Hvað liggur á? stjórnarmaðurinn skrifar 20. janúar 2016 09:15 Þungi virðist nú kominn í umræðu um sölu ríkisins á hlut sínum í bönkunum. Eins og kunnugt er bendir allt til þess að stóru bankarnir þrír verði brátt allir í ríkiseigu. Landsbankinn hefur að sjálfsögðu verið það frá hruni, en Arion og Íslandsbanki munu að endingu lenda í hlýjum ríkisfaðmi sem hluti af stöðugleikaframlaginu svokallaða og endahnút á uppgjöri gömlu bankanna. Fjármálaráðherra hefur svo gefið út að æskilegt sé að selja Landsbankann á árinu. Aðrir spyrja hvort ekki sé skynsamlegra að flýta sér hægt. Þeirra á meðal er Frosti Sigurjónsson, sem leggur til að Landsbankanum verði haldið í ríkiseigu sem einhvers konar samfélagsbanka. Hugmyndir Frosta eru ekki jafn galnar og í fyrstu kann að virðast. Sérstaklega ef sviðið er skoðað: ríkið hefur nú haldið á Landsbankanum í tæp átta ár, hinir bankarnir tveir hafa ekki verið í eigu ríkisins, en þó í einhvers konar frystimeðferð í ljósi verulegrar óvissu um framtíðareignarhald og markaðsaðstæður. Stefið er því orðið nokkuð kunnuglegt; markaðurinn er staðnaður og bankarnir allt of stórir, með margar einingar sem hvorki bera sig né passa sérstaklega við starfsemina. Stóru bankarnir eru allt í senn; viðskiptabankar, fjárfestingabankar, eignastýringafélög og þátttakendur á markaðnum með eigin bók. Arðsemin er lág ef sala á einskiptiseignum er tekin frá. Í fljótu bragði virðist því ólíklegt að skynsamir kaupendur fáist að bönkunum sem heilum bitum, þótt vafalaust væri hægt að selja út einstakar einingar og eignasöfn. Hugmyndir um erlenda kaupendur eru líka draumórar, jafnvel þótt forsvarsmenn slitastjórnar Glitnis hafi talið sig hafa selt Íslandsbanka á grundvelli einnar blaðsíðu viljayfirlýsingar. Staðreyndin er líka sú að þegar Arion og Íslandsbanki verða komnir úr höndum kröfuhafanna, með sín erlendu tengsl, verður enn ólíklegra að hægt verði að laða að erlenda kaupendur. Þá eru lífeyrissjóðirnir einir eftir, sennilega í slagtogi við minni fjárfesta. Lífeyrissjóðirnir eru ekki réttu hluthafarnir til að keyra í gegn þær breytingar sem nauðsynlegar eru á íslenskum bankamarkaði. Með þetta í huga, þarf þá að vera svo slæmt að ríkið flýti sér hægt við sölu á bönkunum? Tímann mætti nota í að straumlínulaga starfsemina, selja minni einingar og gera nauðsynlegar rekstrarbreytingar. Þá fyrst verða kannski til söluvænlegir bankar.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Sjá meira
Þungi virðist nú kominn í umræðu um sölu ríkisins á hlut sínum í bönkunum. Eins og kunnugt er bendir allt til þess að stóru bankarnir þrír verði brátt allir í ríkiseigu. Landsbankinn hefur að sjálfsögðu verið það frá hruni, en Arion og Íslandsbanki munu að endingu lenda í hlýjum ríkisfaðmi sem hluti af stöðugleikaframlaginu svokallaða og endahnút á uppgjöri gömlu bankanna. Fjármálaráðherra hefur svo gefið út að æskilegt sé að selja Landsbankann á árinu. Aðrir spyrja hvort ekki sé skynsamlegra að flýta sér hægt. Þeirra á meðal er Frosti Sigurjónsson, sem leggur til að Landsbankanum verði haldið í ríkiseigu sem einhvers konar samfélagsbanka. Hugmyndir Frosta eru ekki jafn galnar og í fyrstu kann að virðast. Sérstaklega ef sviðið er skoðað: ríkið hefur nú haldið á Landsbankanum í tæp átta ár, hinir bankarnir tveir hafa ekki verið í eigu ríkisins, en þó í einhvers konar frystimeðferð í ljósi verulegrar óvissu um framtíðareignarhald og markaðsaðstæður. Stefið er því orðið nokkuð kunnuglegt; markaðurinn er staðnaður og bankarnir allt of stórir, með margar einingar sem hvorki bera sig né passa sérstaklega við starfsemina. Stóru bankarnir eru allt í senn; viðskiptabankar, fjárfestingabankar, eignastýringafélög og þátttakendur á markaðnum með eigin bók. Arðsemin er lág ef sala á einskiptiseignum er tekin frá. Í fljótu bragði virðist því ólíklegt að skynsamir kaupendur fáist að bönkunum sem heilum bitum, þótt vafalaust væri hægt að selja út einstakar einingar og eignasöfn. Hugmyndir um erlenda kaupendur eru líka draumórar, jafnvel þótt forsvarsmenn slitastjórnar Glitnis hafi talið sig hafa selt Íslandsbanka á grundvelli einnar blaðsíðu viljayfirlýsingar. Staðreyndin er líka sú að þegar Arion og Íslandsbanki verða komnir úr höndum kröfuhafanna, með sín erlendu tengsl, verður enn ólíklegra að hægt verði að laða að erlenda kaupendur. Þá eru lífeyrissjóðirnir einir eftir, sennilega í slagtogi við minni fjárfesta. Lífeyrissjóðirnir eru ekki réttu hluthafarnir til að keyra í gegn þær breytingar sem nauðsynlegar eru á íslenskum bankamarkaði. Með þetta í huga, þarf þá að vera svo slæmt að ríkið flýti sér hægt við sölu á bönkunum? Tímann mætti nota í að straumlínulaga starfsemina, selja minni einingar og gera nauðsynlegar rekstrarbreytingar. Þá fyrst verða kannski til söluvænlegir bankar.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent