Stjórnmálamaður ársins ætlar aftur fram í næstu kosningum Una Sighvatsdóttir skrifar 3. janúar 2016 13:15 Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, var útnefndur stjórnmálamaður ársins 2015 á Sprengisandi af hlustendum Bylgjunnar og lesendum Vísis. Kosningin var mjög jöfn milli efstu þriggja sætanna, því Helgi Hrafn hlaut rúm 22 prósent atkvæða en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sem var í öðru sæti hlaut 21,4 prósent atkvæða og Bjarni Benediktsson í þriðja sæti hlaut 20,6 prósent. Katrín Jakobsdóttir var í fjórða sæti með rúm tíu prósent atkvæða og Ólöf Nordal í því fimmta með rúm sjö prósent. Helgi Hrafn er oddviti Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður og jafnframt svonefndur kapteinn flokksins. Píratar voru stærsti flokkur síðasta árs, með þrjátíu prósent meðalfylgi yfir árið samanborið við rúmlega tíu prósent meðalfylgi Framsóknarflokksins sem leiðir ríkisstjórnina. Haldi Píratar þessu fylgi þýðir það að þeir fengju nítján þingsæti í næstu kosningum, sem yrði margföldun á völdum flokksins því á þessu kjörtímabili sitja aðeins þrír Píratar á fylgi. Helgi Hrafn sagði á Sprengisandi fyrr í dag að hann eigi von á því að fylgið muni minnka, en flokkurinn sé þó tilbúinn að mynda ríkisstjórn komi til þess. Skilyrði þeirra séu þó skýr. „Við höfum samþykkt stefnu í okkar röðum hvað varðar myndun stjórnar á næsta kjörtímabili,“ segir Helgi Hrafn. „Aðaláhersla á næsta kjörtímabili ef við fengjum stjórnmyndunarumboð væri að koma á nýju stjórnarskránni, semsagt frumvarpi stjórnlagaráðs, og halda þjóðaratkvæðagreiðslur um áframhaldandi viðræður við Evrópusambandið. Þetta er það sem við leggjum upp með.“ Í viðtalinu við Helga, sem heyra má hér fyrir ofan, kom einnig fram að hann mun að óbreyttu bjóða sig fram aftur í næstu Alþingiskosningum. Fréttir ársins 2015 Tengdar fréttir Vilja bjölluna burt: „Fremur til óþurftar en gagns“ Þingmenn segjast fá í eyrun af klukknahljómi forseta Alþingis. 14. desember 2015 22:11 Ekkert lát á vinsældum Pírata Mælast stærstir níunda mánuðinn í röð í nýrri könnun MMR. Framsókn bætir við sig fylgi. 14. desember 2015 11:16 Þingflokkur Pírata myndi áttfaldast Helsti möguleikinn á myndun tveggja flokka stjórnar, ef kosið væri til Alþingis í dag, væri stjórn Pírata og Sjálfstæðisflokks. Pírati vill að stjórnmálaflokkar myndi skýrari línur fyrir kosningar. 13. nóvember 2015 07:00 Bað Margréti Frímanns afsökunar úr pontu á Alþingi Helgi Hrafn Gunnarsson pírati hringdi líka í fráfarandi fangelsisstjórann á Litla-Hrauni til að biðja hana afsökunar. 5. desember 2015 13:22 Ræða Karls um landamæraeftirlit og barnaskap fyllti Helga Hrafn ótta Hefur miklar áhyggjur af orðræðu í samfélaginu um að samkennd og skilningur þyki barnaskapur. 24. nóvember 2015 15:12 Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Sjá meira
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, var útnefndur stjórnmálamaður ársins 2015 á Sprengisandi af hlustendum Bylgjunnar og lesendum Vísis. Kosningin var mjög jöfn milli efstu þriggja sætanna, því Helgi Hrafn hlaut rúm 22 prósent atkvæða en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sem var í öðru sæti hlaut 21,4 prósent atkvæða og Bjarni Benediktsson í þriðja sæti hlaut 20,6 prósent. Katrín Jakobsdóttir var í fjórða sæti með rúm tíu prósent atkvæða og Ólöf Nordal í því fimmta með rúm sjö prósent. Helgi Hrafn er oddviti Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður og jafnframt svonefndur kapteinn flokksins. Píratar voru stærsti flokkur síðasta árs, með þrjátíu prósent meðalfylgi yfir árið samanborið við rúmlega tíu prósent meðalfylgi Framsóknarflokksins sem leiðir ríkisstjórnina. Haldi Píratar þessu fylgi þýðir það að þeir fengju nítján þingsæti í næstu kosningum, sem yrði margföldun á völdum flokksins því á þessu kjörtímabili sitja aðeins þrír Píratar á fylgi. Helgi Hrafn sagði á Sprengisandi fyrr í dag að hann eigi von á því að fylgið muni minnka, en flokkurinn sé þó tilbúinn að mynda ríkisstjórn komi til þess. Skilyrði þeirra séu þó skýr. „Við höfum samþykkt stefnu í okkar röðum hvað varðar myndun stjórnar á næsta kjörtímabili,“ segir Helgi Hrafn. „Aðaláhersla á næsta kjörtímabili ef við fengjum stjórnmyndunarumboð væri að koma á nýju stjórnarskránni, semsagt frumvarpi stjórnlagaráðs, og halda þjóðaratkvæðagreiðslur um áframhaldandi viðræður við Evrópusambandið. Þetta er það sem við leggjum upp með.“ Í viðtalinu við Helga, sem heyra má hér fyrir ofan, kom einnig fram að hann mun að óbreyttu bjóða sig fram aftur í næstu Alþingiskosningum.
Fréttir ársins 2015 Tengdar fréttir Vilja bjölluna burt: „Fremur til óþurftar en gagns“ Þingmenn segjast fá í eyrun af klukknahljómi forseta Alþingis. 14. desember 2015 22:11 Ekkert lát á vinsældum Pírata Mælast stærstir níunda mánuðinn í röð í nýrri könnun MMR. Framsókn bætir við sig fylgi. 14. desember 2015 11:16 Þingflokkur Pírata myndi áttfaldast Helsti möguleikinn á myndun tveggja flokka stjórnar, ef kosið væri til Alþingis í dag, væri stjórn Pírata og Sjálfstæðisflokks. Pírati vill að stjórnmálaflokkar myndi skýrari línur fyrir kosningar. 13. nóvember 2015 07:00 Bað Margréti Frímanns afsökunar úr pontu á Alþingi Helgi Hrafn Gunnarsson pírati hringdi líka í fráfarandi fangelsisstjórann á Litla-Hrauni til að biðja hana afsökunar. 5. desember 2015 13:22 Ræða Karls um landamæraeftirlit og barnaskap fyllti Helga Hrafn ótta Hefur miklar áhyggjur af orðræðu í samfélaginu um að samkennd og skilningur þyki barnaskapur. 24. nóvember 2015 15:12 Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Sjá meira
Vilja bjölluna burt: „Fremur til óþurftar en gagns“ Þingmenn segjast fá í eyrun af klukknahljómi forseta Alþingis. 14. desember 2015 22:11
Ekkert lát á vinsældum Pírata Mælast stærstir níunda mánuðinn í röð í nýrri könnun MMR. Framsókn bætir við sig fylgi. 14. desember 2015 11:16
Þingflokkur Pírata myndi áttfaldast Helsti möguleikinn á myndun tveggja flokka stjórnar, ef kosið væri til Alþingis í dag, væri stjórn Pírata og Sjálfstæðisflokks. Pírati vill að stjórnmálaflokkar myndi skýrari línur fyrir kosningar. 13. nóvember 2015 07:00
Bað Margréti Frímanns afsökunar úr pontu á Alþingi Helgi Hrafn Gunnarsson pírati hringdi líka í fráfarandi fangelsisstjórann á Litla-Hrauni til að biðja hana afsökunar. 5. desember 2015 13:22
Ræða Karls um landamæraeftirlit og barnaskap fyllti Helga Hrafn ótta Hefur miklar áhyggjur af orðræðu í samfélaginu um að samkennd og skilningur þyki barnaskapur. 24. nóvember 2015 15:12