Aron: Höfum náð að greina vel leik okkar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. janúar 2016 16:49 Aron Kristjánsson. Vísir/Getty Það var gott hljóð í Aroni Kristjánssyni, þjálfara íslenska karlalandsliðsins í handbolta, eftir þriggja marka sigur á Þjóðverjum í Hannover í dag. Íslenska liðið tapaði með tveimur mörkum eftir ágætan leik í gær en vann sannfærandi sigur í seinni leiknum í dag. „Það er búin að vera góð vinna í gangi og menn einbeittir. Við höfum náð að greina vel leik okkar og vinna með þessi smáatriði sem þarf að vinna með. Það hefur bætt vinnu okkar smátt og smátt," sagði Aron Kristjánsson en var fljótur að bæta við: „Það eru samt ennþá hlutir sem við þurfum að laga og ná að klára áður en mótið byrjar," sagði Aron. Það var allt annað að sjá til íslenska liðsins en á miðvikudaginn var þegar liðið tapaði á móti Portúgal í Kaplakrika. „Það voru nokkur atriði sem spiluðu inn þar. Við eigum náttúrulega alltaf að vinna Portúgal á heimavelli en það var sterkt að vinna þá daginn eftir þrátt fyrir að hafa gert einhverjar átta til níu breytingar. Það var mjög gott upp á framhaldið," sagði Aron. „Nú erum við til viðbótar búnir að fá tvo leiki í Þýskalandi og það hefur verið góður stígandi í okkar leik," sagði Aron. „Það sem var gott við þennan seinni leik var að við vorum að spila lengur inn í leikkerfunum, vorum að ná fleiri sendingum, að ná að halda pressunni betur og fá betri færi. Það gekk betur í dag," sagði Aron. „Varnarleikurinn í fyrri hálfleik var mjög sterkur þegar við náðum að spila sex á móti sex. Við vorum aðallega í vandræðum með seinni bylgjuna þeirra. Þegar við vorum með margar mismundandi uppstillingar i seinni hálfleiknum þá fór aðeins að losna um þetta. Þeir fóru þá að skora meira á okkar uppstilltu vörn," sagði Aron en það verður viðtal við hann í Fréttablaðinu á morgun. Aron á enn eftir að skera hópinn niður um einn mann en það kemur ekki í ljós fyrr en á morgun eða þriðjudaginn hver dettur út. EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Þýskaland - Ísland 26-25 | Svekkjandi tap eftir sveiflukennda frammistöðu Þýskaland vann nauman 26-25 sigur á Íslandi í æfingarleik í handbolta í dag en eftir kaflaskipta spilamennsku var íslenska liðið nálægt því að stela sigrinum undir lok leiksins. 9. janúar 2016 15:45 Umfjöllun: Þýskaland - Ísland 24-27 | Strákarnir svöruðu fyrir tap gærdagsins Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann öruggan þriggja marka sigur á Þýskalandi ytra í seinasta æfingarleik liðsins fyrir EM í handbolta sem hefst á föstudaginn. 10. janúar 2016 16:00 Aron: Sást að við erum á réttri leið með þetta lið Landsliðsþjálfarinn var sáttur með ýmislegt í leik íslenska liðsins þrátt fyrir eins marks tap gegn Þýskalandi í æfingarleik í dag en hann segir að hann sé ánægður með framfarirnar frá óvæntu tapi gegn Portúgal á dögunum. 9. janúar 2016 16:58 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira
Það var gott hljóð í Aroni Kristjánssyni, þjálfara íslenska karlalandsliðsins í handbolta, eftir þriggja marka sigur á Þjóðverjum í Hannover í dag. Íslenska liðið tapaði með tveimur mörkum eftir ágætan leik í gær en vann sannfærandi sigur í seinni leiknum í dag. „Það er búin að vera góð vinna í gangi og menn einbeittir. Við höfum náð að greina vel leik okkar og vinna með þessi smáatriði sem þarf að vinna með. Það hefur bætt vinnu okkar smátt og smátt," sagði Aron Kristjánsson en var fljótur að bæta við: „Það eru samt ennþá hlutir sem við þurfum að laga og ná að klára áður en mótið byrjar," sagði Aron. Það var allt annað að sjá til íslenska liðsins en á miðvikudaginn var þegar liðið tapaði á móti Portúgal í Kaplakrika. „Það voru nokkur atriði sem spiluðu inn þar. Við eigum náttúrulega alltaf að vinna Portúgal á heimavelli en það var sterkt að vinna þá daginn eftir þrátt fyrir að hafa gert einhverjar átta til níu breytingar. Það var mjög gott upp á framhaldið," sagði Aron. „Nú erum við til viðbótar búnir að fá tvo leiki í Þýskalandi og það hefur verið góður stígandi í okkar leik," sagði Aron. „Það sem var gott við þennan seinni leik var að við vorum að spila lengur inn í leikkerfunum, vorum að ná fleiri sendingum, að ná að halda pressunni betur og fá betri færi. Það gekk betur í dag," sagði Aron. „Varnarleikurinn í fyrri hálfleik var mjög sterkur þegar við náðum að spila sex á móti sex. Við vorum aðallega í vandræðum með seinni bylgjuna þeirra. Þegar við vorum með margar mismundandi uppstillingar i seinni hálfleiknum þá fór aðeins að losna um þetta. Þeir fóru þá að skora meira á okkar uppstilltu vörn," sagði Aron en það verður viðtal við hann í Fréttablaðinu á morgun. Aron á enn eftir að skera hópinn niður um einn mann en það kemur ekki í ljós fyrr en á morgun eða þriðjudaginn hver dettur út.
EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Þýskaland - Ísland 26-25 | Svekkjandi tap eftir sveiflukennda frammistöðu Þýskaland vann nauman 26-25 sigur á Íslandi í æfingarleik í handbolta í dag en eftir kaflaskipta spilamennsku var íslenska liðið nálægt því að stela sigrinum undir lok leiksins. 9. janúar 2016 15:45 Umfjöllun: Þýskaland - Ísland 24-27 | Strákarnir svöruðu fyrir tap gærdagsins Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann öruggan þriggja marka sigur á Þýskalandi ytra í seinasta æfingarleik liðsins fyrir EM í handbolta sem hefst á föstudaginn. 10. janúar 2016 16:00 Aron: Sást að við erum á réttri leið með þetta lið Landsliðsþjálfarinn var sáttur með ýmislegt í leik íslenska liðsins þrátt fyrir eins marks tap gegn Þýskalandi í æfingarleik í dag en hann segir að hann sé ánægður með framfarirnar frá óvæntu tapi gegn Portúgal á dögunum. 9. janúar 2016 16:58 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira
Umfjöllun: Þýskaland - Ísland 26-25 | Svekkjandi tap eftir sveiflukennda frammistöðu Þýskaland vann nauman 26-25 sigur á Íslandi í æfingarleik í handbolta í dag en eftir kaflaskipta spilamennsku var íslenska liðið nálægt því að stela sigrinum undir lok leiksins. 9. janúar 2016 15:45
Umfjöllun: Þýskaland - Ísland 24-27 | Strákarnir svöruðu fyrir tap gærdagsins Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann öruggan þriggja marka sigur á Þýskalandi ytra í seinasta æfingarleik liðsins fyrir EM í handbolta sem hefst á föstudaginn. 10. janúar 2016 16:00
Aron: Sást að við erum á réttri leið með þetta lið Landsliðsþjálfarinn var sáttur með ýmislegt í leik íslenska liðsins þrátt fyrir eins marks tap gegn Þýskalandi í æfingarleik í dag en hann segir að hann sé ánægður með framfarirnar frá óvæntu tapi gegn Portúgal á dögunum. 9. janúar 2016 16:58