Íslenski boltinn

Valur og Leiknir mætast annað árið í úrslitaleiknum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðjón Pétur Lýðsson skaut Val í úrslitaleikinn í kvöld.
Guðjón Pétur Lýðsson skaut Val í úrslitaleikinn í kvöld. Vísir/Anton
Bikarmeistarar Valsmanna tryggðu sér sæti í úrslitaleik Reykjavíkurmóts karla í fótbolta í kvöld eftir 1-0 sigur á Víkingi í undanúrslitaleik í Egilshöllinni.

Guðjón Pétur Lýðsson var hetja Valsmanna þegar hann skorað eina mark leiksins í upphafi seinni hálfleiks.

Valsmenn urðu Reykjavíkurmeistarar í fyrra og unnu þá Leikni í úrslitaleik. Valur og Leiknir mætast annað árið því Leiknir vann sigur á Fjölni í vítaspyrnukeppni fyrr í kvöld.  

Valur vann öruggan 3-0 sigur í fyrra en Leiknismenn, sem eru að spila sinn þriðja úrslitaleik á fjórum árum, fá nú tækifæri til að hefna fyrir tapið fyrir ári síðan.

Þetta er í fyrsta sinn í fimmtán ár sem Valsmenn komast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins tvö ár (2000-2001) en það er liðin meira en hálf öld síðan Valur vann Reykjavíkurmót karla tvö ár í röð.

Guðjón Pétur Lýðsson skoraði markið sitt á 47. mínútu en það skoraði hann af stuttu færi eftir að hafa fengið boltann frá Daða Bergssyni.

Úrslitaleikur Vals og Leiknis fer fram í Egilshöllinni á mánudagskvöldið kemur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×