Dagur: Ég vissi að leikurinn yrði framlengdur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. janúar 2016 19:37 Dagur fylgist með sínum mönnum í kvöld. Vísir/Getty Dagur Sigurðsson kom skælbrosandi í viðtal við þýska sjónvarpið strax eftir sigurinn á Noregi í undanúrslitum EM í Póllandi, 34-33, í kvöld. Þýskaland tryggði sér sigur í æsispennandi framlengdum leik og mætir annað hvort Spáni eða Króatíu í úrslitaleiknum á sunnudag. „Þetta var eins og í glæpasögu,“ sagði Dagur. „En ég vissi að þetta myndi fara í framlengingu. Ég var búinn að skrifa það á töfluna,“ bætti hann brosandi við.Sjá einnig: Dagur með Þýskaland í úrslitin á EM „En þetta er ótrúlegt. Við vorum lengi undir og þetta var leikur sem bauð upp á allt. Maður sá að þetta stóð ansi tæpt,“ sagði Dagur og hann hrósaði sérstaklega þeim Kai Häfner, sem skoraði sigurmark leiksins, og Julius Kuhn en báðir voru kallaðir í hópinn um mitt mót. „Það er kostur að hafa ferska fætur í svona leik. Svona leikmenn hafa oft betur í návígjum. Kai kemur inn með mjög hættuleg skot og stóð sig frábærlega.“ Hann segist skynja að gleðin og áhuginn er mikill í Þýskalandi. „En við reynum að halda einbeitingu. Leikmenn fara nú aftur upp á sitt hótelherbergi og við höldum áfram að undirbúa okkur fyrir næsta leik. Nú er bara einn eftir.“ Dagur hrósaði norska liðinu líka. „Þeir hafa náð svipuðum árangri og við og komið á óvart. Heppnin var bara með okkur í þessum leik. Ég ber mikla virðingu fyrir norska liðinu.“ EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Noregur - Þýskaland 33-34 | Dagur með Þýskaland í úrslitin á EM Þýskaland hafði betur gegn Noregi eftir æsispennandi framlengdan undanúrslitaleik í Póllandi. 29. janúar 2016 19:15 Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Sjá meira
Dagur Sigurðsson kom skælbrosandi í viðtal við þýska sjónvarpið strax eftir sigurinn á Noregi í undanúrslitum EM í Póllandi, 34-33, í kvöld. Þýskaland tryggði sér sigur í æsispennandi framlengdum leik og mætir annað hvort Spáni eða Króatíu í úrslitaleiknum á sunnudag. „Þetta var eins og í glæpasögu,“ sagði Dagur. „En ég vissi að þetta myndi fara í framlengingu. Ég var búinn að skrifa það á töfluna,“ bætti hann brosandi við.Sjá einnig: Dagur með Þýskaland í úrslitin á EM „En þetta er ótrúlegt. Við vorum lengi undir og þetta var leikur sem bauð upp á allt. Maður sá að þetta stóð ansi tæpt,“ sagði Dagur og hann hrósaði sérstaklega þeim Kai Häfner, sem skoraði sigurmark leiksins, og Julius Kuhn en báðir voru kallaðir í hópinn um mitt mót. „Það er kostur að hafa ferska fætur í svona leik. Svona leikmenn hafa oft betur í návígjum. Kai kemur inn með mjög hættuleg skot og stóð sig frábærlega.“ Hann segist skynja að gleðin og áhuginn er mikill í Þýskalandi. „En við reynum að halda einbeitingu. Leikmenn fara nú aftur upp á sitt hótelherbergi og við höldum áfram að undirbúa okkur fyrir næsta leik. Nú er bara einn eftir.“ Dagur hrósaði norska liðinu líka. „Þeir hafa náð svipuðum árangri og við og komið á óvart. Heppnin var bara með okkur í þessum leik. Ég ber mikla virðingu fyrir norska liðinu.“
EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Noregur - Þýskaland 33-34 | Dagur með Þýskaland í úrslitin á EM Þýskaland hafði betur gegn Noregi eftir æsispennandi framlengdan undanúrslitaleik í Póllandi. 29. janúar 2016 19:15 Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Sjá meira
Umfjöllun: Noregur - Þýskaland 33-34 | Dagur með Þýskaland í úrslitin á EM Þýskaland hafði betur gegn Noregi eftir æsispennandi framlengdan undanúrslitaleik í Póllandi. 29. janúar 2016 19:15