Frakkar með næstum því þúsund fleiri landsleiki en Norðmenn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. janúar 2016 10:30 Espen Lie Hansen reynir skot á móti Pólverjum en Norðmenn unnu þar glæsilegan sigur. Vísir/Getty Noregur og Frakkar mætast í kvöld í úrslitaleik um sæti í undanúrslitum á Evrópumótinu í handbolta í Póllandi en liðin eru í harðri baráttu við heimamenn um tvö laus sæti í milliriðli eitt. Norðmenn náðu aðeins jafntefli á móti Makedóníu í gær og hafa eins stigs forskot á Frakkland og Pólland. Pólverjar mæta Króötum í dag en sá leikur fer fram eftir leik Norðmanna og Frakka og pólska liðið veit þar með nákvæmlega hvað það þarf að gera til að komast í undanúrslitin. TV2 í Noregi hefur borið saman byrjunarlið franska og norska liðsins og þar kemur í ljós gríðarlegur munur á reynslu manna. Franska landsliðið hefur unnið tíu stórmótagull frá og með HM á Íslandi 1995 en Norðmenn hafa aldrei endað ofar en í sjötta sæti á stórmóti. Thierry Omeyer, markvörður franska liðsins, hefur verið með í níu af þessum tíu gullliðum og blaðamaður TV2 vekur athygli á því að Sander Sagosen, leikstjórnandi Norðmanna, var enn fimm ára gamall þegar Omeyer vann sitt fyrsta gull á HM í Frakklandi 2001. Byrjunarlið Frakka hefur leikið samanlagt næstum því þúsund fleiri landsleiki en byrjunarlið Norðmanna og hver leikmaður í franska landsliðinu hefur spilað 141 leik meira að meðaltali en leikmenn í því norska. Það munar líka talsvert á meðalaldrinum sem er 32,3 ár hjá Frökkum en 26,6 ár hjá Norðmönnum. Hvergi er munurinn meiri en hjá markvörðunum Thierry Omeyer hjá Frakklandi og Espen Christensen hjá Norðmönnum. Omeyer hefur spilað 333 landsleiki eða 290 fleiri en Christensen. Frakkar vita því nákvæmlega hvað þeir eru að fara út í seinna í dag en spennustigið hjá norska liðinu verður mikið spurningamerki. Það á líka eftir að koma í ljós hvernig klúðrið á móti Makedóníu í gær fer í norsku strákana. Leikur Frakklands og Noregs hefst klukkan 17.15 að íslenskum tíma.Byrjunarlið Frakka hjá TV2 Thierry Omeyer - 39 ára, 192 sm, 333 landsleikir, 9 gull Michael Guigou - 33 ára, 179 sm, 223 landsleikir, 8 gull Nikola Karabatic - 31 ára, 196 sm, 257 landsleikir, 8 gull Daniel Narcisse - 36 ára, 188 sm, 285 landsleikir, 8 gull Valentin Porte - 25 ára, 190 sm, 53 landsleikir, 2 gull Luc Abalo - 31 ára, 182 sm, 201 landsleikur, 7 gull Cedric Sorhaindo - 31 v, 192 sm, 155 landsleikir, 6 gullBryjunarlið Norðmanna hjá TV2 Espen Christensen - 30 ára, 190 sm, 43 landsleikir Magnus Jöndal - 27 ára, 187 sm, 73 landsleikir Espen Lie Hansen - 26 ára, 196 sm, 95 landsleikir Sander Sagosen - 20 ára, 195 sm, 32 landsleikir Harald Reinkind - 23 ára, 196 sm, 52 landsleikir Kristian Björnsen - 27 ára, 191 scm, 50 landsleikir Bjarte Myrhol - 33 ára, 194 sm, 176 landsleikir EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Omeyer frábær þegar Frakkar jörðuðu Króata Frakkar eru komnir með sex stig í milliriðli 1 á EM í Póllandi eftir stórsigur á Króatíu í dag. Lokatölur 32-24, Frakklandi í vil. 23. janúar 2016 18:46 Norðmenn töpuðu óvænt stigi gegn Makedóníu Noregur verður í efsta sæti milliriðils 1 fyrir lokaumferðina á miðvikudag. 25. janúar 2016 18:59 Norðmenn fyrstir til að leggja Pólverja Norðmenn gerðu sér lítið fyrir og lögðu Pólverja að velli, 28-30, í milliriðli 1 á EM í Póllandi í kvöld. 23. janúar 2016 21:12 Liðið sem tapaði fyrir Íslandi gæti komist í undanúrslit EM í kvöld Norðmenn hafa unnið þrjá leiki í röð á EM í handbolta í Póllandi og gætu tryggt sér sæti í undanúrslitum í kvöld verði úrslit beggja leikja þeim hagstæð. 25. janúar 2016 14:30 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira
Noregur og Frakkar mætast í kvöld í úrslitaleik um sæti í undanúrslitum á Evrópumótinu í handbolta í Póllandi en liðin eru í harðri baráttu við heimamenn um tvö laus sæti í milliriðli eitt. Norðmenn náðu aðeins jafntefli á móti Makedóníu í gær og hafa eins stigs forskot á Frakkland og Pólland. Pólverjar mæta Króötum í dag en sá leikur fer fram eftir leik Norðmanna og Frakka og pólska liðið veit þar með nákvæmlega hvað það þarf að gera til að komast í undanúrslitin. TV2 í Noregi hefur borið saman byrjunarlið franska og norska liðsins og þar kemur í ljós gríðarlegur munur á reynslu manna. Franska landsliðið hefur unnið tíu stórmótagull frá og með HM á Íslandi 1995 en Norðmenn hafa aldrei endað ofar en í sjötta sæti á stórmóti. Thierry Omeyer, markvörður franska liðsins, hefur verið með í níu af þessum tíu gullliðum og blaðamaður TV2 vekur athygli á því að Sander Sagosen, leikstjórnandi Norðmanna, var enn fimm ára gamall þegar Omeyer vann sitt fyrsta gull á HM í Frakklandi 2001. Byrjunarlið Frakka hefur leikið samanlagt næstum því þúsund fleiri landsleiki en byrjunarlið Norðmanna og hver leikmaður í franska landsliðinu hefur spilað 141 leik meira að meðaltali en leikmenn í því norska. Það munar líka talsvert á meðalaldrinum sem er 32,3 ár hjá Frökkum en 26,6 ár hjá Norðmönnum. Hvergi er munurinn meiri en hjá markvörðunum Thierry Omeyer hjá Frakklandi og Espen Christensen hjá Norðmönnum. Omeyer hefur spilað 333 landsleiki eða 290 fleiri en Christensen. Frakkar vita því nákvæmlega hvað þeir eru að fara út í seinna í dag en spennustigið hjá norska liðinu verður mikið spurningamerki. Það á líka eftir að koma í ljós hvernig klúðrið á móti Makedóníu í gær fer í norsku strákana. Leikur Frakklands og Noregs hefst klukkan 17.15 að íslenskum tíma.Byrjunarlið Frakka hjá TV2 Thierry Omeyer - 39 ára, 192 sm, 333 landsleikir, 9 gull Michael Guigou - 33 ára, 179 sm, 223 landsleikir, 8 gull Nikola Karabatic - 31 ára, 196 sm, 257 landsleikir, 8 gull Daniel Narcisse - 36 ára, 188 sm, 285 landsleikir, 8 gull Valentin Porte - 25 ára, 190 sm, 53 landsleikir, 2 gull Luc Abalo - 31 ára, 182 sm, 201 landsleikur, 7 gull Cedric Sorhaindo - 31 v, 192 sm, 155 landsleikir, 6 gullBryjunarlið Norðmanna hjá TV2 Espen Christensen - 30 ára, 190 sm, 43 landsleikir Magnus Jöndal - 27 ára, 187 sm, 73 landsleikir Espen Lie Hansen - 26 ára, 196 sm, 95 landsleikir Sander Sagosen - 20 ára, 195 sm, 32 landsleikir Harald Reinkind - 23 ára, 196 sm, 52 landsleikir Kristian Björnsen - 27 ára, 191 scm, 50 landsleikir Bjarte Myrhol - 33 ára, 194 sm, 176 landsleikir
EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Omeyer frábær þegar Frakkar jörðuðu Króata Frakkar eru komnir með sex stig í milliriðli 1 á EM í Póllandi eftir stórsigur á Króatíu í dag. Lokatölur 32-24, Frakklandi í vil. 23. janúar 2016 18:46 Norðmenn töpuðu óvænt stigi gegn Makedóníu Noregur verður í efsta sæti milliriðils 1 fyrir lokaumferðina á miðvikudag. 25. janúar 2016 18:59 Norðmenn fyrstir til að leggja Pólverja Norðmenn gerðu sér lítið fyrir og lögðu Pólverja að velli, 28-30, í milliriðli 1 á EM í Póllandi í kvöld. 23. janúar 2016 21:12 Liðið sem tapaði fyrir Íslandi gæti komist í undanúrslit EM í kvöld Norðmenn hafa unnið þrjá leiki í röð á EM í handbolta í Póllandi og gætu tryggt sér sæti í undanúrslitum í kvöld verði úrslit beggja leikja þeim hagstæð. 25. janúar 2016 14:30 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira
Omeyer frábær þegar Frakkar jörðuðu Króata Frakkar eru komnir með sex stig í milliriðli 1 á EM í Póllandi eftir stórsigur á Króatíu í dag. Lokatölur 32-24, Frakklandi í vil. 23. janúar 2016 18:46
Norðmenn töpuðu óvænt stigi gegn Makedóníu Noregur verður í efsta sæti milliriðils 1 fyrir lokaumferðina á miðvikudag. 25. janúar 2016 18:59
Norðmenn fyrstir til að leggja Pólverja Norðmenn gerðu sér lítið fyrir og lögðu Pólverja að velli, 28-30, í milliriðli 1 á EM í Póllandi í kvöld. 23. janúar 2016 21:12
Liðið sem tapaði fyrir Íslandi gæti komist í undanúrslit EM í kvöld Norðmenn hafa unnið þrjá leiki í röð á EM í handbolta í Póllandi og gætu tryggt sér sæti í undanúrslitum í kvöld verði úrslit beggja leikja þeim hagstæð. 25. janúar 2016 14:30