Stærsta tap gestgjafa síðan á HM á Íslandi 1995 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. janúar 2016 10:45 Frá leik íslenska landsliðsins á HM á heimavelli árið 1995. Vísir/Brynjar Gauti Sveinsson Pólverjar komust ekki í undanúrslit á Evrópumótinu í handbolta sem fer fram á þeirra heimavelli en pólska liðið brann yfir á úrslitastundu í gær og steinlá á móti Króatíu. Pólverjar þurftu eitt stig til að tryggja sér sæti í undanúrslitum og þeir hefðu líka mátt tapa með eins til þriggja marka mun. Þeir mættu Króötum sem þurftu í raun kraftaverk til þess að fá að spila um verðlaun en aðeins tíu marka sigur myndi duga Króatíska liðinu. Hefði Króatar unnið með fimm til níu marka mun hefðu þeir sent Frakka í undanúrslitin. Króatíska liðið gerði hið ómögulega og gjörsigraði yfirspennt pólskt lið. Króatar unnu á endanum með fjórtán marka mun, 37-23, eftir að hafa verið fimm mörkum yfir í hálfleik, 15-10. Byrjunin á seinni hálfleiknum er eitt það ótrúlegast sem hefur sést í leik þar sem undanúrslitasæti er í boði en króatíska liðið skoraði átta fyrstu mörk hálfleiksins og komst í 23-10. Það er ekki á hverjum degi sem gestgjafar á HM eða EM tapa og hvað þá svona stórt. Þegar sögubækurnar voru opnaðar upp á gátt kom líka í ljós að það þarf að fara rúm tuttugu ár aftur í tímann til að finna stærra tap hjá gestgjöfum á heimsmeistaramóti eða Evrópumóti. Fjórtán marka tap Pólverja í gær var stærsta tap heimamanna á HM eða EM síðan að íslenska landsliðið tapaði með þrettán marka mun fyrir Rússum í Laugardalshöllinni 16. maí 1995 en sá leikur var í sextán liða úrslitum keppninnar. Þetta var stærsta tap íslenska liðsins á heimsmeistaramóti frá upphafi og þýddi að íslenska liðið var úr leik á mótinu. Útlitið var alls ekki slæmt stærsta hluta fyrri hálfleiks en Rússar skoruðu síðustu tvö mörk fyrri hálfleiksins og voru þremur mörkum yfir í hálfleik 11-8. Í stöðunni 15-11 hrundi leikur íslenska liðsins síðan endanlega og Rússar unnu síðustu mínútur leiksins 10-1 og þar með leikinn með þrettán marka mun. Hér fyrir neðan má lista yfir stærstu töp heimaliða á HM eða EM undanfarna þrjá áratugi.Stærstu töp gestgjafa á HM eða EM síðustu 30 ár: (frá og með Heimsmeistaramótinu í Sviss 1986) - 17 Portúgal á móti Rúmeníu (21-38, EM 1994)- 14 Pólland á móti Króatíu (23–37, EM 2016) - 13 Ísland á móti Rússlandi (12-25, HM 1995) - 10 Svíþjóð á móti Rússlandi (20-30, HM 1993) - 9 Danmörk á móti Frakklandi (32-41, EM 2014) - 9 Sviss á móti Sovétríkjunum (15-24, HM 1986) - 9 Japan á móti Litháen (15-24, HM 1997) - 8 Ítalía á móti Þýskalandi (18-26, EM 1998) - 8 Spánn á móti Frakklandi (21-29, EM 1996) - 8 Portúgal á móti Þýskalandi (29-37, HM 2003) - 8 Tékkóslóvakía á móti Rúmeníu (17-25, HM 1990) - 8 Sviss á móti Júgóslavíu (19-27, HM 1986) - 7 Sviss á móti Úkraínu (30-37, EM 2006) - 7 Slóvenía á móti Þýskalandi (24-31, EM 2004) - 7 Ítalía á móti Júgóslavíu (19-26, EM 1998) - 7 Portúgal á móti Danmörku (17-24, EM 1994) - 7 Sviss á móti Austur-Þýskalandi (16-23, HM 1986)Pólverjar eftir skellinn í gær.Vísir/AFP EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Danir fengu aðeins 20 tíma hvíld Dagur Sigurðsson fann til með danska liðinu. 28. janúar 2016 09:15 Dagur: Árangurinn kemur okkur ekki á óvart Dagur Sigurðsson var vitanlega himinlifandi með sigur sinna manna á Dönum á EM í Póllandi í kvöld. 27. janúar 2016 19:55 Ótrúlegur sigur Króata kom þeim í undanúrslit Hvorki stjörnum prýtt lið Frakka né gestgjafar Póllands komust í undanúrslitin á EM. 27. janúar 2016 21:06 Sjáðu Gensheimer fagna heima í stofu Þýski landsliðsþjálfarinn missti af EM vegna meiðsla en nýtur þess að horfa á sína menn. 27. janúar 2016 23:18 Dagur fagnaði með íslenskum bjór í beinni útsendingu Stefan Kretzschmar kom færandi hendi eftir sigur þýska landsliðsins á EM í kvöld. 27. janúar 2016 20:29 Klopp, Löw, Müller og Nowitzki sendu Degi baráttukveðjur Stefan Kretzschmar birti stórskemmtilegt myndband á Facebook-síðu sinni í dag fyrir stórleikinn gegn Danmörku. 27. janúar 2016 19:36 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ Körfubolti Fleiri fréttir Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Sjá meira
Pólverjar komust ekki í undanúrslit á Evrópumótinu í handbolta sem fer fram á þeirra heimavelli en pólska liðið brann yfir á úrslitastundu í gær og steinlá á móti Króatíu. Pólverjar þurftu eitt stig til að tryggja sér sæti í undanúrslitum og þeir hefðu líka mátt tapa með eins til þriggja marka mun. Þeir mættu Króötum sem þurftu í raun kraftaverk til þess að fá að spila um verðlaun en aðeins tíu marka sigur myndi duga Króatíska liðinu. Hefði Króatar unnið með fimm til níu marka mun hefðu þeir sent Frakka í undanúrslitin. Króatíska liðið gerði hið ómögulega og gjörsigraði yfirspennt pólskt lið. Króatar unnu á endanum með fjórtán marka mun, 37-23, eftir að hafa verið fimm mörkum yfir í hálfleik, 15-10. Byrjunin á seinni hálfleiknum er eitt það ótrúlegast sem hefur sést í leik þar sem undanúrslitasæti er í boði en króatíska liðið skoraði átta fyrstu mörk hálfleiksins og komst í 23-10. Það er ekki á hverjum degi sem gestgjafar á HM eða EM tapa og hvað þá svona stórt. Þegar sögubækurnar voru opnaðar upp á gátt kom líka í ljós að það þarf að fara rúm tuttugu ár aftur í tímann til að finna stærra tap hjá gestgjöfum á heimsmeistaramóti eða Evrópumóti. Fjórtán marka tap Pólverja í gær var stærsta tap heimamanna á HM eða EM síðan að íslenska landsliðið tapaði með þrettán marka mun fyrir Rússum í Laugardalshöllinni 16. maí 1995 en sá leikur var í sextán liða úrslitum keppninnar. Þetta var stærsta tap íslenska liðsins á heimsmeistaramóti frá upphafi og þýddi að íslenska liðið var úr leik á mótinu. Útlitið var alls ekki slæmt stærsta hluta fyrri hálfleiks en Rússar skoruðu síðustu tvö mörk fyrri hálfleiksins og voru þremur mörkum yfir í hálfleik 11-8. Í stöðunni 15-11 hrundi leikur íslenska liðsins síðan endanlega og Rússar unnu síðustu mínútur leiksins 10-1 og þar með leikinn með þrettán marka mun. Hér fyrir neðan má lista yfir stærstu töp heimaliða á HM eða EM undanfarna þrjá áratugi.Stærstu töp gestgjafa á HM eða EM síðustu 30 ár: (frá og með Heimsmeistaramótinu í Sviss 1986) - 17 Portúgal á móti Rúmeníu (21-38, EM 1994)- 14 Pólland á móti Króatíu (23–37, EM 2016) - 13 Ísland á móti Rússlandi (12-25, HM 1995) - 10 Svíþjóð á móti Rússlandi (20-30, HM 1993) - 9 Danmörk á móti Frakklandi (32-41, EM 2014) - 9 Sviss á móti Sovétríkjunum (15-24, HM 1986) - 9 Japan á móti Litháen (15-24, HM 1997) - 8 Ítalía á móti Þýskalandi (18-26, EM 1998) - 8 Spánn á móti Frakklandi (21-29, EM 1996) - 8 Portúgal á móti Þýskalandi (29-37, HM 2003) - 8 Tékkóslóvakía á móti Rúmeníu (17-25, HM 1990) - 8 Sviss á móti Júgóslavíu (19-27, HM 1986) - 7 Sviss á móti Úkraínu (30-37, EM 2006) - 7 Slóvenía á móti Þýskalandi (24-31, EM 2004) - 7 Ítalía á móti Júgóslavíu (19-26, EM 1998) - 7 Portúgal á móti Danmörku (17-24, EM 1994) - 7 Sviss á móti Austur-Þýskalandi (16-23, HM 1986)Pólverjar eftir skellinn í gær.Vísir/AFP
EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Danir fengu aðeins 20 tíma hvíld Dagur Sigurðsson fann til með danska liðinu. 28. janúar 2016 09:15 Dagur: Árangurinn kemur okkur ekki á óvart Dagur Sigurðsson var vitanlega himinlifandi með sigur sinna manna á Dönum á EM í Póllandi í kvöld. 27. janúar 2016 19:55 Ótrúlegur sigur Króata kom þeim í undanúrslit Hvorki stjörnum prýtt lið Frakka né gestgjafar Póllands komust í undanúrslitin á EM. 27. janúar 2016 21:06 Sjáðu Gensheimer fagna heima í stofu Þýski landsliðsþjálfarinn missti af EM vegna meiðsla en nýtur þess að horfa á sína menn. 27. janúar 2016 23:18 Dagur fagnaði með íslenskum bjór í beinni útsendingu Stefan Kretzschmar kom færandi hendi eftir sigur þýska landsliðsins á EM í kvöld. 27. janúar 2016 20:29 Klopp, Löw, Müller og Nowitzki sendu Degi baráttukveðjur Stefan Kretzschmar birti stórskemmtilegt myndband á Facebook-síðu sinni í dag fyrir stórleikinn gegn Danmörku. 27. janúar 2016 19:36 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ Körfubolti Fleiri fréttir Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Sjá meira
Dagur: Árangurinn kemur okkur ekki á óvart Dagur Sigurðsson var vitanlega himinlifandi með sigur sinna manna á Dönum á EM í Póllandi í kvöld. 27. janúar 2016 19:55
Ótrúlegur sigur Króata kom þeim í undanúrslit Hvorki stjörnum prýtt lið Frakka né gestgjafar Póllands komust í undanúrslitin á EM. 27. janúar 2016 21:06
Sjáðu Gensheimer fagna heima í stofu Þýski landsliðsþjálfarinn missti af EM vegna meiðsla en nýtur þess að horfa á sína menn. 27. janúar 2016 23:18
Dagur fagnaði með íslenskum bjór í beinni útsendingu Stefan Kretzschmar kom færandi hendi eftir sigur þýska landsliðsins á EM í kvöld. 27. janúar 2016 20:29
Klopp, Löw, Müller og Nowitzki sendu Degi baráttukveðjur Stefan Kretzschmar birti stórskemmtilegt myndband á Facebook-síðu sinni í dag fyrir stórleikinn gegn Danmörku. 27. janúar 2016 19:36