Ríkissaksóknari fer með rannsókn málsins en það kom upp eftir að upptaka með samtali mannsins og lögreglumannsins barst embættinu. Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari staðfesti við Vísi að Hæstiréttur hefði um hádegisbil staðfest gæsluvarðhaldsúrskurðinn úr héraði.

Óvíst er hvort maðurinn verði í gæsluvarðhaldi út vikuna en lögreglumaðurinn var látinn laus degi áður en varðhaldið átti að renna út. Óvenjulangan tíma tók fyrir Hæstarétt að staðfesta varðhaldið en fimm dagar eru liðnir síðan héraðsdómur úrskurðaði manninn í gæsluvarðhald.