Krefst þess að dómurinn yfir Mirjam verði staðfestur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. janúar 2016 09:20 Mirjam Foekja van Twuijver hlaut ellefu ára dóm. Verði dómurinn staðfestur í Hæstarétti verður um að ræða þyngsta fíkniefnadóm sem fallið hefur hér á landi. Vísir Hulda María Stefánsdóttir, saksóknari hjá ríkissaksóknara, fer fram á að ellefu ára dómur yfir hinni hollensku Mirjam Foekje van Twuijver úr héraði verði staðfestur. Þetta kom fram í máli hennar í Hæstarétti þar sem málið er flutt í dag. Mirjam áfrýjaði ellefu ára dómnum úr héraði og sömuleiðis Atli Freyr Fjölnisson sem fékk fimm ára dóm fyrir sinn hlut í málinu. Forsaga málsins er sú að Mirjam var stöðvuð af tollvörðum ásamt dóttur sinni í Leifsstöð þann 3. apríl í fyrra. Í tveimur töskum mæðgnanna var að finna tæplega 20 kíló af fíkniefnum. Atli Freyr var svo handtekinn þann 7. apríl fyrir utan Hótel Frón þar sem hann veitti meintum fíkniefnum móttöku. Um gerviefni var að ræða sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði skipt út en markmiðið var að fylgja Atla Frey eftir og sjá hvert hann myndi koma fíkniefnunum. Björgvin Jónsson, verjandi Mirjam, fer fram á að hún verði sýknuð en til vara að refsing hennar verði mildur. Bjarni Hauksson, nýskipaður verjandi Atla Freys, fer sömuleiðis fram á sýknu eða ómerkingu dóms. Til vara að dómurinn verði mildaður. Bjarni tók við sem verjandi Atla Freys í síðustu viku en þangað til hafði Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson verið verjandi Atla Freys. Atli Freyr er viðstaddur málflutninginn sem hófst klukkan níu í Hæstarétti í morgun. Mirjam er hins vegar fjarverandi. Mikill fjöldi fólks er í salnum en virðast flestir vera nemendur í vettvangsskoðun. Leki og spilling í lögreglu Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Sjá meira
Hulda María Stefánsdóttir, saksóknari hjá ríkissaksóknara, fer fram á að ellefu ára dómur yfir hinni hollensku Mirjam Foekje van Twuijver úr héraði verði staðfestur. Þetta kom fram í máli hennar í Hæstarétti þar sem málið er flutt í dag. Mirjam áfrýjaði ellefu ára dómnum úr héraði og sömuleiðis Atli Freyr Fjölnisson sem fékk fimm ára dóm fyrir sinn hlut í málinu. Forsaga málsins er sú að Mirjam var stöðvuð af tollvörðum ásamt dóttur sinni í Leifsstöð þann 3. apríl í fyrra. Í tveimur töskum mæðgnanna var að finna tæplega 20 kíló af fíkniefnum. Atli Freyr var svo handtekinn þann 7. apríl fyrir utan Hótel Frón þar sem hann veitti meintum fíkniefnum móttöku. Um gerviefni var að ræða sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði skipt út en markmiðið var að fylgja Atla Frey eftir og sjá hvert hann myndi koma fíkniefnunum. Björgvin Jónsson, verjandi Mirjam, fer fram á að hún verði sýknuð en til vara að refsing hennar verði mildur. Bjarni Hauksson, nýskipaður verjandi Atla Freys, fer sömuleiðis fram á sýknu eða ómerkingu dóms. Til vara að dómurinn verði mildaður. Bjarni tók við sem verjandi Atla Freys í síðustu viku en þangað til hafði Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson verið verjandi Atla Freys. Atli Freyr er viðstaddur málflutninginn sem hófst klukkan níu í Hæstarétti í morgun. Mirjam er hins vegar fjarverandi. Mikill fjöldi fólks er í salnum en virðast flestir vera nemendur í vettvangsskoðun.
Leki og spilling í lögreglu Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Sjá meira