Lögreglufulltrúanum vísað frá störfum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. janúar 2016 15:23 Sigríður Björk Guðjónsdóttir er lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Ernir Lögreglufulltrúinn sem er til rannsóknar hjá héraðssaksóknara vegna áralangra ásakanna samstarfsmanna, núverandi og fyrrverandi, og upplýsingagjafa vegna rannsókna á fíkniefnamálum hefur verið leystur tímabundið frá störfum. Þetta staðfestir Sigríður Björk Guðjónsdóttir við Vísi. Ríkissaksóknari vísaði málinu til héraðssaksóknara á mánudag en síðarnefnda embættið, sem tók til starfa um áramótin, hefur umsjón með rannsóknum á hendur lögreglumönnum. Lögreglufulltrúinn er annar tveggja starfsmanna fíkniefnadeildar sem leystir hafa verið frá störfum á skömmum tíma. Karl Steinar og lögreglufulltrúinn störfuðu afar náið saman í fíkniefnadeildarinnar á árum Karls Steinars sem yfirmanns deildarinnar.Vísir/Ernir Fullyrti að rannsókn hefði farið fram Ásakanir á hendur lögreglufulltrúanum hafa verið háværar um árabil og voru meðal annars háværar í tíð Karls Steinars Valssonar sem yfirmanns fíkniefnadeildar. Karl Steinar fullyrti á fundi með samstarfsmönnum sínum og undirmönnum sínum að rannsókn á fulltrúanum hefði farið fram og ásakanir ekki reynst á rökum reistar. Síðan hefur komið í ljós að Karl Steinar skilaði greinargerð til yfirmanna sinna vegna málsins fyrri hluta árs 2012. Þar kom fram að engin ástæða væri til að vantreysta lögreglufulltrúanum. Karl Steinar var yfirmaður fulltrúans og náinn samstarfsmaður. Yfirmenn Karls Steinars, Jón H.B. Snorrason og Friðrik Smári Björgvinsson, hafa ekki upplýst hvað þeir gerðu við greinargerðina sem þeim barst. Ljóst er að hún barst ekki á borð ríkissaksóknara. Fyrir liggur fyrirspurn Vísis hjá Friðriki Smára og Jóni H.B. um hvað varð um greinargerðina. Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Formleg rannsókn hafin á lögreglufulltrúanum sem samstarfsmenn efast um Málið barst héraðssaksóknara í gær en ásakanir hafa verið háværar í lengri tíma. 12. janúar 2016 13:40 Krefjast þess að máli Mirjam verði frestað Verjendur í umfangsmiklu fíkniefnamáli vilja fæa frestað málsmeðferð fyrir Hæstarétti í ljósi þess að hafin er sakamálarannsókn á lögreglufulltrúa sem stýrði tálbeituaðgerð sem miður fór í málinu. 12. janúar 2016 16:27 Spilling í lögreglunni: Hættunni boðið heim ár eftir ár Tveir reyndir fíkniefnalögreglumenn eru grunaðir um græsku. Aldrei hefur maður verið fundinn sekur af mútuþægni í röðum lögreglu. Skortur á eftirliti gæti verið ástæða þess. 7. janúar 2016 14:30 Ríkislögreglustjóri segir yfirmenn verða að svara hvernig tekið var á ásökununum Friðrik Smári Björgvinsson og Jón H.B. Snorrason hafa ekki viljað upplýsa hvað gert var við greinargerð Karls Steinars Valssonar, yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglu. 14. janúar 2016 12:00 Greinargerð Karls Steinars: Taldi enga ástæðu til að vantreysta lögreglufulltrúanum Jón H.B. Snorrason segir Karl Steinar Valsson hafa skoðað ásakanirnar og ályktað að ekkert væri hæft í þeim. 14. janúar 2016 13:43 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Lögreglufulltrúinn sem er til rannsóknar hjá héraðssaksóknara vegna áralangra ásakanna samstarfsmanna, núverandi og fyrrverandi, og upplýsingagjafa vegna rannsókna á fíkniefnamálum hefur verið leystur tímabundið frá störfum. Þetta staðfestir Sigríður Björk Guðjónsdóttir við Vísi. Ríkissaksóknari vísaði málinu til héraðssaksóknara á mánudag en síðarnefnda embættið, sem tók til starfa um áramótin, hefur umsjón með rannsóknum á hendur lögreglumönnum. Lögreglufulltrúinn er annar tveggja starfsmanna fíkniefnadeildar sem leystir hafa verið frá störfum á skömmum tíma. Karl Steinar og lögreglufulltrúinn störfuðu afar náið saman í fíkniefnadeildarinnar á árum Karls Steinars sem yfirmanns deildarinnar.Vísir/Ernir Fullyrti að rannsókn hefði farið fram Ásakanir á hendur lögreglufulltrúanum hafa verið háværar um árabil og voru meðal annars háværar í tíð Karls Steinars Valssonar sem yfirmanns fíkniefnadeildar. Karl Steinar fullyrti á fundi með samstarfsmönnum sínum og undirmönnum sínum að rannsókn á fulltrúanum hefði farið fram og ásakanir ekki reynst á rökum reistar. Síðan hefur komið í ljós að Karl Steinar skilaði greinargerð til yfirmanna sinna vegna málsins fyrri hluta árs 2012. Þar kom fram að engin ástæða væri til að vantreysta lögreglufulltrúanum. Karl Steinar var yfirmaður fulltrúans og náinn samstarfsmaður. Yfirmenn Karls Steinars, Jón H.B. Snorrason og Friðrik Smári Björgvinsson, hafa ekki upplýst hvað þeir gerðu við greinargerðina sem þeim barst. Ljóst er að hún barst ekki á borð ríkissaksóknara. Fyrir liggur fyrirspurn Vísis hjá Friðriki Smára og Jóni H.B. um hvað varð um greinargerðina.
Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Formleg rannsókn hafin á lögreglufulltrúanum sem samstarfsmenn efast um Málið barst héraðssaksóknara í gær en ásakanir hafa verið háværar í lengri tíma. 12. janúar 2016 13:40 Krefjast þess að máli Mirjam verði frestað Verjendur í umfangsmiklu fíkniefnamáli vilja fæa frestað málsmeðferð fyrir Hæstarétti í ljósi þess að hafin er sakamálarannsókn á lögreglufulltrúa sem stýrði tálbeituaðgerð sem miður fór í málinu. 12. janúar 2016 16:27 Spilling í lögreglunni: Hættunni boðið heim ár eftir ár Tveir reyndir fíkniefnalögreglumenn eru grunaðir um græsku. Aldrei hefur maður verið fundinn sekur af mútuþægni í röðum lögreglu. Skortur á eftirliti gæti verið ástæða þess. 7. janúar 2016 14:30 Ríkislögreglustjóri segir yfirmenn verða að svara hvernig tekið var á ásökununum Friðrik Smári Björgvinsson og Jón H.B. Snorrason hafa ekki viljað upplýsa hvað gert var við greinargerð Karls Steinars Valssonar, yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglu. 14. janúar 2016 12:00 Greinargerð Karls Steinars: Taldi enga ástæðu til að vantreysta lögreglufulltrúanum Jón H.B. Snorrason segir Karl Steinar Valsson hafa skoðað ásakanirnar og ályktað að ekkert væri hæft í þeim. 14. janúar 2016 13:43 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Formleg rannsókn hafin á lögreglufulltrúanum sem samstarfsmenn efast um Málið barst héraðssaksóknara í gær en ásakanir hafa verið háværar í lengri tíma. 12. janúar 2016 13:40
Krefjast þess að máli Mirjam verði frestað Verjendur í umfangsmiklu fíkniefnamáli vilja fæa frestað málsmeðferð fyrir Hæstarétti í ljósi þess að hafin er sakamálarannsókn á lögreglufulltrúa sem stýrði tálbeituaðgerð sem miður fór í málinu. 12. janúar 2016 16:27
Spilling í lögreglunni: Hættunni boðið heim ár eftir ár Tveir reyndir fíkniefnalögreglumenn eru grunaðir um græsku. Aldrei hefur maður verið fundinn sekur af mútuþægni í röðum lögreglu. Skortur á eftirliti gæti verið ástæða þess. 7. janúar 2016 14:30
Ríkislögreglustjóri segir yfirmenn verða að svara hvernig tekið var á ásökununum Friðrik Smári Björgvinsson og Jón H.B. Snorrason hafa ekki viljað upplýsa hvað gert var við greinargerð Karls Steinars Valssonar, yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglu. 14. janúar 2016 12:00
Greinargerð Karls Steinars: Taldi enga ástæðu til að vantreysta lögreglufulltrúanum Jón H.B. Snorrason segir Karl Steinar Valsson hafa skoðað ásakanirnar og ályktað að ekkert væri hæft í þeim. 14. janúar 2016 13:43