„Dagur, við þurfum þig í miklu fleiri íþróttum“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. febrúar 2016 11:00 Mynd/Skjáskot Ummæli Dags Sigurðssonar um að hann gæti hugsað sér að þjálfa fótboltalið hafa vakið mikla athygli en Dagur hefur verið í sviðsljósinu í Þýskalandi eftir að hann gerði Þjóðverja að Evrópumeisturum í handbolta um síðustu helgi. Süddeutsche Zeitung birti stórskemmtilegt myndband á heimasíðu sinni í vikunni þar sem því er haldið fram að kraftar Dags gætu nýst í fleiri íþróttir en bara handbolta og fótbolta.Sjá einnig: Dagur gæti hugsað sér að þjálfa fótboltalið í framtíðinni „Dagur Sigurðsson segir að hann geti orðið knattspyrnuþjálfari. Við trúum því því við trúum honum til alls eftir sigurinn á EM í handbolta. En af hverju bara í fótbolta? Það eru til margar íþróttir sem þurfa krafta hans.“ „Í fyrsta lagi landsliðið í blaki. Leikmenn á stærð við norðmannsþin stökkva eftir boltanum til að slá hann með höndinni en hafa samt viðbrögð á við ketti á koffíni. Allir sem geta staðið í miðjublokk í handbolta eiga fullt erindi í blak. Nokkrar fínstillingar og liðið blómstrar.“ „Dagur myndi svo snúa sér að kúluvarpi, kringlukasti og spjótkasti. Allt greinar sem snúast um að kasta hlutum eins langt og mögulegt er en án andstæðings og leikskipulags. Það ætti að vera létt verk fyrir hvaða handboltaþjálfara sem er.“ „Svo er það íslenska glíman. Þýska glímusambandið þarf sárleg á Íslendingi að halda. Heimasíða þess hefur ekki verið uppfærð síðan 2010.“ „Þegar maí nálgast þyrfti Dagur auðvitað að taka við Hamburg. Það er að segja knattspyrnuliðinu, handboltaliðið er ekki lengur til. Hamburg á í harðri fallbaráttu og það fyrsta sem Dagur myndi gera er að koma því í gegn að þýska knattspyrnusambandið leyfi leikhlé í miðjum leik. Það þætti öllum frábært því þá væri hægt að sýna auglýsingar.“ „Svo á lokamínútum síðari leiksins í umspilinu um úrvalsdeildarsætið kippir Dagur markverðinum sínum af velli, setur Pierre-Michel Lasogga inn á í vesti. Hann skorar sigurmarkið með hendi guðs og tryggir þannig áframhaldandi veru Hamburg í deildinni.“ „Eftir það taka Ólympíuleikarnir við og Dagur verður aftur landsliðsþjálfari í handbolta.“ EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Dagur uppljóstrar leyndarmálinu Landsliðsþjálfari Evrópumeistara Þýskalands, Dagur Sigurðsson, birti á samfélagsmiðlum á morgun mynd af leikáætlun sinni fyrir úrslitaleikinn gegn Spánverjum. 3. febrúar 2016 10:59 Brand: Dagur er einstakur karakter Maðurinn með mottuna sem gerði Þýskaland að heimsmeisturum 2007 lofar Dag Sigurðsson í hástert. 2. febrúar 2016 11:30 Landslið Dags vinsælla en Bayern München Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Þýskalands, er orðinn þjóðhetja í Þýskalandi eftir að hafa stýrt Þjóðverjum til sigurs á EM. Áhuginn á landsliðinu náði nýjum hæðum eins og hann upplifði í leigubílsferð. 3. febrúar 2016 06:00 Dagur gæti hugsað sér að þjálfa fótboltalið í framtíðinni Nýbakaður Evrópumeistari í handbolta hefur áður íhugað að fara út í fótboltaþjálfun. 2. febrúar 2016 10:30 Kanslarinn, forsetinn og ráðherra hrósa Degi og þýsku strákunum Dagur Sigurðsson er hlaðinn lofi um allt Þýskaland fyrir árangur handboltalandsliðsins á Evrópumótinu. 1. febrúar 2016 11:00 Mest lesið Brenndi á sér hendina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Sport Fleiri fréttir Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Sjá meira
Ummæli Dags Sigurðssonar um að hann gæti hugsað sér að þjálfa fótboltalið hafa vakið mikla athygli en Dagur hefur verið í sviðsljósinu í Þýskalandi eftir að hann gerði Þjóðverja að Evrópumeisturum í handbolta um síðustu helgi. Süddeutsche Zeitung birti stórskemmtilegt myndband á heimasíðu sinni í vikunni þar sem því er haldið fram að kraftar Dags gætu nýst í fleiri íþróttir en bara handbolta og fótbolta.Sjá einnig: Dagur gæti hugsað sér að þjálfa fótboltalið í framtíðinni „Dagur Sigurðsson segir að hann geti orðið knattspyrnuþjálfari. Við trúum því því við trúum honum til alls eftir sigurinn á EM í handbolta. En af hverju bara í fótbolta? Það eru til margar íþróttir sem þurfa krafta hans.“ „Í fyrsta lagi landsliðið í blaki. Leikmenn á stærð við norðmannsþin stökkva eftir boltanum til að slá hann með höndinni en hafa samt viðbrögð á við ketti á koffíni. Allir sem geta staðið í miðjublokk í handbolta eiga fullt erindi í blak. Nokkrar fínstillingar og liðið blómstrar.“ „Dagur myndi svo snúa sér að kúluvarpi, kringlukasti og spjótkasti. Allt greinar sem snúast um að kasta hlutum eins langt og mögulegt er en án andstæðings og leikskipulags. Það ætti að vera létt verk fyrir hvaða handboltaþjálfara sem er.“ „Svo er það íslenska glíman. Þýska glímusambandið þarf sárleg á Íslendingi að halda. Heimasíða þess hefur ekki verið uppfærð síðan 2010.“ „Þegar maí nálgast þyrfti Dagur auðvitað að taka við Hamburg. Það er að segja knattspyrnuliðinu, handboltaliðið er ekki lengur til. Hamburg á í harðri fallbaráttu og það fyrsta sem Dagur myndi gera er að koma því í gegn að þýska knattspyrnusambandið leyfi leikhlé í miðjum leik. Það þætti öllum frábært því þá væri hægt að sýna auglýsingar.“ „Svo á lokamínútum síðari leiksins í umspilinu um úrvalsdeildarsætið kippir Dagur markverðinum sínum af velli, setur Pierre-Michel Lasogga inn á í vesti. Hann skorar sigurmarkið með hendi guðs og tryggir þannig áframhaldandi veru Hamburg í deildinni.“ „Eftir það taka Ólympíuleikarnir við og Dagur verður aftur landsliðsþjálfari í handbolta.“
EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Dagur uppljóstrar leyndarmálinu Landsliðsþjálfari Evrópumeistara Þýskalands, Dagur Sigurðsson, birti á samfélagsmiðlum á morgun mynd af leikáætlun sinni fyrir úrslitaleikinn gegn Spánverjum. 3. febrúar 2016 10:59 Brand: Dagur er einstakur karakter Maðurinn með mottuna sem gerði Þýskaland að heimsmeisturum 2007 lofar Dag Sigurðsson í hástert. 2. febrúar 2016 11:30 Landslið Dags vinsælla en Bayern München Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Þýskalands, er orðinn þjóðhetja í Þýskalandi eftir að hafa stýrt Þjóðverjum til sigurs á EM. Áhuginn á landsliðinu náði nýjum hæðum eins og hann upplifði í leigubílsferð. 3. febrúar 2016 06:00 Dagur gæti hugsað sér að þjálfa fótboltalið í framtíðinni Nýbakaður Evrópumeistari í handbolta hefur áður íhugað að fara út í fótboltaþjálfun. 2. febrúar 2016 10:30 Kanslarinn, forsetinn og ráðherra hrósa Degi og þýsku strákunum Dagur Sigurðsson er hlaðinn lofi um allt Þýskaland fyrir árangur handboltalandsliðsins á Evrópumótinu. 1. febrúar 2016 11:00 Mest lesið Brenndi á sér hendina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Sport Fleiri fréttir Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Sjá meira
Dagur uppljóstrar leyndarmálinu Landsliðsþjálfari Evrópumeistara Þýskalands, Dagur Sigurðsson, birti á samfélagsmiðlum á morgun mynd af leikáætlun sinni fyrir úrslitaleikinn gegn Spánverjum. 3. febrúar 2016 10:59
Brand: Dagur er einstakur karakter Maðurinn með mottuna sem gerði Þýskaland að heimsmeisturum 2007 lofar Dag Sigurðsson í hástert. 2. febrúar 2016 11:30
Landslið Dags vinsælla en Bayern München Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Þýskalands, er orðinn þjóðhetja í Þýskalandi eftir að hafa stýrt Þjóðverjum til sigurs á EM. Áhuginn á landsliðinu náði nýjum hæðum eins og hann upplifði í leigubílsferð. 3. febrúar 2016 06:00
Dagur gæti hugsað sér að þjálfa fótboltalið í framtíðinni Nýbakaður Evrópumeistari í handbolta hefur áður íhugað að fara út í fótboltaþjálfun. 2. febrúar 2016 10:30
Kanslarinn, forsetinn og ráðherra hrósa Degi og þýsku strákunum Dagur Sigurðsson er hlaðinn lofi um allt Þýskaland fyrir árangur handboltalandsliðsins á Evrópumótinu. 1. febrúar 2016 11:00