Hætti við að skilja markakóng HM eftir heima Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. janúar 2016 20:00 Dragan Gajic fagnar marki á HM í Katar 2015. Vísir/EPA Slóvenar urðu að gera breytingu á EM-hópi sínum rétt fyrir Evrópumótið í handbolta í Póllandi og hornamaðurinn Dragan Gajic er því á leiðinni á EM eftir allt saman. Fyrr í vikunni bárust fréttir af því að Veselin Vujović, þjálfari slóvenska landsliðsins, ætlaði ekki að velja markakóng síðasta heimsmeistaramóts í hópinn sinn en það breyttist allt. Nú er nefnilega komið í ljós að Jure Dolenec getur ekki tekið þátt í Evrópumótinu vegna meiðsla en hann er samherji Dragan Gajic hjá Montpellier. Vujović ákvað því að kalla á Dragan Gajic sem æfði bæði og spilaði með slóvenska landsliðinu í undirbúningnum fyrir mótið. Dragan Gajic hefur skorað 68 mörk fyrir Montpellier í frönsku deildinni í vetur eða níu mörkum meira en Jure Dolenec, Þeir eru tveir markahæstu leikmenn liðsins. Gajic hefur skorað 20 af mörkum sínum úr vítum en Dolenec hefur bara tekið eitt víti. Dragan Gajic fór á twitter eftir Vujović ákvað að velja hann ekki og sagði að það hafi aldrei verið gott andrúmsloft á milli sín og þjálfarans. Gajic var einnig á twitter í dag og sagði þá að það væri alltaf heiður að spila fyrir slóvenska landsliðið. Dragan Gajic skoraði 71 mark í 9 leikjum á HM í Katar og skoraði fjórum mörkum meira en næsti maður. Hann var einnig valinn í úrvalsliðið og hjálpaði Slóvenum að ná áttunda sætinu. Veselin Vujović tók við slóvenska landsliðinu í maí síðastliðinn og EM í Póllandi verður fyrsta stórmót hans með liðið. Vujović var bæði heimsmeistari (1986) og Ólympíumeistari (1984) með júgóslavneska landsliðinu á sínum tíma en hann er fæddur í Svartfjallalandi. Slóvenar eru í svakalegum riðli á EM en þeir mæta Spáni, Svíþjóð og Þýskalandi í C-riðli Evrópumótsins. Fyrsti leikurinn er á móti Svíum á laugardaginn.Dragan GajicVísir/EPA EM 2016 í Frakklandi Handbolti Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Sjá meira
Slóvenar urðu að gera breytingu á EM-hópi sínum rétt fyrir Evrópumótið í handbolta í Póllandi og hornamaðurinn Dragan Gajic er því á leiðinni á EM eftir allt saman. Fyrr í vikunni bárust fréttir af því að Veselin Vujović, þjálfari slóvenska landsliðsins, ætlaði ekki að velja markakóng síðasta heimsmeistaramóts í hópinn sinn en það breyttist allt. Nú er nefnilega komið í ljós að Jure Dolenec getur ekki tekið þátt í Evrópumótinu vegna meiðsla en hann er samherji Dragan Gajic hjá Montpellier. Vujović ákvað því að kalla á Dragan Gajic sem æfði bæði og spilaði með slóvenska landsliðinu í undirbúningnum fyrir mótið. Dragan Gajic hefur skorað 68 mörk fyrir Montpellier í frönsku deildinni í vetur eða níu mörkum meira en Jure Dolenec, Þeir eru tveir markahæstu leikmenn liðsins. Gajic hefur skorað 20 af mörkum sínum úr vítum en Dolenec hefur bara tekið eitt víti. Dragan Gajic fór á twitter eftir Vujović ákvað að velja hann ekki og sagði að það hafi aldrei verið gott andrúmsloft á milli sín og þjálfarans. Gajic var einnig á twitter í dag og sagði þá að það væri alltaf heiður að spila fyrir slóvenska landsliðið. Dragan Gajic skoraði 71 mark í 9 leikjum á HM í Katar og skoraði fjórum mörkum meira en næsti maður. Hann var einnig valinn í úrvalsliðið og hjálpaði Slóvenum að ná áttunda sætinu. Veselin Vujović tók við slóvenska landsliðinu í maí síðastliðinn og EM í Póllandi verður fyrsta stórmót hans með liðið. Vujović var bæði heimsmeistari (1986) og Ólympíumeistari (1984) með júgóslavneska landsliðinu á sínum tíma en hann er fæddur í Svartfjallalandi. Slóvenar eru í svakalegum riðli á EM en þeir mæta Spáni, Svíþjóð og Þýskalandi í C-riðli Evrópumótsins. Fyrsti leikurinn er á móti Svíum á laugardaginn.Dragan GajicVísir/EPA
EM 2016 í Frakklandi Handbolti Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Sjá meira