Slitastjórn Glitnis; In Memoriam Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar 25. janúar 2016 07:00 Nú þegar slitastjórn Glitnis banka hf. er í andaslitrunum langar mig að minnast hennar. Leiðir okkar lágu fyrst saman árið 2010 þegar slitastjórnin stefndi umbjóðanda mínum í New York ásamt sex öðrum Íslendingum. Umbjóðandi minn frétti af málsókninni í fjölmiðlum, en slitastjórnin upplýsti hann um málsóknina með fréttatilkynningu til fjölmiðla. Slitastjórnin fylgdi henni eftir með blaðamannafundi á Hótel Nordica. Blaðamannafundurinn og stefnan í málinu var birt á netinu og vakti heimsathygli. Í stefnunni segir m.a. að umbjóðandi minn hafi verið hluti af glæpaklíku sem hafði meira en tvo milljarða dollara af Glitni með sviksamlegum og ólögmætum hætti. Aðspurður sagði formaður slitastjórnarinnar að gögn sýndu að Glitnir hefði verið rændur innan frá og málsóknin væri skref í þá átt að draga stefndu til ábyrgðar. Það var lítil stemming fyrir þessum málatilbúnaði í New York og um miðjan desember 2010 var málinu vísað frá. Slitastjórnin áfrýjaði niðurstöðunni en féll ári síðar frá áfrýjuninni. Sú ákvörðun segir töluvert um réttmæti málsóknarinnar enda tilgangur slitastjórnarinnar líklega aðeins að valda stefndu fjártjóni og skaða orðspor þeirra. Stuttu síðar höfðaði slitastjórnin nýtt dómsmál á hendur umbjóðanda mínum og níu öðrum fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Á nýjan leik var umbjóðanda mínum kynnt málsóknin í fjölmiðlum. Nú í Kastljósinu. Rétt fyrir jól 2015 felldi slitastjórnin málið niður gagnvart öllum stefndu. Sem fyrr segir það meira en mörg orð um málstaðinn. Þegar umbjóðandi minn gerði kröfu um málskostnað krafðist slitastjórnin þess að málið á hendur honum yrði endurvakið. Því hafnaði héraðsdómur. Slitastjórnin hefur því höfðað tvö dómsmál á hendur umbjóðanda mínum, kostað til þess milljörðum, og fellt bæði málin niður. Eðli málsins samkvæmt hafa þessar þarflausu málsóknir bakað umbjóðanda mínum fjártjón og miska. Það tjón er enn óbætt. Eins og tjón kröfuhafa þrotabúsins sem borga brúsann. Við leiðarlok vil ég þakka slitastjórninni samfylgdina. Megi hún hvíla í friði. Fáir munu sakna hennar, en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Kroll International Ltd. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Sjá meira
Nú þegar slitastjórn Glitnis banka hf. er í andaslitrunum langar mig að minnast hennar. Leiðir okkar lágu fyrst saman árið 2010 þegar slitastjórnin stefndi umbjóðanda mínum í New York ásamt sex öðrum Íslendingum. Umbjóðandi minn frétti af málsókninni í fjölmiðlum, en slitastjórnin upplýsti hann um málsóknina með fréttatilkynningu til fjölmiðla. Slitastjórnin fylgdi henni eftir með blaðamannafundi á Hótel Nordica. Blaðamannafundurinn og stefnan í málinu var birt á netinu og vakti heimsathygli. Í stefnunni segir m.a. að umbjóðandi minn hafi verið hluti af glæpaklíku sem hafði meira en tvo milljarða dollara af Glitni með sviksamlegum og ólögmætum hætti. Aðspurður sagði formaður slitastjórnarinnar að gögn sýndu að Glitnir hefði verið rændur innan frá og málsóknin væri skref í þá átt að draga stefndu til ábyrgðar. Það var lítil stemming fyrir þessum málatilbúnaði í New York og um miðjan desember 2010 var málinu vísað frá. Slitastjórnin áfrýjaði niðurstöðunni en féll ári síðar frá áfrýjuninni. Sú ákvörðun segir töluvert um réttmæti málsóknarinnar enda tilgangur slitastjórnarinnar líklega aðeins að valda stefndu fjártjóni og skaða orðspor þeirra. Stuttu síðar höfðaði slitastjórnin nýtt dómsmál á hendur umbjóðanda mínum og níu öðrum fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Á nýjan leik var umbjóðanda mínum kynnt málsóknin í fjölmiðlum. Nú í Kastljósinu. Rétt fyrir jól 2015 felldi slitastjórnin málið niður gagnvart öllum stefndu. Sem fyrr segir það meira en mörg orð um málstaðinn. Þegar umbjóðandi minn gerði kröfu um málskostnað krafðist slitastjórnin þess að málið á hendur honum yrði endurvakið. Því hafnaði héraðsdómur. Slitastjórnin hefur því höfðað tvö dómsmál á hendur umbjóðanda mínum, kostað til þess milljörðum, og fellt bæði málin niður. Eðli málsins samkvæmt hafa þessar þarflausu málsóknir bakað umbjóðanda mínum fjártjón og miska. Það tjón er enn óbætt. Eins og tjón kröfuhafa þrotabúsins sem borga brúsann. Við leiðarlok vil ég þakka slitastjórninni samfylgdina. Megi hún hvíla í friði. Fáir munu sakna hennar, en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Kroll International Ltd. Höfundur er lögmaður.
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar