Handtakan furðulega: Hollenska móðirin og sendisveinninn mæta örlögum sínum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. janúar 2016 09:00 Framundan er málsmeðferð í Hæstarétti í máli ríkissaksóknara á hendur hollenskri móður og íslenskum karlmanni í umfangsmiklu fíkniefnamáli sem kennt hefur verið tálbeituaðgerð við Hótel Frón sem misfórst hrapalega. Málið verður tekið fyrir miðvikudaginn 27. janúar. Hollenska móðirin og burðardýrið, Mirjam van Twuijver, hlaut ellefu ára fangelsisdóm í héraði þrátt fyrir að hafa gert allt sem í hennar valdi stóð til þess að aðstoða lögreglu við rannsókn málsins. Íslendingurinn. Atli Freyr Fjölnisson, sem óvænt var handtekinn þar sem hann veitti ferðatösku með gerviefnum og eftirfararbúnaði viðtöku, hlaut fimm ára dóm. Afbrotafræðingur hefur lýst því að dómarar séu komnir í ógöngur með dóma sína í fíkniefnamálum. Hámarksrefsing í málaflokknum er tólf ára fangelsi. Þrátt fyrir ítrekaðar og áralangar ásakanir á hendur fulltrúanum hefur mál hans aldrei hlotið formlega rannsókn.Vísir/GVA Áralangar og ítrekaðar athugasemdir Vísir hefur fjallað ítarlega um málið en árum saman hafa ítrekaðar ábendingar borist um meinta spillingu lögreglufulltrúa, bæði frá núverandi og fyrrverandi samstarfsmönnum og almenningi. Sá lögreglufulltrúi stýrði aðgerðinni við Hótel Frón sem lauk með handtökunni óvæntu. Ásakanir á hendur honum hafa þó aldrei verið rannsakaðar en fulltrúinn hefur hins vegar ítrekað verið færður til í starfi undanfarið hálft ár, alls þrisvar sinnum á um hálfu ári. Fulltrúinn komst í stöðu yfirmanns í fíkniefna- og upplýsingadeild á meðan Karl Steinar Valsson var yfirmaður fíkniefnadeildarinnar.Vísir/Ernir Fyrir fyrstu tilfærslu í starfi gegndi hann bæði yfirmannsstöðu í upplýsinga- og fíkniefnadeild. Hafði þannig upplýsingar um uppljóstrara, sem oft tengjast fíkniefnamálum, og ákvörðunarvald í rannsóknum á fíkniefnamálum. Fyrirkomulagið er svo til einstakt og þekkist ekki í nágrannalöndum okkar eins og Vísir hefur fjallað um. Rétt er að taka fram að um annan lögreglumann er að ræða en þann sem sat í gæsluvarðhaldi yfir áramótin vegna ásakana um að þiggja peningagreiðslur frá aðilum í fíkniefnaheiminum. Ásakanir á hendur þeim lögreglufulltrúa sem hér er til umfjöllunar eru ekki síður alvarlegar. Meirihluta samstarfsmanna ofboðið Ástæðan fyrir því að lögreglufulltrúinn var færður til í starfi var sú að meirihluti starfsmanna fíkniefnadeildar kvartaði sameiginlega yfir honum og taldi sig ekki geta unnið vinnuna sína með hann innan deildarinnar. Um athugasemdir samstarfsmanna fulltrúans var fjallað í kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudaginn. Fréttina má sjá hér að neðan. Verjendur vilja fresta málsmeðferð í Hæstarétti Samkvæmt heimildum fréttastofu íhuga verjendur í málinu að fara fram á að því verði frestað í ljósi þeirra upplýsinga sem fram hafa komið undanfarnar vikur. Ólíklegt má telja að Mirjam og Atli Freyr hefðu fengið jafnþunga dóma og raun ber vitni hefði efnunum verið fylgt eftir og stærri fiskar handteknir. Aldrei kom til þess vegna handtökunnar frægu en lögreglufulltrúinn, sem samstarfsmenn efast um, stýrði sem fyrr segir aðgerðinni. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá LRH, sagði við Vísi í desember að handtökuna mætti rekja til ófullkomins fjarskiptabúnaðar.Vísir/Anton BrinkHandtakan óútskýrð Athygli vekur að í gögnum málsins kemur þó ekki fram að umræddur lögreglufulltrúi hafi stýrt aðgerðum og þurfti hann ekki að bera vitni í málinu þegar það var til meðferðar í Héraðsdómi Reykjaness. Þar sat sá sem skrifaði undir skýrsluna, sem finna má í gögnum málsins, fyrir svörum en þurfti þó ekki að útskýra hvað leiddi til handtökunnar. Hann bar því við eiðsvarinn fyrir dómi að um tæknilega örðugleika hefði verið að ræða auk þess sem almannahætta hefði verið á ferðum eftir að efnin voru komin í bílinn. Hvernig lögreglumaðurinn, sem er náinn samstarfsmaður og vinur lögreglufulltrúans til margra ára, fær út að um almannahættu var að ræða þegar um gerviefni var að ræða og allt að ganga samkvæmt áætlun mun hann kannski að útskýra betur síðar. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá LRH, sagði við Vísi í desember að handtökuna mætti rekja til ófullkomins fjarskiptabúnaðar.Lögreglustjórinn óupplýstur Ekki einu sinni Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, var meðvitaður um að lögreglufulltrúinn hefði stýrt aðgerðum við Hótel Frón. Málið var á hans ábyrgð en lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var falið að sjá um tálbeituaðgerðina. Ólafur Helgi sagðist hafa gert ráð fyrir því að sá er ritaði skýrsluna, sem finna má í gögnum málsins, hefði stýrt aðgerðum. Lögreglufulltrúinn stýrði aðgerðum á vettvangi, með aðstoð fyrrnefnds náins samstarfsmanns og vinar, í umboði yfirmanna sinna, Aldísar Hilmarsdóttur og Friðriks Smára Björgvinssonar, sem hafa áður sagst bera ábyrgð á aðgerðinni.Yrði þyngsti fíkniefnadómurinn á Íslandi Þau eru þeirrar skoðunar, eins og fram hefur komið á Vísi, að þau líti ekki svo á að handtakan hafi verið mistök. Þó hafi markmiðið vissulega verið að fylgja sendisveininum eftir í þeirri von að ná „stærri fiskum“ en ekki sendisveini sem lofað hafði verið hundrað þúsundum króna fyrir að sækja töskuna.Að neðan má sjá viðtal við hollensku móðurina sem tekið var eftir að hún hóf afplánun í fangelsinu á Akureyri. Þar segist hún telja þurfa að horfa um öxl sér út lífið eftir að hafa veitt lögreglu aðstoð. Verði dómurinn yfir hollensku móðurinni staðfestur er um að ræða þyngsta fíkniefnadóm sem fallið hefur hér á landi. Þrátt fyrir það bauðst sú hollenska að fyrra bragði til að veita lögreglu aðstoð í málinu og er það mat blaðamanns, sem farið hefur í gegnum gögn málsins og lesið símasamskipti hennar við innflytjendurna eða fulltrúa þeirra, að aðeins sé hægt að lýsa frammistöðu hennar sem frábærri.Að neðan má sjá tímalínu um málið, frá því mæðgurnar koma til landsins og þar til dómur féll í héraði í haust. Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Lögreglufulltrúinn sem samstarfsmenn efast um stýrði tálbeituaðgerðinni Tálbeituaðgerð lögreglu við Hótel Frón lauk á óvæntan hátt þegar sendisveinn var handtekinn þegar allt virtist vera á áætlun. 8. janúar 2016 11:00 Meirihluti fíkniefnadeildar gerði í sameiningu alvarlegar athugasemdir við störf lögreglufulltrúans Níu starfsmenn fíkniefnadeildar lögreglu lýstu yfir vantrausti á hendur samstarfsmanni sínum við yfirmann á liðnu ári. Um enn eitt dæmið var að ræða þar sem efasemdir voru uppi um heilindi hans í starfi. 8. janúar 2016 18:30 Aðstoðarlögreglustjóri neitar að tjá sig um spillinguna Í áraraðir hafði verið kvartað yfir lögreglufulltrúa í fíkniefnadeild lögreglunnar vegna gruns samstarfsfélaga um óeðlileg samskipti við brotamenn. 11. janúar 2016 06:00 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Sjá meira
Framundan er málsmeðferð í Hæstarétti í máli ríkissaksóknara á hendur hollenskri móður og íslenskum karlmanni í umfangsmiklu fíkniefnamáli sem kennt hefur verið tálbeituaðgerð við Hótel Frón sem misfórst hrapalega. Málið verður tekið fyrir miðvikudaginn 27. janúar. Hollenska móðirin og burðardýrið, Mirjam van Twuijver, hlaut ellefu ára fangelsisdóm í héraði þrátt fyrir að hafa gert allt sem í hennar valdi stóð til þess að aðstoða lögreglu við rannsókn málsins. Íslendingurinn. Atli Freyr Fjölnisson, sem óvænt var handtekinn þar sem hann veitti ferðatösku með gerviefnum og eftirfararbúnaði viðtöku, hlaut fimm ára dóm. Afbrotafræðingur hefur lýst því að dómarar séu komnir í ógöngur með dóma sína í fíkniefnamálum. Hámarksrefsing í málaflokknum er tólf ára fangelsi. Þrátt fyrir ítrekaðar og áralangar ásakanir á hendur fulltrúanum hefur mál hans aldrei hlotið formlega rannsókn.Vísir/GVA Áralangar og ítrekaðar athugasemdir Vísir hefur fjallað ítarlega um málið en árum saman hafa ítrekaðar ábendingar borist um meinta spillingu lögreglufulltrúa, bæði frá núverandi og fyrrverandi samstarfsmönnum og almenningi. Sá lögreglufulltrúi stýrði aðgerðinni við Hótel Frón sem lauk með handtökunni óvæntu. Ásakanir á hendur honum hafa þó aldrei verið rannsakaðar en fulltrúinn hefur hins vegar ítrekað verið færður til í starfi undanfarið hálft ár, alls þrisvar sinnum á um hálfu ári. Fulltrúinn komst í stöðu yfirmanns í fíkniefna- og upplýsingadeild á meðan Karl Steinar Valsson var yfirmaður fíkniefnadeildarinnar.Vísir/Ernir Fyrir fyrstu tilfærslu í starfi gegndi hann bæði yfirmannsstöðu í upplýsinga- og fíkniefnadeild. Hafði þannig upplýsingar um uppljóstrara, sem oft tengjast fíkniefnamálum, og ákvörðunarvald í rannsóknum á fíkniefnamálum. Fyrirkomulagið er svo til einstakt og þekkist ekki í nágrannalöndum okkar eins og Vísir hefur fjallað um. Rétt er að taka fram að um annan lögreglumann er að ræða en þann sem sat í gæsluvarðhaldi yfir áramótin vegna ásakana um að þiggja peningagreiðslur frá aðilum í fíkniefnaheiminum. Ásakanir á hendur þeim lögreglufulltrúa sem hér er til umfjöllunar eru ekki síður alvarlegar. Meirihluta samstarfsmanna ofboðið Ástæðan fyrir því að lögreglufulltrúinn var færður til í starfi var sú að meirihluti starfsmanna fíkniefnadeildar kvartaði sameiginlega yfir honum og taldi sig ekki geta unnið vinnuna sína með hann innan deildarinnar. Um athugasemdir samstarfsmanna fulltrúans var fjallað í kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudaginn. Fréttina má sjá hér að neðan. Verjendur vilja fresta málsmeðferð í Hæstarétti Samkvæmt heimildum fréttastofu íhuga verjendur í málinu að fara fram á að því verði frestað í ljósi þeirra upplýsinga sem fram hafa komið undanfarnar vikur. Ólíklegt má telja að Mirjam og Atli Freyr hefðu fengið jafnþunga dóma og raun ber vitni hefði efnunum verið fylgt eftir og stærri fiskar handteknir. Aldrei kom til þess vegna handtökunnar frægu en lögreglufulltrúinn, sem samstarfsmenn efast um, stýrði sem fyrr segir aðgerðinni. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá LRH, sagði við Vísi í desember að handtökuna mætti rekja til ófullkomins fjarskiptabúnaðar.Vísir/Anton BrinkHandtakan óútskýrð Athygli vekur að í gögnum málsins kemur þó ekki fram að umræddur lögreglufulltrúi hafi stýrt aðgerðum og þurfti hann ekki að bera vitni í málinu þegar það var til meðferðar í Héraðsdómi Reykjaness. Þar sat sá sem skrifaði undir skýrsluna, sem finna má í gögnum málsins, fyrir svörum en þurfti þó ekki að útskýra hvað leiddi til handtökunnar. Hann bar því við eiðsvarinn fyrir dómi að um tæknilega örðugleika hefði verið að ræða auk þess sem almannahætta hefði verið á ferðum eftir að efnin voru komin í bílinn. Hvernig lögreglumaðurinn, sem er náinn samstarfsmaður og vinur lögreglufulltrúans til margra ára, fær út að um almannahættu var að ræða þegar um gerviefni var að ræða og allt að ganga samkvæmt áætlun mun hann kannski að útskýra betur síðar. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá LRH, sagði við Vísi í desember að handtökuna mætti rekja til ófullkomins fjarskiptabúnaðar.Lögreglustjórinn óupplýstur Ekki einu sinni Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, var meðvitaður um að lögreglufulltrúinn hefði stýrt aðgerðum við Hótel Frón. Málið var á hans ábyrgð en lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var falið að sjá um tálbeituaðgerðina. Ólafur Helgi sagðist hafa gert ráð fyrir því að sá er ritaði skýrsluna, sem finna má í gögnum málsins, hefði stýrt aðgerðum. Lögreglufulltrúinn stýrði aðgerðum á vettvangi, með aðstoð fyrrnefnds náins samstarfsmanns og vinar, í umboði yfirmanna sinna, Aldísar Hilmarsdóttur og Friðriks Smára Björgvinssonar, sem hafa áður sagst bera ábyrgð á aðgerðinni.Yrði þyngsti fíkniefnadómurinn á Íslandi Þau eru þeirrar skoðunar, eins og fram hefur komið á Vísi, að þau líti ekki svo á að handtakan hafi verið mistök. Þó hafi markmiðið vissulega verið að fylgja sendisveininum eftir í þeirri von að ná „stærri fiskum“ en ekki sendisveini sem lofað hafði verið hundrað þúsundum króna fyrir að sækja töskuna.Að neðan má sjá viðtal við hollensku móðurina sem tekið var eftir að hún hóf afplánun í fangelsinu á Akureyri. Þar segist hún telja þurfa að horfa um öxl sér út lífið eftir að hafa veitt lögreglu aðstoð. Verði dómurinn yfir hollensku móðurinni staðfestur er um að ræða þyngsta fíkniefnadóm sem fallið hefur hér á landi. Þrátt fyrir það bauðst sú hollenska að fyrra bragði til að veita lögreglu aðstoð í málinu og er það mat blaðamanns, sem farið hefur í gegnum gögn málsins og lesið símasamskipti hennar við innflytjendurna eða fulltrúa þeirra, að aðeins sé hægt að lýsa frammistöðu hennar sem frábærri.Að neðan má sjá tímalínu um málið, frá því mæðgurnar koma til landsins og þar til dómur féll í héraði í haust.
Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Lögreglufulltrúinn sem samstarfsmenn efast um stýrði tálbeituaðgerðinni Tálbeituaðgerð lögreglu við Hótel Frón lauk á óvæntan hátt þegar sendisveinn var handtekinn þegar allt virtist vera á áætlun. 8. janúar 2016 11:00 Meirihluti fíkniefnadeildar gerði í sameiningu alvarlegar athugasemdir við störf lögreglufulltrúans Níu starfsmenn fíkniefnadeildar lögreglu lýstu yfir vantrausti á hendur samstarfsmanni sínum við yfirmann á liðnu ári. Um enn eitt dæmið var að ræða þar sem efasemdir voru uppi um heilindi hans í starfi. 8. janúar 2016 18:30 Aðstoðarlögreglustjóri neitar að tjá sig um spillinguna Í áraraðir hafði verið kvartað yfir lögreglufulltrúa í fíkniefnadeild lögreglunnar vegna gruns samstarfsfélaga um óeðlileg samskipti við brotamenn. 11. janúar 2016 06:00 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Sjá meira
Lögreglufulltrúinn sem samstarfsmenn efast um stýrði tálbeituaðgerðinni Tálbeituaðgerð lögreglu við Hótel Frón lauk á óvæntan hátt þegar sendisveinn var handtekinn þegar allt virtist vera á áætlun. 8. janúar 2016 11:00
Meirihluti fíkniefnadeildar gerði í sameiningu alvarlegar athugasemdir við störf lögreglufulltrúans Níu starfsmenn fíkniefnadeildar lögreglu lýstu yfir vantrausti á hendur samstarfsmanni sínum við yfirmann á liðnu ári. Um enn eitt dæmið var að ræða þar sem efasemdir voru uppi um heilindi hans í starfi. 8. janúar 2016 18:30
Aðstoðarlögreglustjóri neitar að tjá sig um spillinguna Í áraraðir hafði verið kvartað yfir lögreglufulltrúa í fíkniefnadeild lögreglunnar vegna gruns samstarfsfélaga um óeðlileg samskipti við brotamenn. 11. janúar 2016 06:00