Sýrlenskur strákur í vanda á Íslandi Toshiki Toma skrifar 27. janúar 2016 09:00 Hinn 15. október 1993 var afar sérstakur dagur fyrir mig því dóttir mín fæddist þann dag í Stykkishólmi. Hún ólst upp í góðu umhverfi og stundar nú nám í Háskóla Íslands. Lífið brosir við henni. Á sunnudaginn var hitti ég aðra manneskju sem einnig er fædd 15. október árið 1993. Það var kúrdískur strákur, Ahmed Ibrahim að nafni. Lífskjör hans hafa verið töluvert öðruvísi en hjá dóttur minni. Heimaþorp hans er nálægt Al Hasakah í Sýrlandi þar sem stríðið á milli á hers Asad forseta og hers andspyrnunnar gegn Asad er skelfilegt. Faðir Ahmeds hafði verið í hópi andstæðinga Asad forseta og fékk einu sinni dauðadóm. En sem betur fer var hann náðaður árið 2011. Eftir að ISIS kom fram á sjónarsviðið varð stríðið enn hryllilegra og flúði fjölskylda Ahmeds til Tyrklands en sundraðist á leiðinni. Eftir nokkra mánuði komst Ahmed til Búlgaríu og fékk viðurkenningu sem flóttamaður. Engu að síður voru aðstæður hans slæmar. Hann hafði vinnu en fékk enginn laun greidd. Hann fékk að gista í skjóli hjá kirkju eða mosku en stundum varð hann bara að sofa á götunni. Einnig var hann hræddur við árasir glæpamanna sem herja á flóttafólk. Eftir tæpa ársdvöl í Búlgaríu kom hann til Íslands og sótti um hæli á ný síðasta sumar. Hann fékk synjun, bæði frá Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála, þar sem hann hafði áður fengið dvalarleyfi í Búlgaríu. Þess vegna ætla íslensk yfirvöld að senda hann þangað aftur. Eins og við getum séð í fréttum, eru aðstæður í Búlgaríu, hvað varðar flóttamenn, alls ekki góðar. Stjórnvöld þar ákváðu að byggja upp múr meðfram landamærum við Tyrklandi til að stöðva straum flóttamanna. Flóttamenn njóta hvorki mikillar samúðar né réttinda í Búlgaríu. Búlgaría er ekki rík þjóð og er búin að taka við fleiri flóttamönnum en hún ræður við. Raunar lagðist Flóttamannastofnun Sameinuðu Þjóðanna árið 2014 tímabundið gegn því að hælisleitendur væru endursendir til Búlgaríu vegna slæmra aðstæðna hælisleitenda, þar til úrbætur hefðu átt sér stað. Öll vitum við hvað gerðist síðasta haust í ríkjum Balkanskaga. Aðstæður flóttafólks versnuðu gríðarlega. Þessi staðreynd virðist hafa farið fram hjá kærunefnd útlendingamála. Staðan í Búlgaríu er því mun verri núna en 2014 eða fyrri hluti ársins 2015. En gögn og skýrslur sem kærunefnd útlendingamála notaði til þess að skoða stöðuna í Búlgaríu og skera úr um áfrýjun Ahmeds voru gefin út fyrir júlí 2015 og sýna því ekki heldur stöðu í dag. Mig langar að spyrja hvort það sé rétt ákvörðun hjá íslensku yfirvöldum að senda Ahmed í slíkar aðstæður á ný. Ahmed fékk pappíra sem leyfði honum að vera í Búlgaríu. En staðreyndin er sú að hann á enga fjölskyldu þar og hefur hvorki vinnu né húsnæði. Leyfið sem hann fékk tryggir ekkert í raun. Er það ekki of mikið álag fyrir 22 ára strák að lifa við slíkar aðstæður eftir afar erfiða upplifun í eigin heimalandi? Það skiptir máli að fólk sem þarfnast verndar fái vernd, sem er mannúðleg og sem rétt er að staðið. Það er andi viðkomandi laga og við verðum að halda fast í þennan anda. Ég óska þess innilega að íslensk yfirvöld taki tillit til núverandi aðstæðna flóttamanna í Búlgaríu og stígi hugrökk þá leið að veita unga kúrdíska stráknum hæli hér á landi. Hann gæti verið ,,bara einhver strákur“ fyrir íslenska ríkinu, en fyrir hann er þetta mál upp á líf eða dauða og 22 ára strákur á að sjálfsögðu skilið líf. Toshiki Toma, prestur innflytjenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Mest lesið „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Hinn 15. október 1993 var afar sérstakur dagur fyrir mig því dóttir mín fæddist þann dag í Stykkishólmi. Hún ólst upp í góðu umhverfi og stundar nú nám í Háskóla Íslands. Lífið brosir við henni. Á sunnudaginn var hitti ég aðra manneskju sem einnig er fædd 15. október árið 1993. Það var kúrdískur strákur, Ahmed Ibrahim að nafni. Lífskjör hans hafa verið töluvert öðruvísi en hjá dóttur minni. Heimaþorp hans er nálægt Al Hasakah í Sýrlandi þar sem stríðið á milli á hers Asad forseta og hers andspyrnunnar gegn Asad er skelfilegt. Faðir Ahmeds hafði verið í hópi andstæðinga Asad forseta og fékk einu sinni dauðadóm. En sem betur fer var hann náðaður árið 2011. Eftir að ISIS kom fram á sjónarsviðið varð stríðið enn hryllilegra og flúði fjölskylda Ahmeds til Tyrklands en sundraðist á leiðinni. Eftir nokkra mánuði komst Ahmed til Búlgaríu og fékk viðurkenningu sem flóttamaður. Engu að síður voru aðstæður hans slæmar. Hann hafði vinnu en fékk enginn laun greidd. Hann fékk að gista í skjóli hjá kirkju eða mosku en stundum varð hann bara að sofa á götunni. Einnig var hann hræddur við árasir glæpamanna sem herja á flóttafólk. Eftir tæpa ársdvöl í Búlgaríu kom hann til Íslands og sótti um hæli á ný síðasta sumar. Hann fékk synjun, bæði frá Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála, þar sem hann hafði áður fengið dvalarleyfi í Búlgaríu. Þess vegna ætla íslensk yfirvöld að senda hann þangað aftur. Eins og við getum séð í fréttum, eru aðstæður í Búlgaríu, hvað varðar flóttamenn, alls ekki góðar. Stjórnvöld þar ákváðu að byggja upp múr meðfram landamærum við Tyrklandi til að stöðva straum flóttamanna. Flóttamenn njóta hvorki mikillar samúðar né réttinda í Búlgaríu. Búlgaría er ekki rík þjóð og er búin að taka við fleiri flóttamönnum en hún ræður við. Raunar lagðist Flóttamannastofnun Sameinuðu Þjóðanna árið 2014 tímabundið gegn því að hælisleitendur væru endursendir til Búlgaríu vegna slæmra aðstæðna hælisleitenda, þar til úrbætur hefðu átt sér stað. Öll vitum við hvað gerðist síðasta haust í ríkjum Balkanskaga. Aðstæður flóttafólks versnuðu gríðarlega. Þessi staðreynd virðist hafa farið fram hjá kærunefnd útlendingamála. Staðan í Búlgaríu er því mun verri núna en 2014 eða fyrri hluti ársins 2015. En gögn og skýrslur sem kærunefnd útlendingamála notaði til þess að skoða stöðuna í Búlgaríu og skera úr um áfrýjun Ahmeds voru gefin út fyrir júlí 2015 og sýna því ekki heldur stöðu í dag. Mig langar að spyrja hvort það sé rétt ákvörðun hjá íslensku yfirvöldum að senda Ahmed í slíkar aðstæður á ný. Ahmed fékk pappíra sem leyfði honum að vera í Búlgaríu. En staðreyndin er sú að hann á enga fjölskyldu þar og hefur hvorki vinnu né húsnæði. Leyfið sem hann fékk tryggir ekkert í raun. Er það ekki of mikið álag fyrir 22 ára strák að lifa við slíkar aðstæður eftir afar erfiða upplifun í eigin heimalandi? Það skiptir máli að fólk sem þarfnast verndar fái vernd, sem er mannúðleg og sem rétt er að staðið. Það er andi viðkomandi laga og við verðum að halda fast í þennan anda. Ég óska þess innilega að íslensk yfirvöld taki tillit til núverandi aðstæðna flóttamanna í Búlgaríu og stígi hugrökk þá leið að veita unga kúrdíska stráknum hæli hér á landi. Hann gæti verið ,,bara einhver strákur“ fyrir íslenska ríkinu, en fyrir hann er þetta mál upp á líf eða dauða og 22 ára strákur á að sjálfsögðu skilið líf. Toshiki Toma, prestur innflytjenda.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun