Lítill munur á því þegar Ísland var manni færri eða manni fleiri á EM í Póllandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. janúar 2016 13:45 Ólafur Stefánsson, aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins. Vísir/Valli Íslenska handboltalandsliðið spilaði aðeins þrjá leiki á Evrópumótinu í Póllandi og er á heimaleið eftir riðlakeppnina. Það er athyglisvert að skoða hvernig íslenska liðinu gekk í yfirtölu og undirtölu á Evrópumótinu. Íslenska liðið gerði vissulega vel þegar liðið var manni færri eftir að hafa misst leikmann útaf í tvær mínútur. Liðið nýtti 11 af 20 sóknum sínum manni færri eða 55 prósent sóknanna. Það gekk hinsvegar ekki nógu vel að nýta það þegar mótherjar liðsins misstu mann af velli. Íslenska liðið var manni fleiri í 28 sóknir og nýttu 16 þeirra sem gerir 57 prósent sóknarnýtingu. Það munar því aðeins tveimur prósentustigum á sóknarnýtingu íslenska liðsins hvort liðið sé manni fleiri eða manni færri. Allt eru þetta tölur frá mótshöldurum. Það er þó aðallega sóknarnýting mótherja íslenska liðsins manni færri sem stingur í augun. Mótherjar Íslands í B-riðlinum, Noregur, Hvíta Rússland og Króatía, spiluðu 23 sóknir manni færri á móti Íslandi og 17 þeirra enduðu með marki. Það þýðir að andstæðingar Íslands í riðlinum voru með 74 sóknarnýtingu manni færri. Það er mun betri nýting en þegar sömu lið voru manni fleiri á móti Íslandi en liðin þrjú nýttu þá 62 prósent sókna sinna eða 16 af 26. Króatar voru með langbestu sóknarnýtinguna manni færri eða 68 prósent (13 mörk í 19 sóknum) en Ísland er þar í þriðja sæti á eftir Króötum og Rússum sem nýttu 62 prósent sókna sinna manni færri. Það gekk sem dæmi miklu betur í undirtölunni hjá íslensku strákunum heldur en hjá bæði Dönum (25 prósent, 2 af 8) og Svíum (21 prósent, 3 af 14). Danir og Svíar reka einmitt lestina á þessum lista. Ísland er aftur á móti í fimmta neðsta sæti yfir bestu sóknarnýtinguna manni fleiri en þar eru aðeins Hvíta Rússland, Svartfjallaland, Pólland og Serbía fyrir neðan íslenska liðið.Sóknarnýting íslenska liðsins manni fleiri á EM 2016: Á móti Noregi: 55 prósent (11/6) Á móti Hvíta Rússlandi: 64 prósent (11/7) Á móti Króatíu: 50 prósent (16/3) Samanlagt: 57 prósent (28/16)Sóknarnýting íslenska liðsins manni færri á EM 2016: Á móti Noregi: 50 prósent (6/3) Á móti Hvíta Rússlandi: 57 prósent (7/4) Á móti Króatíu: 57 prósent (7/4) Samanlagt: 55 prósent (20/11) EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir „Handbolti er illa launuð jaðaríþrótt“ Hörðum orðum farið um handboltaíþróttina og "fullkomna hnignun“ íslenska landsliðsins á Kjarnanum. 21. janúar 2016 10:15 Gjaldþrotið gegn Króötum setur framtíð landsliðsins í uppnám Íslenska landsliðið í handknattleik fór heim með skottið á milli lappanna eftir að hafa verið niðurlægt af Króötum í Katowice í gær. Þörf er á mikilli naflaskoðun hjá landsliðinu eftir sneypuför til Póllands. 20. janúar 2016 07:00 Strákarnir hans Guðmundar voru prúðastir en strákar Dags grófastir Landslið Danmerkur og Þýskalands voru á sitthvorum enda listans yfir refsistig liða í riðlakeppni Evrópumótsins í handbolta í Póllandi sem lauk í gærkvöldi. 21. janúar 2016 11:00 Bara þrjár þjóðir voru með betri sóknarnýtingu en Ísland Íslenska landsliðið er úr leik á Evrópumótinu í handbolta í Póllandi en liðið var samt með fjórðu bestu sóknarnýtinguna í riðlakeppninni samkvæmt tölfræði mótshaldara. 21. janúar 2016 11:30 Ísland í 13. sæti og í efri styrkleikaflokki þökk sé Degi og Rússum Dagur Sigurðsson stýrði lærisveinum sínum til sigurs gegn Slóveníu. 20. janúar 2016 17:51 Mest sláandi tölfræðin hjá Íslandi á EM er ekki markvarslan Markvarsla íslenska liðsins hefur oft verið betri en á EM í Póllandi. En hún ein og sér varð ekki íslenska liðinu að falli. 20. janúar 2016 12:00 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið spilaði aðeins þrjá leiki á Evrópumótinu í Póllandi og er á heimaleið eftir riðlakeppnina. Það er athyglisvert að skoða hvernig íslenska liðinu gekk í yfirtölu og undirtölu á Evrópumótinu. Íslenska liðið gerði vissulega vel þegar liðið var manni færri eftir að hafa misst leikmann útaf í tvær mínútur. Liðið nýtti 11 af 20 sóknum sínum manni færri eða 55 prósent sóknanna. Það gekk hinsvegar ekki nógu vel að nýta það þegar mótherjar liðsins misstu mann af velli. Íslenska liðið var manni fleiri í 28 sóknir og nýttu 16 þeirra sem gerir 57 prósent sóknarnýtingu. Það munar því aðeins tveimur prósentustigum á sóknarnýtingu íslenska liðsins hvort liðið sé manni fleiri eða manni færri. Allt eru þetta tölur frá mótshöldurum. Það er þó aðallega sóknarnýting mótherja íslenska liðsins manni færri sem stingur í augun. Mótherjar Íslands í B-riðlinum, Noregur, Hvíta Rússland og Króatía, spiluðu 23 sóknir manni færri á móti Íslandi og 17 þeirra enduðu með marki. Það þýðir að andstæðingar Íslands í riðlinum voru með 74 sóknarnýtingu manni færri. Það er mun betri nýting en þegar sömu lið voru manni fleiri á móti Íslandi en liðin þrjú nýttu þá 62 prósent sókna sinna eða 16 af 26. Króatar voru með langbestu sóknarnýtinguna manni færri eða 68 prósent (13 mörk í 19 sóknum) en Ísland er þar í þriðja sæti á eftir Króötum og Rússum sem nýttu 62 prósent sókna sinna manni færri. Það gekk sem dæmi miklu betur í undirtölunni hjá íslensku strákunum heldur en hjá bæði Dönum (25 prósent, 2 af 8) og Svíum (21 prósent, 3 af 14). Danir og Svíar reka einmitt lestina á þessum lista. Ísland er aftur á móti í fimmta neðsta sæti yfir bestu sóknarnýtinguna manni fleiri en þar eru aðeins Hvíta Rússland, Svartfjallaland, Pólland og Serbía fyrir neðan íslenska liðið.Sóknarnýting íslenska liðsins manni fleiri á EM 2016: Á móti Noregi: 55 prósent (11/6) Á móti Hvíta Rússlandi: 64 prósent (11/7) Á móti Króatíu: 50 prósent (16/3) Samanlagt: 57 prósent (28/16)Sóknarnýting íslenska liðsins manni færri á EM 2016: Á móti Noregi: 50 prósent (6/3) Á móti Hvíta Rússlandi: 57 prósent (7/4) Á móti Króatíu: 57 prósent (7/4) Samanlagt: 55 prósent (20/11)
EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir „Handbolti er illa launuð jaðaríþrótt“ Hörðum orðum farið um handboltaíþróttina og "fullkomna hnignun“ íslenska landsliðsins á Kjarnanum. 21. janúar 2016 10:15 Gjaldþrotið gegn Króötum setur framtíð landsliðsins í uppnám Íslenska landsliðið í handknattleik fór heim með skottið á milli lappanna eftir að hafa verið niðurlægt af Króötum í Katowice í gær. Þörf er á mikilli naflaskoðun hjá landsliðinu eftir sneypuför til Póllands. 20. janúar 2016 07:00 Strákarnir hans Guðmundar voru prúðastir en strákar Dags grófastir Landslið Danmerkur og Þýskalands voru á sitthvorum enda listans yfir refsistig liða í riðlakeppni Evrópumótsins í handbolta í Póllandi sem lauk í gærkvöldi. 21. janúar 2016 11:00 Bara þrjár þjóðir voru með betri sóknarnýtingu en Ísland Íslenska landsliðið er úr leik á Evrópumótinu í handbolta í Póllandi en liðið var samt með fjórðu bestu sóknarnýtinguna í riðlakeppninni samkvæmt tölfræði mótshaldara. 21. janúar 2016 11:30 Ísland í 13. sæti og í efri styrkleikaflokki þökk sé Degi og Rússum Dagur Sigurðsson stýrði lærisveinum sínum til sigurs gegn Slóveníu. 20. janúar 2016 17:51 Mest sláandi tölfræðin hjá Íslandi á EM er ekki markvarslan Markvarsla íslenska liðsins hefur oft verið betri en á EM í Póllandi. En hún ein og sér varð ekki íslenska liðinu að falli. 20. janúar 2016 12:00 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Sjá meira
„Handbolti er illa launuð jaðaríþrótt“ Hörðum orðum farið um handboltaíþróttina og "fullkomna hnignun“ íslenska landsliðsins á Kjarnanum. 21. janúar 2016 10:15
Gjaldþrotið gegn Króötum setur framtíð landsliðsins í uppnám Íslenska landsliðið í handknattleik fór heim með skottið á milli lappanna eftir að hafa verið niðurlægt af Króötum í Katowice í gær. Þörf er á mikilli naflaskoðun hjá landsliðinu eftir sneypuför til Póllands. 20. janúar 2016 07:00
Strákarnir hans Guðmundar voru prúðastir en strákar Dags grófastir Landslið Danmerkur og Þýskalands voru á sitthvorum enda listans yfir refsistig liða í riðlakeppni Evrópumótsins í handbolta í Póllandi sem lauk í gærkvöldi. 21. janúar 2016 11:00
Bara þrjár þjóðir voru með betri sóknarnýtingu en Ísland Íslenska landsliðið er úr leik á Evrópumótinu í handbolta í Póllandi en liðið var samt með fjórðu bestu sóknarnýtinguna í riðlakeppninni samkvæmt tölfræði mótshaldara. 21. janúar 2016 11:30
Ísland í 13. sæti og í efri styrkleikaflokki þökk sé Degi og Rússum Dagur Sigurðsson stýrði lærisveinum sínum til sigurs gegn Slóveníu. 20. janúar 2016 17:51
Mest sláandi tölfræðin hjá Íslandi á EM er ekki markvarslan Markvarsla íslenska liðsins hefur oft verið betri en á EM í Póllandi. En hún ein og sér varð ekki íslenska liðinu að falli. 20. janúar 2016 12:00