Máli erfingjanna á Vatnsenda vísað frá dómi sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 29. janúar 2016 12:05 Níu erfingjar fóru fram á samtals 75 milljarða í skaðabætur. vísir/valli Máli erfingjanna á Vatnsenda gegn Kópavogsbæ var í Héraðsdómi Reykjaness í dag vísað frá dómi. Málið snerist meðal annars um 75 milljarða skaðabótakröfu á hendur bænum vegna eignarnáms í landi Vatnsenda á árunum 1992-2007. Málinu var skipt í tvo hluta vegna umfangs þess, þannig að í fyrstu var fjallað um greiðsluskyldu bæjarins og í kjölfarið upphæð skaðabótakröfunnar. Héraðsdómur Reykjaness vísaði málinu frá í dag, en niðurstaðan er kæranleg til Hæstaréttar. „Hér stendur auðvitað upp úr að fjölskipaður héraðsdómur hefur fallist á það sjónarmið bæjarins að málið sé ódómtækt enda hefur ekki verið sýnt fram á með nokkrum hætti að dánarbú Sigurðar K. Hjaltested hafi orðið fyrir tjóni við eignarnám Kópavogsbæjar. Þess er þó að geta að úrskurðurinn er kæranlegur til Hæstaréttar og því er ekki enn ljóst hvort þessi niðurstaða er endanleg,“ segir Guðjón Ármannsson, lögmaður Kópavogsbæjar. Fimmtíu ára deila Málaferli þessi hófust eftir að Hæstiréttur komst í mars síðastliðnum að þeirri niðurstöðu að ráðstafa skyldi beinum eignarrétti til fimmtán erfingja Sigurðar Hjaltested, en ekki sonarsonar hans, Þorsteins Hjaltested. Hann fékk milljarða frá Kópavogsbæ í bætur, eftir að bærinn tók hluta jarðarinnar eignarnámi. Málið á sér langan aðdraganda, en deilur um jörðina hafa nú staðið yfir í nærri fimmtíu ár. Miklir fjárhagslegir hagsmunir eru í húfi, ekki síst vegna þess að jörðin er eitt helsta byggingarland Kópavogsbæjar. Upphaflegur eigandi jarðarinnar var Magnús Einarsson Hjaltested. Hann eignaðist jörðina árið 1914 en var ókvæntur og barnlaus. Það fór svo að barnabarn bróður hans, Sigurður Kristján Lárusson Hjaltested, erfði Vatnsendajörðina og hóf þar búskap árið 1958 með seinni konu sinni. Sigurður lést árið 1966 en þá fór sonur hans frá fyrra hjónabandi, Magnús Hjaltested, fram á að fá jörðina. Sú krafa leiddi til málaferla sem svo enduðu með því að ekkja Sigurðar var borin út af heimilinu. Þegar Magnús lést svo árið 1999 tók Þorsteinn Hjaltsted, elsti sonur hans, við jörðinni. Málaferlin hófust árið 2007 og hafa því staðið yfir í um níu ár. Deilur um Vatnsendaland Kópavogur Tengdar fréttir Vendingar í Vatnsendamálinu: Frávísunarkröfu Kópavogsbæjar hafnað og málinu skipt í tvo hluta Erfingjarnir fara fram á 75 milljarða króna í skaðabætur frá Kópavogsbæ. 29. september 2015 11:16 Mest lesið Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Máli erfingjanna á Vatnsenda gegn Kópavogsbæ var í Héraðsdómi Reykjaness í dag vísað frá dómi. Málið snerist meðal annars um 75 milljarða skaðabótakröfu á hendur bænum vegna eignarnáms í landi Vatnsenda á árunum 1992-2007. Málinu var skipt í tvo hluta vegna umfangs þess, þannig að í fyrstu var fjallað um greiðsluskyldu bæjarins og í kjölfarið upphæð skaðabótakröfunnar. Héraðsdómur Reykjaness vísaði málinu frá í dag, en niðurstaðan er kæranleg til Hæstaréttar. „Hér stendur auðvitað upp úr að fjölskipaður héraðsdómur hefur fallist á það sjónarmið bæjarins að málið sé ódómtækt enda hefur ekki verið sýnt fram á með nokkrum hætti að dánarbú Sigurðar K. Hjaltested hafi orðið fyrir tjóni við eignarnám Kópavogsbæjar. Þess er þó að geta að úrskurðurinn er kæranlegur til Hæstaréttar og því er ekki enn ljóst hvort þessi niðurstaða er endanleg,“ segir Guðjón Ármannsson, lögmaður Kópavogsbæjar. Fimmtíu ára deila Málaferli þessi hófust eftir að Hæstiréttur komst í mars síðastliðnum að þeirri niðurstöðu að ráðstafa skyldi beinum eignarrétti til fimmtán erfingja Sigurðar Hjaltested, en ekki sonarsonar hans, Þorsteins Hjaltested. Hann fékk milljarða frá Kópavogsbæ í bætur, eftir að bærinn tók hluta jarðarinnar eignarnámi. Málið á sér langan aðdraganda, en deilur um jörðina hafa nú staðið yfir í nærri fimmtíu ár. Miklir fjárhagslegir hagsmunir eru í húfi, ekki síst vegna þess að jörðin er eitt helsta byggingarland Kópavogsbæjar. Upphaflegur eigandi jarðarinnar var Magnús Einarsson Hjaltested. Hann eignaðist jörðina árið 1914 en var ókvæntur og barnlaus. Það fór svo að barnabarn bróður hans, Sigurður Kristján Lárusson Hjaltested, erfði Vatnsendajörðina og hóf þar búskap árið 1958 með seinni konu sinni. Sigurður lést árið 1966 en þá fór sonur hans frá fyrra hjónabandi, Magnús Hjaltested, fram á að fá jörðina. Sú krafa leiddi til málaferla sem svo enduðu með því að ekkja Sigurðar var borin út af heimilinu. Þegar Magnús lést svo árið 1999 tók Þorsteinn Hjaltsted, elsti sonur hans, við jörðinni. Málaferlin hófust árið 2007 og hafa því staðið yfir í um níu ár.
Deilur um Vatnsendaland Kópavogur Tengdar fréttir Vendingar í Vatnsendamálinu: Frávísunarkröfu Kópavogsbæjar hafnað og málinu skipt í tvo hluta Erfingjarnir fara fram á 75 milljarða króna í skaðabætur frá Kópavogsbæ. 29. september 2015 11:16 Mest lesið Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Vendingar í Vatnsendamálinu: Frávísunarkröfu Kópavogsbæjar hafnað og málinu skipt í tvo hluta Erfingjarnir fara fram á 75 milljarða króna í skaðabætur frá Kópavogsbæ. 29. september 2015 11:16