Kaupendur Borgunar hagnast óeðlilega mikið Höskuldur Kári Schram skrifar 6. febrúar 2016 18:56 vísir/gva Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra er sammála forsætisráðherra um að sala Landsbankans á hlut sínum í Borgun hafi verið klúður. Hann vill þó ekki taka afstöðu til þess hvort bankastjórinn og stjórn bankans eigi að láta af störfum en segir að kaupendur hafi hagnast óeðlilega mikið á viðskiptunum. Salan hefur verið harðlega gagnrýnd og hefur Bankasýsla ríkisins meðal annars óskað eftir upplýsingum frá bankanum vegna málsins. Forsætisráðherra sagði í ræðu á Alþingi að salan hafi verið klúður og undir það tekur fjármálaráðherra. „Já ég er algjörlega sammála því og í sjálfu sér liggur það í orðum Landsbankans þegar þeir segja að það hafi verið mistök að standa svona að málum þá er það í sjálfu sér klúður. Það þarf ekki að velta því fyrir sér,“ segir Bjarni. Verðmæti Borgunar hefur nánast þrefaldast á rúmu ári eða frá þeim tíma sem Landsbankinn seldi fyrirtækið. Bankinn hefur nú samkvæmt frétt Morgunblaðsins óskað eftir svörum frá stjórnendum fyrirtækisins um hvort upplýsingum hafi verið leynt þegar gengið var frá sölunni. Margir hafa kallað eftir því að bankastjórinn og stórn bankans segi af sér vegna málsins. Bjarni vill þó ekki taka afstöðu til þess. „Núna er Bankasýslan að kalla eftir skýringum. Það skiptir miklu að þær komi fram. Menn eiga að fara yfir þær mjög gaumgæfilega. Það er enginn hafinn yfir gagnrýni. Við öll Íslendingar ætlumst til þess að það sé farið vel með þær eigur sem að við treystum einstaka fyrirtækjum eða stofnunum fyrir. Í þessu máli þá má segja að þingið og bankasýslan sé að fara ofan í saumana á þessu og ég ætla að fylgjast vel með því hvað kemur út úr því,“ segir Bjarni. Bjarni segir hins vegar að Landsbankinn hafi skilað gríðarlegri virðisaukningu á síðustu árum. „Þetta mál er kannski til vitnis um það að það hefði verið betra fyrir bankann að selja bréfin ekki frá sér. Það sem er í sérstakri skoðun núna er að hefðu menn á þeim tíma átt að vita betur. Það held ég að sé spurningin sem að menn eru að taka sérstaklega til skoðunar núna. Mér finnst rétt að það sé í gegnum Bankasýsluna. Við viljum hafa svona armslengdar sjónarmið að leiðarljósi hér. En auðvitað blasir það við mér eins og öllum öðrum að þeir sem að keyptu af bankanum hafa hagnast ótrúlega mikið og eins og öllum finnst óeðlilega mikið,“ segir Bjarni Borgunarmálið Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra er sammála forsætisráðherra um að sala Landsbankans á hlut sínum í Borgun hafi verið klúður. Hann vill þó ekki taka afstöðu til þess hvort bankastjórinn og stjórn bankans eigi að láta af störfum en segir að kaupendur hafi hagnast óeðlilega mikið á viðskiptunum. Salan hefur verið harðlega gagnrýnd og hefur Bankasýsla ríkisins meðal annars óskað eftir upplýsingum frá bankanum vegna málsins. Forsætisráðherra sagði í ræðu á Alþingi að salan hafi verið klúður og undir það tekur fjármálaráðherra. „Já ég er algjörlega sammála því og í sjálfu sér liggur það í orðum Landsbankans þegar þeir segja að það hafi verið mistök að standa svona að málum þá er það í sjálfu sér klúður. Það þarf ekki að velta því fyrir sér,“ segir Bjarni. Verðmæti Borgunar hefur nánast þrefaldast á rúmu ári eða frá þeim tíma sem Landsbankinn seldi fyrirtækið. Bankinn hefur nú samkvæmt frétt Morgunblaðsins óskað eftir svörum frá stjórnendum fyrirtækisins um hvort upplýsingum hafi verið leynt þegar gengið var frá sölunni. Margir hafa kallað eftir því að bankastjórinn og stórn bankans segi af sér vegna málsins. Bjarni vill þó ekki taka afstöðu til þess. „Núna er Bankasýslan að kalla eftir skýringum. Það skiptir miklu að þær komi fram. Menn eiga að fara yfir þær mjög gaumgæfilega. Það er enginn hafinn yfir gagnrýni. Við öll Íslendingar ætlumst til þess að það sé farið vel með þær eigur sem að við treystum einstaka fyrirtækjum eða stofnunum fyrir. Í þessu máli þá má segja að þingið og bankasýslan sé að fara ofan í saumana á þessu og ég ætla að fylgjast vel með því hvað kemur út úr því,“ segir Bjarni. Bjarni segir hins vegar að Landsbankinn hafi skilað gríðarlegri virðisaukningu á síðustu árum. „Þetta mál er kannski til vitnis um það að það hefði verið betra fyrir bankann að selja bréfin ekki frá sér. Það sem er í sérstakri skoðun núna er að hefðu menn á þeim tíma átt að vita betur. Það held ég að sé spurningin sem að menn eru að taka sérstaklega til skoðunar núna. Mér finnst rétt að það sé í gegnum Bankasýsluna. Við viljum hafa svona armslengdar sjónarmið að leiðarljósi hér. En auðvitað blasir það við mér eins og öllum öðrum að þeir sem að keyptu af bankanum hafa hagnast ótrúlega mikið og eins og öllum finnst óeðlilega mikið,“ segir Bjarni
Borgunarmálið Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Sjá meira