Dagur Evrópumeistari með Þýskalandi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 31. janúar 2016 18:00 Dagur á hliðarlínunni í dag. Vísir/Getty Þýskaland vann Spán, 24-17, í úrslitaleik Evrópumeistaramótsins í handbolta í Póllandi. Dagur Sigurðsson er þjálfari þýska liðsins. Fyrirfram reiknuðu fáir með því að Þýskaland væri með lið sem gæti farið alla leið. Meiðsli margra lykilmanna settu stórt strik í reikninginn hjá Degi fyrir mótið en ekki síður þegar tveir lykilmenn meiddur í miðri milliriðlakeppninni. En það kom ekki að sök. Það skipti nánast ekki máli hver kom inn í liðið, allir komu með sitt framlag og þýska liðið komst yfir hverja hindrunina á fætur annarri. Eftir æsispennandi framlengdan undanúrslitaleik gegn Noregi sem vannst á síðustu sekúndum framlengingarinnar var allt annað uppi á teningnum í dag. Þjóðverjar gáfu tóninn með stórkostlegum varnarleik og frábærri markvörslu Andreas Wolff í markinu strax frá fyrstu mínútu. Þýskaland komst í 2-0 forystu og Spánverjar skoruðu ekki sitt fyrsta mark fyrr en á sjöundu mínútu. Eftir það litu lærisveinar Dags ekki um öxl. Forystan var fjögur mörk að loknum fyrri hálfleiknum, 10-6, en í stað þess að gefa eftir í þeim síðari gáfu Þjóðverjar enn frekar í og juku á muninn, jafnt og þétt. Mestur varð munurinn níu mörk þegar rúmar sex mínútur voru eftir, 22-13, og var niðurstaðan ráðin. Það tók Spánverja meira en 45 mínútur að skora tíu mörk í leiknum sem segir allt sem segja þarf um varnarleik og markvörslu þýska liðsins. Finn Lemke og Hendrik Pekeler kórónuðu frábært mót með stórkostlegri frammistöðu í hjarta þýsku varnarinnar en margir aðrir lögðu hönd á plóg. Andreas Wolff átti svo ótrúlegan dag í markinu og varði 23 skot. Spánverjar skoruðu nokkur mörk á lokamínútum leiksins og við það féll hlutfallsmarkvarsla hans niður fyrir 60 prósentin. Hún endaði í 57 prósentum. Kai Häfner átti svo frábæran leik í sókninni og skoraði sjö mörk. Hann byrjaði mótið í sófanum heima í stofu en var kallaður í liðið þegar Steffen Weinhold meiddist. Hann skoraði gríðarlega mikilvæg mörk í dag, sérstaklega í seinni hálfleik. Steffen Fäth átti einnig góðan leik sem og hornamennirnir Rune Dahmke og Tobias Reichmann. Fyrst og fremst var þetta sigur liðsheildarinnar og þjálfarans Dags Sigurðssonar. Leikskipulag hans gekk fullkomlega upp og áttu Spánverjar einfaldlega ekkert svar. Arpad Sterbik var frábær í marki Spánverjanna, sérstaklega í fyrri hálfleik, en það var bara ekki nóg gegn Degi og hans mönnum. Með sigrinum í dag er Þýskaland komið inn á Ólympíuleikana í Ríó sem var eitt af stóru markmiðum þýska handknattleikssambandsins þegar það réði Dag fyrir hálfu öðru ári síðan. Degi er síðan ætlað að vinna gull á leikunum í Tókíó árið 2020 en þessi Evrópumeistaratitill er langt á undan áætlun. EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Sjá meira
Þýskaland vann Spán, 24-17, í úrslitaleik Evrópumeistaramótsins í handbolta í Póllandi. Dagur Sigurðsson er þjálfari þýska liðsins. Fyrirfram reiknuðu fáir með því að Þýskaland væri með lið sem gæti farið alla leið. Meiðsli margra lykilmanna settu stórt strik í reikninginn hjá Degi fyrir mótið en ekki síður þegar tveir lykilmenn meiddur í miðri milliriðlakeppninni. En það kom ekki að sök. Það skipti nánast ekki máli hver kom inn í liðið, allir komu með sitt framlag og þýska liðið komst yfir hverja hindrunina á fætur annarri. Eftir æsispennandi framlengdan undanúrslitaleik gegn Noregi sem vannst á síðustu sekúndum framlengingarinnar var allt annað uppi á teningnum í dag. Þjóðverjar gáfu tóninn með stórkostlegum varnarleik og frábærri markvörslu Andreas Wolff í markinu strax frá fyrstu mínútu. Þýskaland komst í 2-0 forystu og Spánverjar skoruðu ekki sitt fyrsta mark fyrr en á sjöundu mínútu. Eftir það litu lærisveinar Dags ekki um öxl. Forystan var fjögur mörk að loknum fyrri hálfleiknum, 10-6, en í stað þess að gefa eftir í þeim síðari gáfu Þjóðverjar enn frekar í og juku á muninn, jafnt og þétt. Mestur varð munurinn níu mörk þegar rúmar sex mínútur voru eftir, 22-13, og var niðurstaðan ráðin. Það tók Spánverja meira en 45 mínútur að skora tíu mörk í leiknum sem segir allt sem segja þarf um varnarleik og markvörslu þýska liðsins. Finn Lemke og Hendrik Pekeler kórónuðu frábært mót með stórkostlegri frammistöðu í hjarta þýsku varnarinnar en margir aðrir lögðu hönd á plóg. Andreas Wolff átti svo ótrúlegan dag í markinu og varði 23 skot. Spánverjar skoruðu nokkur mörk á lokamínútum leiksins og við það féll hlutfallsmarkvarsla hans niður fyrir 60 prósentin. Hún endaði í 57 prósentum. Kai Häfner átti svo frábæran leik í sókninni og skoraði sjö mörk. Hann byrjaði mótið í sófanum heima í stofu en var kallaður í liðið þegar Steffen Weinhold meiddist. Hann skoraði gríðarlega mikilvæg mörk í dag, sérstaklega í seinni hálfleik. Steffen Fäth átti einnig góðan leik sem og hornamennirnir Rune Dahmke og Tobias Reichmann. Fyrst og fremst var þetta sigur liðsheildarinnar og þjálfarans Dags Sigurðssonar. Leikskipulag hans gekk fullkomlega upp og áttu Spánverjar einfaldlega ekkert svar. Arpad Sterbik var frábær í marki Spánverjanna, sérstaklega í fyrri hálfleik, en það var bara ekki nóg gegn Degi og hans mönnum. Með sigrinum í dag er Þýskaland komið inn á Ólympíuleikana í Ríó sem var eitt af stóru markmiðum þýska handknattleikssambandsins þegar það réði Dag fyrir hálfu öðru ári síðan. Degi er síðan ætlað að vinna gull á leikunum í Tókíó árið 2020 en þessi Evrópumeistaratitill er langt á undan áætlun.
EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Sjá meira