Barnshafandi konur sérstakt áhyggjuefni Una Sighvatsdóttir skrifar 26. janúar 2016 19:22 Guðrún Sigmundsdóttir settur sóttvarnalæknir Zikaveirusýkingin er ný farsótt. Veiran uppgötvaðist fyrst í Afríku um miðja síðustu öld en sýkingar af henni hafa verið sjaldgæfar, þar til nú þegar veiran hefur á stuttum tíma greinst í 21 landi Suður- Mið og Norður-Ameríku. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin varaði í dag við því að hún muni berast víðar um álfurnar, en moskítóflugan sem ber hana þrífst í öllum löndum Ameríku nema Sjíle og Kanada. Guðrún Sigmundsdóttir, settur sóttvarnalæknir, vekur athygli á því að ferðamenn geti borið veiruna með sér hingað til lands. „Við erum ekki með vectorinn [ísl. smitberann] sjálf, sem er þessi moskítófluga. Þannig að þetta verður ekki landlægur sjúkdómur hér á meðan við erum ekki með þann vector. En það er sjálfsagt að vara fólk við, sem er að fara í ferðalög, svo það viti á hverju það þarf að vara sig.“Eitrað fyrir moskítóflugum í Sao Paulo í Brasilíu.Barnshafandi konur sérstakt áhyggjuefni Varúðarráðstafanir felast fyrst og fremst í því að forðast moskítóbit. Engin bólusetning eða lækning er til, en almennt veldur zikaveirusýking aðeins vægum einkennum, svo sem hita og höfuðverk. Vísbendingar eru þó um alvarlegri afleiðingar sýkist barnshafandi konur. Síðan í október í fyrra hafa hátt í 4000 börn í Brasilíu greinst með sjúkdóm sem kallast microcephaly eða smáheili. Þetta er sjaldgæfur heila- og taugasjúkdómur sem getur haft alvarleg áhrif á andlegan og líkamlegan þroska barna.Enn á rannsóknarstigi í 49 tilfellum í Brasilíu fæddust börnin andvana eða létust skömmu eftir fæðingu. Barnshafandi konur hafa því verið hvattar til að íhuga að fresta för til landa þar sem veiran hefur greinst þar til eftir fæðingu. Rétt er þó að taka fram að enn hefur ekki endanlega verið sýnt fram á að zikaveiran valdi fóstuskaða. Guðrún segir að unnið sé af kappi að því að safna gögnum. „Þetta er mikið á rannsóknarstigi, en við erum með þessi mögulegu tengsl og það ætti að nægja til að maður hugsi sinn gang og sé ekki að útsetja sig í óþarfa hættu." Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Útbreiðsla Zika-veirunnar: 220 þúsund hermenn gerðir út af örkinni Brasilískir hermenn munu ganga hús úr húsi og afhenda Brasilíumönnum bæklinga um hvernig megi koma í veg fyrir frekari útbreiðslu Zika. 26. janúar 2016 14:17 Genabreyttar moskítóflugur geti komið í veg fyrir Zika-vírusinn Genabreyttar moskítóflugur gætu dregið úr frekari útbreiðslu Zika-vírussins, sem herjað hefur á íbúa Brasilíu að undanförnu. 20. janúar 2016 08:11 Heita því að vernda keppendur og gesti í Río frá Zika-veirunni Síðustu mánuði hefur Zika-veiran valdið alvarlegum fæðingargöllum í þúsundum nýfæddra barna í Mið- og Suður-Ameríku. 24. janúar 2016 23:30 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Stór mál standa enn út af Í takti við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Sjá meira
Zikaveirusýkingin er ný farsótt. Veiran uppgötvaðist fyrst í Afríku um miðja síðustu öld en sýkingar af henni hafa verið sjaldgæfar, þar til nú þegar veiran hefur á stuttum tíma greinst í 21 landi Suður- Mið og Norður-Ameríku. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin varaði í dag við því að hún muni berast víðar um álfurnar, en moskítóflugan sem ber hana þrífst í öllum löndum Ameríku nema Sjíle og Kanada. Guðrún Sigmundsdóttir, settur sóttvarnalæknir, vekur athygli á því að ferðamenn geti borið veiruna með sér hingað til lands. „Við erum ekki með vectorinn [ísl. smitberann] sjálf, sem er þessi moskítófluga. Þannig að þetta verður ekki landlægur sjúkdómur hér á meðan við erum ekki með þann vector. En það er sjálfsagt að vara fólk við, sem er að fara í ferðalög, svo það viti á hverju það þarf að vara sig.“Eitrað fyrir moskítóflugum í Sao Paulo í Brasilíu.Barnshafandi konur sérstakt áhyggjuefni Varúðarráðstafanir felast fyrst og fremst í því að forðast moskítóbit. Engin bólusetning eða lækning er til, en almennt veldur zikaveirusýking aðeins vægum einkennum, svo sem hita og höfuðverk. Vísbendingar eru þó um alvarlegri afleiðingar sýkist barnshafandi konur. Síðan í október í fyrra hafa hátt í 4000 börn í Brasilíu greinst með sjúkdóm sem kallast microcephaly eða smáheili. Þetta er sjaldgæfur heila- og taugasjúkdómur sem getur haft alvarleg áhrif á andlegan og líkamlegan þroska barna.Enn á rannsóknarstigi í 49 tilfellum í Brasilíu fæddust börnin andvana eða létust skömmu eftir fæðingu. Barnshafandi konur hafa því verið hvattar til að íhuga að fresta för til landa þar sem veiran hefur greinst þar til eftir fæðingu. Rétt er þó að taka fram að enn hefur ekki endanlega verið sýnt fram á að zikaveiran valdi fóstuskaða. Guðrún segir að unnið sé af kappi að því að safna gögnum. „Þetta er mikið á rannsóknarstigi, en við erum með þessi mögulegu tengsl og það ætti að nægja til að maður hugsi sinn gang og sé ekki að útsetja sig í óþarfa hættu."
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Útbreiðsla Zika-veirunnar: 220 þúsund hermenn gerðir út af örkinni Brasilískir hermenn munu ganga hús úr húsi og afhenda Brasilíumönnum bæklinga um hvernig megi koma í veg fyrir frekari útbreiðslu Zika. 26. janúar 2016 14:17 Genabreyttar moskítóflugur geti komið í veg fyrir Zika-vírusinn Genabreyttar moskítóflugur gætu dregið úr frekari útbreiðslu Zika-vírussins, sem herjað hefur á íbúa Brasilíu að undanförnu. 20. janúar 2016 08:11 Heita því að vernda keppendur og gesti í Río frá Zika-veirunni Síðustu mánuði hefur Zika-veiran valdið alvarlegum fæðingargöllum í þúsundum nýfæddra barna í Mið- og Suður-Ameríku. 24. janúar 2016 23:30 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Stór mál standa enn út af Í takti við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Sjá meira
Útbreiðsla Zika-veirunnar: 220 þúsund hermenn gerðir út af örkinni Brasilískir hermenn munu ganga hús úr húsi og afhenda Brasilíumönnum bæklinga um hvernig megi koma í veg fyrir frekari útbreiðslu Zika. 26. janúar 2016 14:17
Genabreyttar moskítóflugur geti komið í veg fyrir Zika-vírusinn Genabreyttar moskítóflugur gætu dregið úr frekari útbreiðslu Zika-vírussins, sem herjað hefur á íbúa Brasilíu að undanförnu. 20. janúar 2016 08:11
Heita því að vernda keppendur og gesti í Río frá Zika-veirunni Síðustu mánuði hefur Zika-veiran valdið alvarlegum fæðingargöllum í þúsundum nýfæddra barna í Mið- og Suður-Ameríku. 24. janúar 2016 23:30