Sýrlenskur strákur í vanda á Íslandi Toshiki Toma skrifar 27. janúar 2016 09:00 Hinn 15. október 1993 var afar sérstakur dagur fyrir mig því dóttir mín fæddist þann dag í Stykkishólmi. Hún ólst upp í góðu umhverfi og stundar nú nám í Háskóla Íslands. Lífið brosir við henni. Á sunnudaginn var hitti ég aðra manneskju sem einnig er fædd 15. október árið 1993. Það var kúrdískur strákur, Ahmed Ibrahim að nafni. Lífskjör hans hafa verið töluvert öðruvísi en hjá dóttur minni. Heimaþorp hans er nálægt Al Hasakah í Sýrlandi þar sem stríðið á milli á hers Asad forseta og hers andspyrnunnar gegn Asad er skelfilegt. Faðir Ahmeds hafði verið í hópi andstæðinga Asad forseta og fékk einu sinni dauðadóm. En sem betur fer var hann náðaður árið 2011. Eftir að ISIS kom fram á sjónarsviðið varð stríðið enn hryllilegra og flúði fjölskylda Ahmeds til Tyrklands en sundraðist á leiðinni. Eftir nokkra mánuði komst Ahmed til Búlgaríu og fékk viðurkenningu sem flóttamaður. Engu að síður voru aðstæður hans slæmar. Hann hafði vinnu en fékk enginn laun greidd. Hann fékk að gista í skjóli hjá kirkju eða mosku en stundum varð hann bara að sofa á götunni. Einnig var hann hræddur við árasir glæpamanna sem herja á flóttafólk. Eftir tæpa ársdvöl í Búlgaríu kom hann til Íslands og sótti um hæli á ný síðasta sumar. Hann fékk synjun, bæði frá Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála, þar sem hann hafði áður fengið dvalarleyfi í Búlgaríu. Þess vegna ætla íslensk yfirvöld að senda hann þangað aftur. Eins og við getum séð í fréttum, eru aðstæður í Búlgaríu, hvað varðar flóttamenn, alls ekki góðar. Stjórnvöld þar ákváðu að byggja upp múr meðfram landamærum við Tyrklandi til að stöðva straum flóttamanna. Flóttamenn njóta hvorki mikillar samúðar né réttinda í Búlgaríu. Búlgaría er ekki rík þjóð og er búin að taka við fleiri flóttamönnum en hún ræður við. Raunar lagðist Flóttamannastofnun Sameinuðu Þjóðanna árið 2014 tímabundið gegn því að hælisleitendur væru endursendir til Búlgaríu vegna slæmra aðstæðna hælisleitenda, þar til úrbætur hefðu átt sér stað. Öll vitum við hvað gerðist síðasta haust í ríkjum Balkanskaga. Aðstæður flóttafólks versnuðu gríðarlega. Þessi staðreynd virðist hafa farið fram hjá kærunefnd útlendingamála. Staðan í Búlgaríu er því mun verri núna en 2014 eða fyrri hluti ársins 2015. En gögn og skýrslur sem kærunefnd útlendingamála notaði til þess að skoða stöðuna í Búlgaríu og skera úr um áfrýjun Ahmeds voru gefin út fyrir júlí 2015 og sýna því ekki heldur stöðu í dag. Mig langar að spyrja hvort það sé rétt ákvörðun hjá íslensku yfirvöldum að senda Ahmed í slíkar aðstæður á ný. Ahmed fékk pappíra sem leyfði honum að vera í Búlgaríu. En staðreyndin er sú að hann á enga fjölskyldu þar og hefur hvorki vinnu né húsnæði. Leyfið sem hann fékk tryggir ekkert í raun. Er það ekki of mikið álag fyrir 22 ára strák að lifa við slíkar aðstæður eftir afar erfiða upplifun í eigin heimalandi? Það skiptir máli að fólk sem þarfnast verndar fái vernd, sem er mannúðleg og sem rétt er að staðið. Það er andi viðkomandi laga og við verðum að halda fast í þennan anda. Ég óska þess innilega að íslensk yfirvöld taki tillit til núverandi aðstæðna flóttamanna í Búlgaríu og stígi hugrökk þá leið að veita unga kúrdíska stráknum hæli hér á landi. Hann gæti verið ,,bara einhver strákur“ fyrir íslenska ríkinu, en fyrir hann er þetta mál upp á líf eða dauða og 22 ára strákur á að sjálfsögðu skilið líf. Toshiki Toma, prestur innflytjenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Hinn 15. október 1993 var afar sérstakur dagur fyrir mig því dóttir mín fæddist þann dag í Stykkishólmi. Hún ólst upp í góðu umhverfi og stundar nú nám í Háskóla Íslands. Lífið brosir við henni. Á sunnudaginn var hitti ég aðra manneskju sem einnig er fædd 15. október árið 1993. Það var kúrdískur strákur, Ahmed Ibrahim að nafni. Lífskjör hans hafa verið töluvert öðruvísi en hjá dóttur minni. Heimaþorp hans er nálægt Al Hasakah í Sýrlandi þar sem stríðið á milli á hers Asad forseta og hers andspyrnunnar gegn Asad er skelfilegt. Faðir Ahmeds hafði verið í hópi andstæðinga Asad forseta og fékk einu sinni dauðadóm. En sem betur fer var hann náðaður árið 2011. Eftir að ISIS kom fram á sjónarsviðið varð stríðið enn hryllilegra og flúði fjölskylda Ahmeds til Tyrklands en sundraðist á leiðinni. Eftir nokkra mánuði komst Ahmed til Búlgaríu og fékk viðurkenningu sem flóttamaður. Engu að síður voru aðstæður hans slæmar. Hann hafði vinnu en fékk enginn laun greidd. Hann fékk að gista í skjóli hjá kirkju eða mosku en stundum varð hann bara að sofa á götunni. Einnig var hann hræddur við árasir glæpamanna sem herja á flóttafólk. Eftir tæpa ársdvöl í Búlgaríu kom hann til Íslands og sótti um hæli á ný síðasta sumar. Hann fékk synjun, bæði frá Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála, þar sem hann hafði áður fengið dvalarleyfi í Búlgaríu. Þess vegna ætla íslensk yfirvöld að senda hann þangað aftur. Eins og við getum séð í fréttum, eru aðstæður í Búlgaríu, hvað varðar flóttamenn, alls ekki góðar. Stjórnvöld þar ákváðu að byggja upp múr meðfram landamærum við Tyrklandi til að stöðva straum flóttamanna. Flóttamenn njóta hvorki mikillar samúðar né réttinda í Búlgaríu. Búlgaría er ekki rík þjóð og er búin að taka við fleiri flóttamönnum en hún ræður við. Raunar lagðist Flóttamannastofnun Sameinuðu Þjóðanna árið 2014 tímabundið gegn því að hælisleitendur væru endursendir til Búlgaríu vegna slæmra aðstæðna hælisleitenda, þar til úrbætur hefðu átt sér stað. Öll vitum við hvað gerðist síðasta haust í ríkjum Balkanskaga. Aðstæður flóttafólks versnuðu gríðarlega. Þessi staðreynd virðist hafa farið fram hjá kærunefnd útlendingamála. Staðan í Búlgaríu er því mun verri núna en 2014 eða fyrri hluti ársins 2015. En gögn og skýrslur sem kærunefnd útlendingamála notaði til þess að skoða stöðuna í Búlgaríu og skera úr um áfrýjun Ahmeds voru gefin út fyrir júlí 2015 og sýna því ekki heldur stöðu í dag. Mig langar að spyrja hvort það sé rétt ákvörðun hjá íslensku yfirvöldum að senda Ahmed í slíkar aðstæður á ný. Ahmed fékk pappíra sem leyfði honum að vera í Búlgaríu. En staðreyndin er sú að hann á enga fjölskyldu þar og hefur hvorki vinnu né húsnæði. Leyfið sem hann fékk tryggir ekkert í raun. Er það ekki of mikið álag fyrir 22 ára strák að lifa við slíkar aðstæður eftir afar erfiða upplifun í eigin heimalandi? Það skiptir máli að fólk sem þarfnast verndar fái vernd, sem er mannúðleg og sem rétt er að staðið. Það er andi viðkomandi laga og við verðum að halda fast í þennan anda. Ég óska þess innilega að íslensk yfirvöld taki tillit til núverandi aðstæðna flóttamanna í Búlgaríu og stígi hugrökk þá leið að veita unga kúrdíska stráknum hæli hér á landi. Hann gæti verið ,,bara einhver strákur“ fyrir íslenska ríkinu, en fyrir hann er þetta mál upp á líf eða dauða og 22 ára strákur á að sjálfsögðu skilið líf. Toshiki Toma, prestur innflytjenda.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun