Strákar líklegri til að senda nektarmyndir af sér en stelpur Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 5. febrúar 2016 20:15 Strákar eru líklegri til að senda öðrum nektarmyndir af sér en stelpur að því er fram kemur í nýrri skýrslu um hrelliklám hér á landi. Afleiðingarnar eru aftur á móti yfirleitt meiri og alvarlegri fyrir stelpurnar. Hrelliklám, sem einnig er kallað hefndarklám eða stafrænt kynferðisofbeldi, hefur verið skilgreint sem dreifing kynferðislegra mynda og myndbanda án samþykkis þess sem þar kemur fram. Hrelliklám er í dag umfangsmikið og alþjóðlegt vandamál sem erfitt virðist vera að stemma stigu við. Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir vann síðasta sumar skýrslu um hrelliklám í samstarfi við Kvenréttindafélag Íslands og segir að það hafa verið algeng upplifun þátttakenda að strákar settu frekar nektarmyndir af sér á netið en stelpur. „Af strákunum sem voru í rýnihópnum sem ég tók viðtöl við þá virtist vera að þeir væru að senda þetta meira en stelpurnar, og á fleiri einstaklinga í einu,“ segir Vigdís. Ungar stúlkur þykja sérlega líklegir þolendur hrellikláms en strákar aftur á móti ekki. Myndum af strákum er síður dreift eða slík mynddreifing jafnvel ekki skilgreind sem hrelliklám. Strákarnir sem rætt var við voru sammála um að strákar sendu meira myndir af sér í gríni en að stelpur sendu frekar á tiltekna aðila, til dæmis kærasta. „Afleiðingar virðast vera öðruvísi þegar stelpa sendir mynd og hún kemst í dreifingu. Það virðist vera meira hægt að nota það gegn henni,“ segir Vigdís. Fimm lönd og 23 fylki í Bandaríkjunum hafa sett sérstök lög gegn hrelliklámi. Frumvarp til laga gegn hrelliklámi var lagt fram á Alþingi haustið 2014 og svo aftur, óbreytt, 2015. Vigdís segir að til þess að sporna við hrelliklámi sé nauðsynlegt að banna það með lögum. „Það þarf klárlega að skerpa á þessum lögum. Það er betra að vera með hrelliklámslöggjöf af því að þá er ekki vafi. Það er enginn vafi um það að þetta sé bannað ef þetta er algjörlega skýrt í lögum.“ Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Strákar eru líklegri til að senda öðrum nektarmyndir af sér en stelpur að því er fram kemur í nýrri skýrslu um hrelliklám hér á landi. Afleiðingarnar eru aftur á móti yfirleitt meiri og alvarlegri fyrir stelpurnar. Hrelliklám, sem einnig er kallað hefndarklám eða stafrænt kynferðisofbeldi, hefur verið skilgreint sem dreifing kynferðislegra mynda og myndbanda án samþykkis þess sem þar kemur fram. Hrelliklám er í dag umfangsmikið og alþjóðlegt vandamál sem erfitt virðist vera að stemma stigu við. Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir vann síðasta sumar skýrslu um hrelliklám í samstarfi við Kvenréttindafélag Íslands og segir að það hafa verið algeng upplifun þátttakenda að strákar settu frekar nektarmyndir af sér á netið en stelpur. „Af strákunum sem voru í rýnihópnum sem ég tók viðtöl við þá virtist vera að þeir væru að senda þetta meira en stelpurnar, og á fleiri einstaklinga í einu,“ segir Vigdís. Ungar stúlkur þykja sérlega líklegir þolendur hrellikláms en strákar aftur á móti ekki. Myndum af strákum er síður dreift eða slík mynddreifing jafnvel ekki skilgreind sem hrelliklám. Strákarnir sem rætt var við voru sammála um að strákar sendu meira myndir af sér í gríni en að stelpur sendu frekar á tiltekna aðila, til dæmis kærasta. „Afleiðingar virðast vera öðruvísi þegar stelpa sendir mynd og hún kemst í dreifingu. Það virðist vera meira hægt að nota það gegn henni,“ segir Vigdís. Fimm lönd og 23 fylki í Bandaríkjunum hafa sett sérstök lög gegn hrelliklámi. Frumvarp til laga gegn hrelliklámi var lagt fram á Alþingi haustið 2014 og svo aftur, óbreytt, 2015. Vigdís segir að til þess að sporna við hrelliklámi sé nauðsynlegt að banna það með lögum. „Það þarf klárlega að skerpa á þessum lögum. Það er betra að vera með hrelliklámslöggjöf af því að þá er ekki vafi. Það er enginn vafi um það að þetta sé bannað ef þetta er algjörlega skýrt í lögum.“
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira