Ákall um endurreisn Guðmundur Andri Thorsson skrifar 1. febrúar 2016 13:45 Látið hefur verið í veðri vaka að um fimmtíu og fimm þúsund Íslendingar hafi skrifað undir ákall Kára Stefánssonar um endurreisn íslenska heilbrigðiskerfisins af því að þeir séu ekki nógu talnaglöggir. Og forsætisráðherra landsins hefur raunar látið liggja að því að því hærra sem hlutfall framlaga til heilbrigðismála sé hjá þjóð, þeim mun verra sé þjóðfélagsástandið þar.níu – tíu – ellefu? Það var og. Auðvitað erum við ringluð þar sem tölur eru annars vegar. Hvernig má annað vera í landi þar sem það er háþróuð listgrein að hagræða tölum, skálda út frá tölum? Kannski er sjálf tilvera þjóðarinnar ein allsherjar reikningsskekkja ef út í það er farið, og nógu oft hefur verið sýnt fram á að þjóðin er þjóðhagslega óhagkvæm. Tölur þurfa vissulega að vera réttar – eða öllu heldur: Frú A og herra B þurfa að hafa sömu forsendur þegar þau tala saman um tölur. Því hefur ahins vegar ldrei verið að heilsa hér á landi frá því að ég man eftir mér og þess vegna erum við æði mörg sem dettum sjálfkrafa út og hættum að hlusta þegar stjórnmálamenn rífa af sér gleraugun – eða setja þau á sig – og fara að þylja nefna tölur og prósentuhlutföll til að sanna mál sitt. Gott og vel. Kannski ekki ellefu og kannski ekki átta komma sjö og kannski ekki tíu heldur níu eða sjö – eða jafnvel ellefu. Eða tólf? Við Íslendingar höfum að minnsta kosti horft á heilbrigðiskerfi okkar grotna smám saman niður. Þegar Kári Stefánsson sker upp herör fær hann því strax hljómgrunn. Það er ekki bara vegna þess að hann sé mælskur og rökfastur heldur af því að fólk finnur unnvörpum að hann hefur hér lög að mæla – það veit það af eigin skinni eða út af reynslu vinar, vinnufélaga eða ástvinar.Ófremdarástand Kannski er hægt að sýna fram á með prósentureikningi að þetta sé alveg ágætt: sjúklingar bíða mánuðum saman eftir aðgerðum, jafnvel lífsnauðsynlegum. Sjúklingar liggja í kústaskápum og á göngum Landspítalans, sem er á að líta eins og sjúkrastofnun í stríðshrjáðu landi, meðan hús eins og St. Jósepsspítali í Hafnarfirði og Heilsuverndarstöðin í Reykjavík standa tóm. Landspítalinn er sjálfur í heilsuspillandi húsnæði, vegna skorts á eðlilegu viðhaldi. Barna- og unglingageðdeild Landspítalans þarf að loka út af myglusvepp. Krabbameinssjúklingar eru rukkaðir um háar fjárhæðir til að standa straum af læknismeðferð sinni og lyfjameðferð. Sjúklingar eru sendir heim fárveikir til að rýma fyrir nýjum sjúklingum því að excel-skjalið krefst tiltekinna afkasta. Fjöldi manns er án heimilislæknis. Gamalt og sjúkt fólk fær ekki sómasamlegu umönnun og er jafnvel á hrakhólum. Óljósar reglur gilda um viðveru lækna, hvenær þeir eru að störfum við spítalann og hvenær þeir er á einkastofu sinni. Læknar fást ekki til starfa á ýmsum nauðsynlegum sérfræðisviðum. Sáralítil endurnýjun er í stétt heilsugæslulækna, sem eiga að sinna grunnþjónustu. Og þannig mætti lengi telja. Í stað þess að keppast við að sýna fram á tölfræðilegt ágæti þessa ástands ættu velunnarar núverandi ríkisstjórnar að hafa í huga að þetta snýst ekki bara um hana, þennan flokk eða hinn. Áratugum saman hafa ríkisstjórnir og fjárlaganefndir litið á það sem meginhlutverk sitt að „skera niður útgjöld til heilbrigðismála“, rífa niður og draga saman, fremur en að byggja upp. Smám saman hefur það verið sett í hendur góðgerðarfélaga að sinna eðlilegri endurnýjun á tækjakosti spítalans. Hægt og bítandi hafa menn vanist því að líta á útgjöld til þessa málaflokks sem „eyðslu“ sem koma þurfi böndum á, en ekki eðlilegt þjónustustig í ríku og réttlátu samfélagi; eðlilega fjárfestingu í heilsu og heilbrigði almennings. Með sama áframhaldi er þess kannski skammt að bíða að meðferð verði komin undir „kostun“ og í eyru sjúklinga hvísli rödd í tíma og ótíma að þessi meðferð sé í boði þessa eða hins kostunaraðilans … Þetta hefur lengi verið svona. Í þessum efnum er vandséð að einn stjórnmálaflokkur skeri sig úr öðrum. Gott ef það voru ekki jafnaðarmenn sem hófu „kostnaðarhlutdeild sjúklinga“ á sinni tíð, sem hefur smám saman orðið til þess að sjúklingar þurfa ekki einungis að glíma við vinnutap og áhyggjur af heilsu sinni og framtíð, heldur eiga andvökunætur yfir því hvernig eigi að fjármagna meðferð sína og lyfjakaup. Undirskriftasöfnun Kára og hans fólks snýst fyrst og fremst um hugarfarsbreytingu. Að stjórnmálastéttin skilji að það er verkefni hennar að búa þannig um hnútana að grunnstoðir samfélagsins séu í lagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Látið hefur verið í veðri vaka að um fimmtíu og fimm þúsund Íslendingar hafi skrifað undir ákall Kára Stefánssonar um endurreisn íslenska heilbrigðiskerfisins af því að þeir séu ekki nógu talnaglöggir. Og forsætisráðherra landsins hefur raunar látið liggja að því að því hærra sem hlutfall framlaga til heilbrigðismála sé hjá þjóð, þeim mun verra sé þjóðfélagsástandið þar.níu – tíu – ellefu? Það var og. Auðvitað erum við ringluð þar sem tölur eru annars vegar. Hvernig má annað vera í landi þar sem það er háþróuð listgrein að hagræða tölum, skálda út frá tölum? Kannski er sjálf tilvera þjóðarinnar ein allsherjar reikningsskekkja ef út í það er farið, og nógu oft hefur verið sýnt fram á að þjóðin er þjóðhagslega óhagkvæm. Tölur þurfa vissulega að vera réttar – eða öllu heldur: Frú A og herra B þurfa að hafa sömu forsendur þegar þau tala saman um tölur. Því hefur ahins vegar ldrei verið að heilsa hér á landi frá því að ég man eftir mér og þess vegna erum við æði mörg sem dettum sjálfkrafa út og hættum að hlusta þegar stjórnmálamenn rífa af sér gleraugun – eða setja þau á sig – og fara að þylja nefna tölur og prósentuhlutföll til að sanna mál sitt. Gott og vel. Kannski ekki ellefu og kannski ekki átta komma sjö og kannski ekki tíu heldur níu eða sjö – eða jafnvel ellefu. Eða tólf? Við Íslendingar höfum að minnsta kosti horft á heilbrigðiskerfi okkar grotna smám saman niður. Þegar Kári Stefánsson sker upp herör fær hann því strax hljómgrunn. Það er ekki bara vegna þess að hann sé mælskur og rökfastur heldur af því að fólk finnur unnvörpum að hann hefur hér lög að mæla – það veit það af eigin skinni eða út af reynslu vinar, vinnufélaga eða ástvinar.Ófremdarástand Kannski er hægt að sýna fram á með prósentureikningi að þetta sé alveg ágætt: sjúklingar bíða mánuðum saman eftir aðgerðum, jafnvel lífsnauðsynlegum. Sjúklingar liggja í kústaskápum og á göngum Landspítalans, sem er á að líta eins og sjúkrastofnun í stríðshrjáðu landi, meðan hús eins og St. Jósepsspítali í Hafnarfirði og Heilsuverndarstöðin í Reykjavík standa tóm. Landspítalinn er sjálfur í heilsuspillandi húsnæði, vegna skorts á eðlilegu viðhaldi. Barna- og unglingageðdeild Landspítalans þarf að loka út af myglusvepp. Krabbameinssjúklingar eru rukkaðir um háar fjárhæðir til að standa straum af læknismeðferð sinni og lyfjameðferð. Sjúklingar eru sendir heim fárveikir til að rýma fyrir nýjum sjúklingum því að excel-skjalið krefst tiltekinna afkasta. Fjöldi manns er án heimilislæknis. Gamalt og sjúkt fólk fær ekki sómasamlegu umönnun og er jafnvel á hrakhólum. Óljósar reglur gilda um viðveru lækna, hvenær þeir eru að störfum við spítalann og hvenær þeir er á einkastofu sinni. Læknar fást ekki til starfa á ýmsum nauðsynlegum sérfræðisviðum. Sáralítil endurnýjun er í stétt heilsugæslulækna, sem eiga að sinna grunnþjónustu. Og þannig mætti lengi telja. Í stað þess að keppast við að sýna fram á tölfræðilegt ágæti þessa ástands ættu velunnarar núverandi ríkisstjórnar að hafa í huga að þetta snýst ekki bara um hana, þennan flokk eða hinn. Áratugum saman hafa ríkisstjórnir og fjárlaganefndir litið á það sem meginhlutverk sitt að „skera niður útgjöld til heilbrigðismála“, rífa niður og draga saman, fremur en að byggja upp. Smám saman hefur það verið sett í hendur góðgerðarfélaga að sinna eðlilegri endurnýjun á tækjakosti spítalans. Hægt og bítandi hafa menn vanist því að líta á útgjöld til þessa málaflokks sem „eyðslu“ sem koma þurfi böndum á, en ekki eðlilegt þjónustustig í ríku og réttlátu samfélagi; eðlilega fjárfestingu í heilsu og heilbrigði almennings. Með sama áframhaldi er þess kannski skammt að bíða að meðferð verði komin undir „kostun“ og í eyru sjúklinga hvísli rödd í tíma og ótíma að þessi meðferð sé í boði þessa eða hins kostunaraðilans … Þetta hefur lengi verið svona. Í þessum efnum er vandséð að einn stjórnmálaflokkur skeri sig úr öðrum. Gott ef það voru ekki jafnaðarmenn sem hófu „kostnaðarhlutdeild sjúklinga“ á sinni tíð, sem hefur smám saman orðið til þess að sjúklingar þurfa ekki einungis að glíma við vinnutap og áhyggjur af heilsu sinni og framtíð, heldur eiga andvökunætur yfir því hvernig eigi að fjármagna meðferð sína og lyfjakaup. Undirskriftasöfnun Kára og hans fólks snýst fyrst og fremst um hugarfarsbreytingu. Að stjórnmálastéttin skilji að það er verkefni hennar að búa þannig um hnútana að grunnstoðir samfélagsins séu í lagi.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun