Framtíðarsýn, nýsköpun og tækniþróun Hrund Gunnsteinsdóttir skrifar 26. janúar 2016 11:19 Tækniþróunarsjóður gegnir veigamiklu hlutverki þegar kemur að tækniþróun og nýsköpun í íslensku atvinnulífi. Sjóðurinn fellur undir Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og vinnur skv. stefnu Vísinda – og tækniráðs. Tækniþróunarsjóður er fjármagnaður af ríkissjóði í samræmi við fjárlög hvers árs og hefur sjóðurinn farið vaxandi frá stofnun hans árið 2004. Í nýjustu fjárlögum hækkuðu framlög til sjóðsins um 71% á milli ára og stendur nú í 2,3 milljörðum króna.Nýsköpun og tækniþróun í breyttum heimi Heimurinn er að ganga í gegnum eitt mesta og hraðasta breytingarskeið sögunnar. Tækni og nýsköpun spila þar lykilhlutverk, enda á tækniþróun sér engin mörk, nær yfir öll svið samfélagsins og snertir líf okkar allra. Breyttir tímar kalla einnig á nýsköpun og tæknilausnir hjá opinberum stofnunum til þess að geta þjónað hlutverki sínu sem best. Ísland er ekki undanskilið þessari þróun.Mikilvæg lyftistöng fyrir íslenskt atvinnulíf Tækniþróunarsjóður styður verkefni á öllum sviðum atvinnulífins. Meðal þeirra sem Tækniþróunarsjóður hefur styrkt á mótunarárum eru hátæknifyrirtækið Marel, orkustjórnunarfyrirtækið Marorka, Lauf Forks sem þróar og framleiðir nýja tegund hjólagaffla, matarhönnunarverkefnið Stefnumót hönnuða og bænda, upplýsingatæknifyrirtækið Mentor, ORF Líftækni, Meniga sem sérhæfir sig í hugbúnaði fyrir heimilisfjármál og lækningatæknifyrirtækið Nox Medical, svo eitthvað sé nefnt. Fyrir mörg, ef ekki öll, þessara fyrirtækja hefur styrkur úr Tækniþróunarsjóði skipt sköpum fyrir framgang þeirra og vöxt.Fjölbreytni, framkvæmd og árangur Í ljósi stóraukins framlags til Tækniþróunarsjóðs, hefur sjóðurinn mótað nýja stefnu í víðtæku samráði við helstu aðila úr atvinnulífinu. Lykilorðin í nýrri framtíðarsýn eru fjölbreytni, framkvæmd og árangur.Hærri styrkir og snarpara ferli Meginmarkmið með nýrri stefnumótun eru að gera sjóðinn skilvirkari, opnari fyrir fleiri og fjölbreyttari umsóknum frá einstaklingum, litlum og meðalstórum fyrirtækjum og rannsóknarstofnunum. Til að stuðla að skilvirkari og öflugri stuðningi við nýsköpun leggur sjóðurinn nú áherslu á hærri styrki en snarpara ferli en verið hefur.Ísland og alþjóðleg samkeppnishæfni Tækniþróunarsjóður leggur einnig áherslu á að styðja alþjóðleg samstarfsverkefni sem Íslendingar eiga aðild að, til þess að auka þekkingu hérlendis og bæta samkeppnisstöðu íslensks atvinnulífs. Ísland er í 29. sæti í samanburði á samkeppnishæfni þjóða skv. alþjóðlegri skýrslu Alþjóðlega efnahagsráðsins. Þar skorar Ísland hvað hæst í menntun og tækni, en lægst í flokknum markaðsstærð. Sókn á alþjóðlegan markað er sífellt mikilvægari í hnattvæddum heimi, þar sem landamæri í viðskiptum og á vinnumarkaði verða æ óljósari. Í því sambandi má nefna að útflutningstekjur hugbúnaðargeirans hafa vaxið um 20% árlega frá árinu 2010. Tækni- og hugverkaiðnaðurinn aflaði 23% gjaldeyristekna árið 2014 og 90% af tekjum leikjaiðnaðarins koma erlendis frá, svo dæmi séu nefnd.Hagnýting á rannsóknum Íslendingar mælast nokkuð vel þegar kemur að gerð rannsókna og birtingu ritrýndra greina. Það er hins vegar gjá á milli þessarar þekkingarsköpunar í rannsóknarsamfélaginu annars vegar og hagnýtingu hennar í atvinnulífinu hins vegar. Þessi gjá er þekkt vandamál víða um heim. Með nýjum styrkjarflokki, Hagnýt rannsóknarverkefni, vill Tækniþróunarsjóður brúa þessa gjá. Umsóknarfrestur rennur út 15. febrúar nk.Fræ, Sproti, Vöxtur og Sprettur Tækniþróunarsjóður býður nú einnig upp á einkaleyfisstyrki og er opið fyrir umsóknir allt árið. Fræ er ný styrktarleið hjá Tækniþróunarsjóði sem miðar sérstaklega að því að auka nýliðun og höfða til frumkvöðla á fyrstu skrefum hugmyndar. Umsóknarferlið er einfaldara en í öðrum styrkjaflokkum og skil á niðurstöðum verkefnis á að liggja fyrir innan 5 mánaða. Umsóknarfrestur í Fræ rennur út 4. apríl nk. Styrkþegar eiga möguleika á áframhaldandi fjármögnun fyrir Fræ-verkefni, innan styrkjaflokksins Fyrirtækjastyrkur – Sproti, sem boðið verður upp á fyrir umsóknarfrestinn 15. september. Þar hafa styrkþegar möguleika á að fá allt að 10 m.kr ár ári í 2 ár, án kröfu um mótframlag.Þú nærð lengra... Fyrirtækjastyrkirnir Vöxtur og Sprettur eru svo nýjir og öflugri fyrirtækjastyrkir en verið hafa, sem opnað verður fyrir í umsóknarfrestinum sem rennur út 15. september nk. Í styrkjakerfi Tækniþróunarsjóðs er lögð áhersla á samfellu á milli styrkjaflokka, þannig að sjóðurinn geti styrkt vöxt og þróun lítilla og meðalstórra fyrirtækja og verkefna á ólíkum stigum í þróunar- og nýsköpunarferlinu og á fyrstu stigum markaðssetningar. Frekari upplýsingar eru á heimasíðu sjóðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrund Gunnsteinsdóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Utanríkis- og varnarmál Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Tækniþróunarsjóður gegnir veigamiklu hlutverki þegar kemur að tækniþróun og nýsköpun í íslensku atvinnulífi. Sjóðurinn fellur undir Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og vinnur skv. stefnu Vísinda – og tækniráðs. Tækniþróunarsjóður er fjármagnaður af ríkissjóði í samræmi við fjárlög hvers árs og hefur sjóðurinn farið vaxandi frá stofnun hans árið 2004. Í nýjustu fjárlögum hækkuðu framlög til sjóðsins um 71% á milli ára og stendur nú í 2,3 milljörðum króna.Nýsköpun og tækniþróun í breyttum heimi Heimurinn er að ganga í gegnum eitt mesta og hraðasta breytingarskeið sögunnar. Tækni og nýsköpun spila þar lykilhlutverk, enda á tækniþróun sér engin mörk, nær yfir öll svið samfélagsins og snertir líf okkar allra. Breyttir tímar kalla einnig á nýsköpun og tæknilausnir hjá opinberum stofnunum til þess að geta þjónað hlutverki sínu sem best. Ísland er ekki undanskilið þessari þróun.Mikilvæg lyftistöng fyrir íslenskt atvinnulíf Tækniþróunarsjóður styður verkefni á öllum sviðum atvinnulífins. Meðal þeirra sem Tækniþróunarsjóður hefur styrkt á mótunarárum eru hátæknifyrirtækið Marel, orkustjórnunarfyrirtækið Marorka, Lauf Forks sem þróar og framleiðir nýja tegund hjólagaffla, matarhönnunarverkefnið Stefnumót hönnuða og bænda, upplýsingatæknifyrirtækið Mentor, ORF Líftækni, Meniga sem sérhæfir sig í hugbúnaði fyrir heimilisfjármál og lækningatæknifyrirtækið Nox Medical, svo eitthvað sé nefnt. Fyrir mörg, ef ekki öll, þessara fyrirtækja hefur styrkur úr Tækniþróunarsjóði skipt sköpum fyrir framgang þeirra og vöxt.Fjölbreytni, framkvæmd og árangur Í ljósi stóraukins framlags til Tækniþróunarsjóðs, hefur sjóðurinn mótað nýja stefnu í víðtæku samráði við helstu aðila úr atvinnulífinu. Lykilorðin í nýrri framtíðarsýn eru fjölbreytni, framkvæmd og árangur.Hærri styrkir og snarpara ferli Meginmarkmið með nýrri stefnumótun eru að gera sjóðinn skilvirkari, opnari fyrir fleiri og fjölbreyttari umsóknum frá einstaklingum, litlum og meðalstórum fyrirtækjum og rannsóknarstofnunum. Til að stuðla að skilvirkari og öflugri stuðningi við nýsköpun leggur sjóðurinn nú áherslu á hærri styrki en snarpara ferli en verið hefur.Ísland og alþjóðleg samkeppnishæfni Tækniþróunarsjóður leggur einnig áherslu á að styðja alþjóðleg samstarfsverkefni sem Íslendingar eiga aðild að, til þess að auka þekkingu hérlendis og bæta samkeppnisstöðu íslensks atvinnulífs. Ísland er í 29. sæti í samanburði á samkeppnishæfni þjóða skv. alþjóðlegri skýrslu Alþjóðlega efnahagsráðsins. Þar skorar Ísland hvað hæst í menntun og tækni, en lægst í flokknum markaðsstærð. Sókn á alþjóðlegan markað er sífellt mikilvægari í hnattvæddum heimi, þar sem landamæri í viðskiptum og á vinnumarkaði verða æ óljósari. Í því sambandi má nefna að útflutningstekjur hugbúnaðargeirans hafa vaxið um 20% árlega frá árinu 2010. Tækni- og hugverkaiðnaðurinn aflaði 23% gjaldeyristekna árið 2014 og 90% af tekjum leikjaiðnaðarins koma erlendis frá, svo dæmi séu nefnd.Hagnýting á rannsóknum Íslendingar mælast nokkuð vel þegar kemur að gerð rannsókna og birtingu ritrýndra greina. Það er hins vegar gjá á milli þessarar þekkingarsköpunar í rannsóknarsamfélaginu annars vegar og hagnýtingu hennar í atvinnulífinu hins vegar. Þessi gjá er þekkt vandamál víða um heim. Með nýjum styrkjarflokki, Hagnýt rannsóknarverkefni, vill Tækniþróunarsjóður brúa þessa gjá. Umsóknarfrestur rennur út 15. febrúar nk.Fræ, Sproti, Vöxtur og Sprettur Tækniþróunarsjóður býður nú einnig upp á einkaleyfisstyrki og er opið fyrir umsóknir allt árið. Fræ er ný styrktarleið hjá Tækniþróunarsjóði sem miðar sérstaklega að því að auka nýliðun og höfða til frumkvöðla á fyrstu skrefum hugmyndar. Umsóknarferlið er einfaldara en í öðrum styrkjaflokkum og skil á niðurstöðum verkefnis á að liggja fyrir innan 5 mánaða. Umsóknarfrestur í Fræ rennur út 4. apríl nk. Styrkþegar eiga möguleika á áframhaldandi fjármögnun fyrir Fræ-verkefni, innan styrkjaflokksins Fyrirtækjastyrkur – Sproti, sem boðið verður upp á fyrir umsóknarfrestinn 15. september. Þar hafa styrkþegar möguleika á að fá allt að 10 m.kr ár ári í 2 ár, án kröfu um mótframlag.Þú nærð lengra... Fyrirtækjastyrkirnir Vöxtur og Sprettur eru svo nýjir og öflugri fyrirtækjastyrkir en verið hafa, sem opnað verður fyrir í umsóknarfrestinum sem rennur út 15. september nk. Í styrkjakerfi Tækniþróunarsjóðs er lögð áhersla á samfellu á milli styrkjaflokka, þannig að sjóðurinn geti styrkt vöxt og þróun lítilla og meðalstórra fyrirtækja og verkefna á ólíkum stigum í þróunar- og nýsköpunarferlinu og á fyrstu stigum markaðssetningar. Frekari upplýsingar eru á heimasíðu sjóðsins.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun