Lítill munur á því þegar Ísland var manni færri eða manni fleiri á EM í Póllandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. janúar 2016 13:45 Ólafur Stefánsson, aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins. Vísir/Valli Íslenska handboltalandsliðið spilaði aðeins þrjá leiki á Evrópumótinu í Póllandi og er á heimaleið eftir riðlakeppnina. Það er athyglisvert að skoða hvernig íslenska liðinu gekk í yfirtölu og undirtölu á Evrópumótinu. Íslenska liðið gerði vissulega vel þegar liðið var manni færri eftir að hafa misst leikmann útaf í tvær mínútur. Liðið nýtti 11 af 20 sóknum sínum manni færri eða 55 prósent sóknanna. Það gekk hinsvegar ekki nógu vel að nýta það þegar mótherjar liðsins misstu mann af velli. Íslenska liðið var manni fleiri í 28 sóknir og nýttu 16 þeirra sem gerir 57 prósent sóknarnýtingu. Það munar því aðeins tveimur prósentustigum á sóknarnýtingu íslenska liðsins hvort liðið sé manni fleiri eða manni færri. Allt eru þetta tölur frá mótshöldurum. Það er þó aðallega sóknarnýting mótherja íslenska liðsins manni færri sem stingur í augun. Mótherjar Íslands í B-riðlinum, Noregur, Hvíta Rússland og Króatía, spiluðu 23 sóknir manni færri á móti Íslandi og 17 þeirra enduðu með marki. Það þýðir að andstæðingar Íslands í riðlinum voru með 74 sóknarnýtingu manni færri. Það er mun betri nýting en þegar sömu lið voru manni fleiri á móti Íslandi en liðin þrjú nýttu þá 62 prósent sókna sinna eða 16 af 26. Króatar voru með langbestu sóknarnýtinguna manni færri eða 68 prósent (13 mörk í 19 sóknum) en Ísland er þar í þriðja sæti á eftir Króötum og Rússum sem nýttu 62 prósent sókna sinna manni færri. Það gekk sem dæmi miklu betur í undirtölunni hjá íslensku strákunum heldur en hjá bæði Dönum (25 prósent, 2 af 8) og Svíum (21 prósent, 3 af 14). Danir og Svíar reka einmitt lestina á þessum lista. Ísland er aftur á móti í fimmta neðsta sæti yfir bestu sóknarnýtinguna manni fleiri en þar eru aðeins Hvíta Rússland, Svartfjallaland, Pólland og Serbía fyrir neðan íslenska liðið.Sóknarnýting íslenska liðsins manni fleiri á EM 2016: Á móti Noregi: 55 prósent (11/6) Á móti Hvíta Rússlandi: 64 prósent (11/7) Á móti Króatíu: 50 prósent (16/3) Samanlagt: 57 prósent (28/16)Sóknarnýting íslenska liðsins manni færri á EM 2016: Á móti Noregi: 50 prósent (6/3) Á móti Hvíta Rússlandi: 57 prósent (7/4) Á móti Króatíu: 57 prósent (7/4) Samanlagt: 55 prósent (20/11) EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir „Handbolti er illa launuð jaðaríþrótt“ Hörðum orðum farið um handboltaíþróttina og "fullkomna hnignun“ íslenska landsliðsins á Kjarnanum. 21. janúar 2016 10:15 Gjaldþrotið gegn Króötum setur framtíð landsliðsins í uppnám Íslenska landsliðið í handknattleik fór heim með skottið á milli lappanna eftir að hafa verið niðurlægt af Króötum í Katowice í gær. Þörf er á mikilli naflaskoðun hjá landsliðinu eftir sneypuför til Póllands. 20. janúar 2016 07:00 Strákarnir hans Guðmundar voru prúðastir en strákar Dags grófastir Landslið Danmerkur og Þýskalands voru á sitthvorum enda listans yfir refsistig liða í riðlakeppni Evrópumótsins í handbolta í Póllandi sem lauk í gærkvöldi. 21. janúar 2016 11:00 Bara þrjár þjóðir voru með betri sóknarnýtingu en Ísland Íslenska landsliðið er úr leik á Evrópumótinu í handbolta í Póllandi en liðið var samt með fjórðu bestu sóknarnýtinguna í riðlakeppninni samkvæmt tölfræði mótshaldara. 21. janúar 2016 11:30 Ísland í 13. sæti og í efri styrkleikaflokki þökk sé Degi og Rússum Dagur Sigurðsson stýrði lærisveinum sínum til sigurs gegn Slóveníu. 20. janúar 2016 17:51 Mest sláandi tölfræðin hjá Íslandi á EM er ekki markvarslan Markvarsla íslenska liðsins hefur oft verið betri en á EM í Póllandi. En hún ein og sér varð ekki íslenska liðinu að falli. 20. janúar 2016 12:00 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið spilaði aðeins þrjá leiki á Evrópumótinu í Póllandi og er á heimaleið eftir riðlakeppnina. Það er athyglisvert að skoða hvernig íslenska liðinu gekk í yfirtölu og undirtölu á Evrópumótinu. Íslenska liðið gerði vissulega vel þegar liðið var manni færri eftir að hafa misst leikmann útaf í tvær mínútur. Liðið nýtti 11 af 20 sóknum sínum manni færri eða 55 prósent sóknanna. Það gekk hinsvegar ekki nógu vel að nýta það þegar mótherjar liðsins misstu mann af velli. Íslenska liðið var manni fleiri í 28 sóknir og nýttu 16 þeirra sem gerir 57 prósent sóknarnýtingu. Það munar því aðeins tveimur prósentustigum á sóknarnýtingu íslenska liðsins hvort liðið sé manni fleiri eða manni færri. Allt eru þetta tölur frá mótshöldurum. Það er þó aðallega sóknarnýting mótherja íslenska liðsins manni færri sem stingur í augun. Mótherjar Íslands í B-riðlinum, Noregur, Hvíta Rússland og Króatía, spiluðu 23 sóknir manni færri á móti Íslandi og 17 þeirra enduðu með marki. Það þýðir að andstæðingar Íslands í riðlinum voru með 74 sóknarnýtingu manni færri. Það er mun betri nýting en þegar sömu lið voru manni fleiri á móti Íslandi en liðin þrjú nýttu þá 62 prósent sókna sinna eða 16 af 26. Króatar voru með langbestu sóknarnýtinguna manni færri eða 68 prósent (13 mörk í 19 sóknum) en Ísland er þar í þriðja sæti á eftir Króötum og Rússum sem nýttu 62 prósent sókna sinna manni færri. Það gekk sem dæmi miklu betur í undirtölunni hjá íslensku strákunum heldur en hjá bæði Dönum (25 prósent, 2 af 8) og Svíum (21 prósent, 3 af 14). Danir og Svíar reka einmitt lestina á þessum lista. Ísland er aftur á móti í fimmta neðsta sæti yfir bestu sóknarnýtinguna manni fleiri en þar eru aðeins Hvíta Rússland, Svartfjallaland, Pólland og Serbía fyrir neðan íslenska liðið.Sóknarnýting íslenska liðsins manni fleiri á EM 2016: Á móti Noregi: 55 prósent (11/6) Á móti Hvíta Rússlandi: 64 prósent (11/7) Á móti Króatíu: 50 prósent (16/3) Samanlagt: 57 prósent (28/16)Sóknarnýting íslenska liðsins manni færri á EM 2016: Á móti Noregi: 50 prósent (6/3) Á móti Hvíta Rússlandi: 57 prósent (7/4) Á móti Króatíu: 57 prósent (7/4) Samanlagt: 55 prósent (20/11)
EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir „Handbolti er illa launuð jaðaríþrótt“ Hörðum orðum farið um handboltaíþróttina og "fullkomna hnignun“ íslenska landsliðsins á Kjarnanum. 21. janúar 2016 10:15 Gjaldþrotið gegn Króötum setur framtíð landsliðsins í uppnám Íslenska landsliðið í handknattleik fór heim með skottið á milli lappanna eftir að hafa verið niðurlægt af Króötum í Katowice í gær. Þörf er á mikilli naflaskoðun hjá landsliðinu eftir sneypuför til Póllands. 20. janúar 2016 07:00 Strákarnir hans Guðmundar voru prúðastir en strákar Dags grófastir Landslið Danmerkur og Þýskalands voru á sitthvorum enda listans yfir refsistig liða í riðlakeppni Evrópumótsins í handbolta í Póllandi sem lauk í gærkvöldi. 21. janúar 2016 11:00 Bara þrjár þjóðir voru með betri sóknarnýtingu en Ísland Íslenska landsliðið er úr leik á Evrópumótinu í handbolta í Póllandi en liðið var samt með fjórðu bestu sóknarnýtinguna í riðlakeppninni samkvæmt tölfræði mótshaldara. 21. janúar 2016 11:30 Ísland í 13. sæti og í efri styrkleikaflokki þökk sé Degi og Rússum Dagur Sigurðsson stýrði lærisveinum sínum til sigurs gegn Slóveníu. 20. janúar 2016 17:51 Mest sláandi tölfræðin hjá Íslandi á EM er ekki markvarslan Markvarsla íslenska liðsins hefur oft verið betri en á EM í Póllandi. En hún ein og sér varð ekki íslenska liðinu að falli. 20. janúar 2016 12:00 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Sjá meira
„Handbolti er illa launuð jaðaríþrótt“ Hörðum orðum farið um handboltaíþróttina og "fullkomna hnignun“ íslenska landsliðsins á Kjarnanum. 21. janúar 2016 10:15
Gjaldþrotið gegn Króötum setur framtíð landsliðsins í uppnám Íslenska landsliðið í handknattleik fór heim með skottið á milli lappanna eftir að hafa verið niðurlægt af Króötum í Katowice í gær. Þörf er á mikilli naflaskoðun hjá landsliðinu eftir sneypuför til Póllands. 20. janúar 2016 07:00
Strákarnir hans Guðmundar voru prúðastir en strákar Dags grófastir Landslið Danmerkur og Þýskalands voru á sitthvorum enda listans yfir refsistig liða í riðlakeppni Evrópumótsins í handbolta í Póllandi sem lauk í gærkvöldi. 21. janúar 2016 11:00
Bara þrjár þjóðir voru með betri sóknarnýtingu en Ísland Íslenska landsliðið er úr leik á Evrópumótinu í handbolta í Póllandi en liðið var samt með fjórðu bestu sóknarnýtinguna í riðlakeppninni samkvæmt tölfræði mótshaldara. 21. janúar 2016 11:30
Ísland í 13. sæti og í efri styrkleikaflokki þökk sé Degi og Rússum Dagur Sigurðsson stýrði lærisveinum sínum til sigurs gegn Slóveníu. 20. janúar 2016 17:51
Mest sláandi tölfræðin hjá Íslandi á EM er ekki markvarslan Markvarsla íslenska liðsins hefur oft verið betri en á EM í Póllandi. En hún ein og sér varð ekki íslenska liðinu að falli. 20. janúar 2016 12:00