Kortafyrirtækin gagnrýnd: „Kostnaður neytenda er svakalegur“ ingvar haraldsson skrifar 29. janúar 2016 10:02 Gylfi Magnússon telur greiðslukortafyrirkomulagið vera hreina geggjun. vísir/valli „Kostnaður neytenda er svakalegur,“segir Gylfi Magnússon, fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra og dósent í Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, um álögur á neytendur af notkun greiðslukorta. Gylfi veltir málinu upp á Facebook síðu sinni í tengslum við Borgunarmálið svokallaða. Visa Inc. tilkynnti nýlega að það myndi kaupa Visa Europe á 3000 milljarða íslenskra króna. Af þeirri upphæð munu milljarða renna til íslenskra kortafyrirtækja. Ráðherrann fyrrverandi spyr: „Hvers vegna eru krítarkortafyrirtæki svona verðmæt? Skýringin er einföld, þessi krítarkortabissniss er ótrúlega ábatasamur.“ Visa Inc. hagnaðist um 275 milljarða króna á síðasta ársfjórðungi. Þá hagnaðist Borgun um 1,4 milljarða árið 2014 og milljarð árið 2013. Hagnaður Valitor nam um 394 milljónir króna árið 2014 sem var viðsnúningur frá fyrra ári, þegar 241 milljón króna tap varð á starfseminni. Valitor taldi niðurstöðuna vel viðunandi þar sem 450 milljón króna voru gjaldfærð vegna sektar Samkeppniseftirlitsins og tengdra mála vegna starfsemi á árunum 2002 til 2009. Gylfi telur færslugjöldin afar há. „Í hvert sinn sem kort er straujað fá þessir aðilar tekjur sem almennt hlaupa á nokkrum prósentum af veltu. Það fer beint út í verðlag og rýrir því kaupmátt. Þetta er hrein geggjun.“ Til viðbótar veltutengdum tekjum kortafyrirtækjanna greiði neytendur offjár í kortagjöld og vexti. „Það væri mikið framfaraskref að fá alvöru samkeppni í þennan geira - nútímatækni gerir það kleift að vera með miklu ódýrari greiðslumiðlun en þetta,“ segir Gylfi. Borgunarmálið Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira
„Kostnaður neytenda er svakalegur,“segir Gylfi Magnússon, fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra og dósent í Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, um álögur á neytendur af notkun greiðslukorta. Gylfi veltir málinu upp á Facebook síðu sinni í tengslum við Borgunarmálið svokallaða. Visa Inc. tilkynnti nýlega að það myndi kaupa Visa Europe á 3000 milljarða íslenskra króna. Af þeirri upphæð munu milljarða renna til íslenskra kortafyrirtækja. Ráðherrann fyrrverandi spyr: „Hvers vegna eru krítarkortafyrirtæki svona verðmæt? Skýringin er einföld, þessi krítarkortabissniss er ótrúlega ábatasamur.“ Visa Inc. hagnaðist um 275 milljarða króna á síðasta ársfjórðungi. Þá hagnaðist Borgun um 1,4 milljarða árið 2014 og milljarð árið 2013. Hagnaður Valitor nam um 394 milljónir króna árið 2014 sem var viðsnúningur frá fyrra ári, þegar 241 milljón króna tap varð á starfseminni. Valitor taldi niðurstöðuna vel viðunandi þar sem 450 milljón króna voru gjaldfærð vegna sektar Samkeppniseftirlitsins og tengdra mála vegna starfsemi á árunum 2002 til 2009. Gylfi telur færslugjöldin afar há. „Í hvert sinn sem kort er straujað fá þessir aðilar tekjur sem almennt hlaupa á nokkrum prósentum af veltu. Það fer beint út í verðlag og rýrir því kaupmátt. Þetta er hrein geggjun.“ Til viðbótar veltutengdum tekjum kortafyrirtækjanna greiði neytendur offjár í kortagjöld og vexti. „Það væri mikið framfaraskref að fá alvöru samkeppni í þennan geira - nútímatækni gerir það kleift að vera með miklu ódýrari greiðslumiðlun en þetta,“ segir Gylfi.
Borgunarmálið Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira