Heimsmeistari keppir á karatemóti RIG á morgun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. janúar 2016 15:43 Alizee Agier fagnar hér sigri á HM. Vísir/Getty Hin franska Alizee Agier, ríkjandi heimsmeistari í kumite kvenna, er meðal þátttakenda á karatemóti Reykjavíkurleikanna sem fer fram í Frjálsíþróttahöllinni Laugardal á morgun. Alizee Agier er ein af sex erlendum keppendum á mótinu en hún varð heimsmeistari í mínus 68 kílóa flokki kvenna á síðasta heimsmeistaramótinu. Alizee hefur verið mjög sigursæl síðust ár og unnið til fjölda verðlauna, bæði á Heimsmeistara-, Evrópu- og heimsbikarmótum. Í kvennaflokki keppir einnig Gitte Brunstad frá Noregi sem er Norðurlandameistari í kumite kvenna -68kg og silfurverðlaunahafi frá Heimsmeistaramótinu 2014. Við fáum aftur að sjá hér Lonni Boulesnane frá Frakklandi en hann hefur unnið RIG mótið síðustu 2 ár, auk þess sem hann hefur unnið til gull og bronsverðlauna á heimsbikarmótum í vetur. Auk þessara þriggja koma góðir keppendur í kumite og kata, Brian Ramrup frá Bandaríkjunum, Bryan van Waesberghe frá Belgíu og Matthew Scott Beverly frá Ítalíu. „Ljóst er að keppnin verður sterk í ár og því mikil eftirvænting hjá íslenskum keppendum að mæta svo sterku erlendu karatefólki," segir í fréttatilkynningu frá Karatesambandi Íslands Á RIG karatemótinu verður keppt bæði í kata og kumite. Mótið hefst kl.09:00 en úrslit eru kl.14:00 í fullorðinsflokkum. Mótið verður haldið í Frjálsíþróttahöllinni Laugardal.Alizee Agier og Gitte Brunstad keppa báðar á RIG á morgun.Vísir/GettyErlendir keppendur í karatemóti RIG 2016:1) Alizee Agier, Frakklandi -Heimsmeistari í kumite -68kg, október 2014 -Evrópumeistari í kumite 21árs, +60kg, febrúar 2014 -Franskur meistari í kumite -68kg, 2015 -Brons á Evrópumeistaramóti U21árs, 2015, í kumite -68kg -Silfur á Heimsmeistaramóti U21árs, 2013, í kumite+60kg -Gull á heimsbikarmóti október 2015, Salzburg, Austurríki, kumite -68kg -Gull á heimsbikarmóti janúar 2015, París, Frakkland, kumite -68kg -Brons á heimsbikarmóti janúar 2016, París, Frakkland, kumite -68kg -Fjórða sæti á heimslista WKF í flokki kumite -68kg.2) Gitte Brunstad, Noregi -Silfur í kumite -68kg, Heimsmeistaramóti 2014 -Silfur í kumite -68kg, heimsbikarmóti október 2015, Salzburg, Austurríki -Norðurlandameistari í kumite -68kg, apríl 2015 -Níunda sæti á heimsbikarmóti janúar 2016, París, Frakkland, kumite -68kg -Fimmta sæti á heimslista WKF í flokki kumite -68kg.3) Lonni Boulesnane, Frakklandi -Gull á heimsbikarmóti september 2015, Coburg, Þýskaland, kumite +84kg -Brons á heimsbikarmóti janúar 2016, París, Frakkland, kumite +84kg -Gull í kumite karla, opin flokkur, RIG 2015 -Gull í kumite karla +75kg, RIG 2014 -Ellefta sæti á heimslista WKF í flokki kumite +84kg.4) Brian Ramrup, Bandaríkjunum -Brons á Heimsmeistaramóti 2013, í kumite -67kg -Silfur á Pan Amerika meistaramótinu, 2013, í kumite -67kg -Silfur og brons á Bandaríska meistaramótinu -Meðlimur í Bandaríska landsliðinu í kumite -32 sæti á heimslista WKF í flokki kumite -67kg.5) Bryan van Waesberghe, Belgíu -Belgískur meistari í kumite +84kg -Tvöfaldur sigurvegari á Euro Grand Prix í Tékklandi, í kumite +84kg -Fimmta sæti á heimsbikarmóti september 2015, Coburg, Þýskaland, kumite +84kg -Silfur í kumite karla, opin flokkur, RIG 2015 -22 sæti á heimslista WKF í flokki kumite +84kg.6) Matthew Scott Beverly, Ítalíu -Fjölda verðlauna á Ítalíu í kata karla -Fjölda verðlauna á Miðjarðahafsleikunum í kata karla. Aðrar íþróttir Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Sjá meira
Hin franska Alizee Agier, ríkjandi heimsmeistari í kumite kvenna, er meðal þátttakenda á karatemóti Reykjavíkurleikanna sem fer fram í Frjálsíþróttahöllinni Laugardal á morgun. Alizee Agier er ein af sex erlendum keppendum á mótinu en hún varð heimsmeistari í mínus 68 kílóa flokki kvenna á síðasta heimsmeistaramótinu. Alizee hefur verið mjög sigursæl síðust ár og unnið til fjölda verðlauna, bæði á Heimsmeistara-, Evrópu- og heimsbikarmótum. Í kvennaflokki keppir einnig Gitte Brunstad frá Noregi sem er Norðurlandameistari í kumite kvenna -68kg og silfurverðlaunahafi frá Heimsmeistaramótinu 2014. Við fáum aftur að sjá hér Lonni Boulesnane frá Frakklandi en hann hefur unnið RIG mótið síðustu 2 ár, auk þess sem hann hefur unnið til gull og bronsverðlauna á heimsbikarmótum í vetur. Auk þessara þriggja koma góðir keppendur í kumite og kata, Brian Ramrup frá Bandaríkjunum, Bryan van Waesberghe frá Belgíu og Matthew Scott Beverly frá Ítalíu. „Ljóst er að keppnin verður sterk í ár og því mikil eftirvænting hjá íslenskum keppendum að mæta svo sterku erlendu karatefólki," segir í fréttatilkynningu frá Karatesambandi Íslands Á RIG karatemótinu verður keppt bæði í kata og kumite. Mótið hefst kl.09:00 en úrslit eru kl.14:00 í fullorðinsflokkum. Mótið verður haldið í Frjálsíþróttahöllinni Laugardal.Alizee Agier og Gitte Brunstad keppa báðar á RIG á morgun.Vísir/GettyErlendir keppendur í karatemóti RIG 2016:1) Alizee Agier, Frakklandi -Heimsmeistari í kumite -68kg, október 2014 -Evrópumeistari í kumite 21árs, +60kg, febrúar 2014 -Franskur meistari í kumite -68kg, 2015 -Brons á Evrópumeistaramóti U21árs, 2015, í kumite -68kg -Silfur á Heimsmeistaramóti U21árs, 2013, í kumite+60kg -Gull á heimsbikarmóti október 2015, Salzburg, Austurríki, kumite -68kg -Gull á heimsbikarmóti janúar 2015, París, Frakkland, kumite -68kg -Brons á heimsbikarmóti janúar 2016, París, Frakkland, kumite -68kg -Fjórða sæti á heimslista WKF í flokki kumite -68kg.2) Gitte Brunstad, Noregi -Silfur í kumite -68kg, Heimsmeistaramóti 2014 -Silfur í kumite -68kg, heimsbikarmóti október 2015, Salzburg, Austurríki -Norðurlandameistari í kumite -68kg, apríl 2015 -Níunda sæti á heimsbikarmóti janúar 2016, París, Frakkland, kumite -68kg -Fimmta sæti á heimslista WKF í flokki kumite -68kg.3) Lonni Boulesnane, Frakklandi -Gull á heimsbikarmóti september 2015, Coburg, Þýskaland, kumite +84kg -Brons á heimsbikarmóti janúar 2016, París, Frakkland, kumite +84kg -Gull í kumite karla, opin flokkur, RIG 2015 -Gull í kumite karla +75kg, RIG 2014 -Ellefta sæti á heimslista WKF í flokki kumite +84kg.4) Brian Ramrup, Bandaríkjunum -Brons á Heimsmeistaramóti 2013, í kumite -67kg -Silfur á Pan Amerika meistaramótinu, 2013, í kumite -67kg -Silfur og brons á Bandaríska meistaramótinu -Meðlimur í Bandaríska landsliðinu í kumite -32 sæti á heimslista WKF í flokki kumite -67kg.5) Bryan van Waesberghe, Belgíu -Belgískur meistari í kumite +84kg -Tvöfaldur sigurvegari á Euro Grand Prix í Tékklandi, í kumite +84kg -Fimmta sæti á heimsbikarmóti september 2015, Coburg, Þýskaland, kumite +84kg -Silfur í kumite karla, opin flokkur, RIG 2015 -22 sæti á heimslista WKF í flokki kumite +84kg.6) Matthew Scott Beverly, Ítalíu -Fjölda verðlauna á Ítalíu í kata karla -Fjölda verðlauna á Miðjarðahafsleikunum í kata karla.
Aðrar íþróttir Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Sjá meira