt lýðræði byggist á samningum sem gerðir eru í byrjun kjörtímabils, og síðan endurskoðaðir í samræmi við það sem upp kemur. Öllum pólitískum þrætueplum sem hinir ýmsu aðilar geta ekki samþykkt er ýtt til hliðar. Af því leiðir metnaðarlaust samkomulag. Þess vegna fá kjósendur þá neikvæðu tilfinningu að um hrossakaup sé að ræða. Í tiltölulega heilsteyptu þjóðfélagi gengur þetta upp þegar um er að ræða að finna lausn á innanlandserfiðleikum. En annað kemur upp á teninginn þegar um utanríkismál er að ræða: Íslendingar vildu helst ekki þurfa að taka afstöðu, vera vinir allra til að geta selt öllum vörur, líka Rússum. Þar að auki hefur eitt af grundvallargildum Íslendinga alltaf verið hve opnir þeir eru fyrir umheiminum. En þeir verða að ákveða sig: erum við í NATO eða ekki, með Rússum eða Kínverjum eða ekki. Það er engin tilviljun að heiftarlegustu mótmælafundirnir eftir stríðið hafa verið haldnir um þá stöðu. Hér er um að ræða stöðu landsins í heiminum. Gott dæmi er inngöngubeiðni Íslendinga í ESB. Hún kom lengi vel ekki til tals í samningaviðræðum ríkisstjórnarflokka, því ekki var samstaða um hana innan flokkanna. Í dag hefur ríkisstjórnin dregið hana til baka opinberlega, en gerir þó allt sem hún getur til að fullnægja þeim kröfum sem ESB gerir. Á sama tíma hleypur forsetinn um heim allan með miklum tilkostnaði til að kynna landið, og lætur sem hann sé valdhafi þjóðarinnar, þótt hann hafi engin völd, þrátt fyrir að vera kosinn í almennri kosningu. Hann ákveður einn, án þess að bera það undir nokkurn mann, að Íslendingar skuli taka þátt í samningum um norðurheimskautssvæðið. Það er bagalegt að ekkert er minnst á forsetavaldið í þeirri vinnu sem nú er lögð í endurskoðun á stjórnarskránni, því hér er auðsjáanlega vandi á höndum. Gæti það verið lausn að forsetinn hafi skýrt hlutverk hvað snertir utanríkispólitík, undir eftirliti utanríkismálanefndar Alþingis, en gæti farið fram á þjóðaratkvæðagreiðslu ef upp kemur grundvallarósamkomulag. Þetta gæti gefið forsetaembættinu einhverja merkingu, og gæti réttlætt að forseti sé kosinn með almennri kosningu. Enn frekar ef kosið væri tvöfaldri kosningu, og ekki væri hægt að bjóða sig fram oftar en tvisvar.Höfundur er doktor frá Sorbonne-háskóla í stjórnmálafræðum. Doktorsritgerð hans fjallaði um stjórnmála-og efnahagsmál á nútíma Íslandi. Hann gaf út bók sem ber heitið « Islande » (Karthala – Paris) í desember 2013. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Tengdar fréttir Völd forseta Íslands Um alllangt skeið hafa fræðimenn, núverandi forseti, stjórnmálamenn og fleiri tekist á um hlutverk og völd forseta. Sitt sýnist hverjum og umræðan einkennist af lögfræðilegum vangaveltum, flokkapólitík og persónulegum skoðunum. 12. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Sjá meira
Greinin „Völd forseta Íslands“ sem birtist í Fréttablaðinu, undirrituð af Evu H. Baldursdóttur, færir í hug mér fyrstu opinberu heimsókn Ólafs Ragnars Grímssonar til Parísar í febrúar 2013. Hann hitti þá margt merkilegt fólk, þar á meðal François Hollande, og marga blaðamenn, útskýrði fyrir þeim hvernig Ísland komst út úr kreppunni. Að vísu nefndi hann aldrei að það sem viðmælendur hans litu á sem kraftaverk væri hans eigið verk, en í augum þeirra, sem eru vanir allsráðandi forseta (en því myndi ég aldrei mæla með!!!), var það sjálfgefið, og hann passaði að mótmæla því ekki. Hann nefndi aldrei ríkisstjórnina, og þó reyndist hann henni erfiður. Þetta dæmi og mörg önnur, þar má nefna hinar mörgu deilur hans við Jóhönnu S. um meira mikilvægi hans, því hann var kosinn af þjóðinni, sýnir vel hve þetta embætti er í miklu ójafnvægi. Og enn frekar þegar handhafinn notar rétt sinn til að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu þegar honum sýnist. Það hefur lítið að gera með „beint lýðræði“ eins og hann þykist vilja. Er þá þörf fyrir að minnka vald hans til að geta haft betri stjórn á því, eins og Eva H. stingur upp á? Ólafur Ragnar hefur látið embætti sitt þróast til meiri pólitískrar ábyrgðar. Hægt væri að færa það aftur í hreint sýningarhlutverk, eins og Vigdísi Finnbogadóttur fórst svo vel úr hendi. Það er þýðingarmikið þegar Ísland er í hættu að gleymast, hvað þá kremjast í látunum í heiminum. En hvers vegna er þá haft fyrir því að kjósa hann með almennri kosningu og gefa honum þetta gífurlega vald, að geta neitað að undirrita lög sem Alþingi hefur samþykkt?Skilgreina þarf forsetavaldið Til að geta haft betri stjórn á forsetavaldinu þarf að skilgreina forsetavaldið, skýra það nákvæmlega frekar en að minnka það. Ef við skoðum það sem er að gerast og hvernig ráðamenn landsins bregðast við getum við fundið leiðir. Íslenskt lýðræði byggist á samningum sem gerðir eru í byrjun kjörtímabils, og síðan endurskoðaðir í samræmi við það sem upp kemur. Öllum pólitískum þrætueplum sem hinir ýmsu aðilar geta ekki samþykkt er ýtt til hliðar. Af því leiðir metnaðarlaust samkomulag. Þess vegna fá kjósendur þá neikvæðu tilfinningu að um hrossakaup sé að ræða. Í tiltölulega heilsteyptu þjóðfélagi gengur þetta upp þegar um er að ræða að finna lausn á innanlandserfiðleikum. En annað kemur upp á teninginn þegar um utanríkismál er að ræða: Íslendingar vildu helst ekki þurfa að taka afstöðu, vera vinir allra til að geta selt öllum vörur, líka Rússum. Þar að auki hefur eitt af grundvallargildum Íslendinga alltaf verið hve opnir þeir eru fyrir umheiminum. En þeir verða að ákveða sig: erum við í NATO eða ekki, með Rússum eða Kínverjum eða ekki. Það er engin tilviljun að heiftarlegustu mótmælafundirnir eftir stríðið hafa verið haldnir um þá stöðu. Hér er um að ræða stöðu landsins í heiminum. Gott dæmi er inngöngubeiðni Íslendinga í ESB. Hún kom lengi vel ekki til tals í samningaviðræðum ríkisstjórnarflokka, því ekki var samstaða um hana innan flokkanna. Í dag hefur ríkisstjórnin dregið hana til baka opinberlega, en gerir þó allt sem hún getur til að fullnægja þeim kröfum sem ESB gerir. Á sama tíma hleypur forsetinn um heim allan með miklum tilkostnaði til að kynna landið, og lætur sem hann sé valdhafi þjóðarinnar, þótt hann hafi engin völd, þrátt fyrir að vera kosinn í almennri kosningu. Hann ákveður einn, án þess að bera það undir nokkurn mann, að Íslendingar skuli taka þátt í samningum um norðurheimskautssvæðið. Það er bagalegt að ekkert er minnst á forsetavaldið í þeirri vinnu sem nú er lögð í endurskoðun á stjórnarskránni, því hér er auðsjáanlega vandi á höndum. Gæti það verið lausn að forsetinn hafi skýrt hlutverk hvað snertir utanríkispólitík, undir eftirliti utanríkismálanefndar Alþingis, en gæti farið fram á þjóðaratkvæðagreiðslu ef upp kemur grundvallarósamkomulag. Þetta gæti gefið forsetaembættinu einhverja merkingu, og gæti réttlætt að forseti sé kosinn með almennri kosningu. Enn frekar ef kosið væri tvöfaldri kosningu, og ekki væri hægt að bjóða sig fram oftar en tvisvar.Höfundur er doktor frá Sorbonne-háskóla í stjórnmálafræðum. Doktorsritgerð hans fjallaði um stjórnmála-og efnahagsmál á nútíma Íslandi. Hann gaf út bók sem ber heitið « Islande » (Karthala – Paris) í desember 2013.
Völd forseta Íslands Um alllangt skeið hafa fræðimenn, núverandi forseti, stjórnmálamenn og fleiri tekist á um hlutverk og völd forseta. Sitt sýnist hverjum og umræðan einkennist af lögfræðilegum vangaveltum, flokkapólitík og persónulegum skoðunum. 12. febrúar 2016 07:00
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar